þriðjudagur, mars 28, 2006

homoseksuell

jájá, ég er semsagt loooksins byrjuð að læra fyrir sveinsprófið mitt sem er eftir 3 vikur og fer því á Bókhlöðuna að lesa moggan, það kemur sér afskaplega vel í prófunum. Ég fann moggan frá 11. september 1981, þar sá ég Friðrik Sóphusson sem ungann mann og rak augun í grein sem fjallaði um getnaðarvarnarpilluna. Greinin fjallaði um konu sem hafði kært lyfjafyrirtæki út af aukaverkunum sem hún fékk af pillunni. Aukaverkanirnar voru semsagt að þær að röddin dýpkaði, hún fékk meiri hárvöxt og varð þar afleiðandi "hómóseksúell" og neyddist til að yfirgefa heimili sitt, mann og börn.
Áhugaverð grein.........en merkilegasta við þetta er samt að orðið "samkynhneigður" var ekki notað þegar ég fæddist!!!!
Ég er orðin gömul. Margt hefur breyst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home