miðvikudagur, mars 29, 2006

101 Reykjavik

Núna í þessum töluðu orðum er Baltasar í garðinum mínum að taka upp Mýrina. Þeir settu upp "gerfi" tungl beint fyrir framan gluggann minn sem lýsir sterku ljósi og eru líka með ljóskastara út um allt. Loksins fæ ég að fylgjast með kvikmyndagerð eins og mig hefur alltaf langað til að gera ! Ég bíð bara eftir að Ágústa Eva komi og leiki dópista í sóðalega garðinum mínum (hann er nefnilega svo sóðalegur, drast útum allt, tilvalið fyrir góða dópistasenu). Annars er klukkan orðin alltof margt, kannski verða þau hér í alla nótt og halda mig vakandi. Issss, hvað fórnar maður svosem ekki fyrir að fá að búa í miðbænum? Þetta er svo menningarlegt. Það er ekkert skrítið að íbúðaverð sé langhæst hér í 101, þetta er eins og að búa í lifandi leikhúsi.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hey... nenniru að taka myndir af þessu fyrir mig...? Langar að sjá alvöru kvikmyndun :)

mars 30, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

heyrðu mín kjæra, ætlar þú að koma á júbílantadótið 16. júní? Ætlar þú að vera í nefnd fyrir FG? endilega sendu mér póst, valgerdurb@ma.is
kyss Valla (ps. bið að heilsa Balta og Ágústu)

mars 30, 2006  
Blogger ingveldur said...

já, mar ég fór bara að sofa, þau voru til 3 um nóttina að taka upp í garðinum. Tók enga mynd :(

mars 30, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hefði nú hent þessu hyski í burtu með það sama. Nema að þau hafi borgað þér eitthvað fyrir ómakið.

mars 31, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home