fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Vá ég fæ ekki nóg af því að setja myndir af henni hér á bloggið. Ég þarf að fara að opna sér myndasíðu fyrir hana svo ég geti byrjað að blogga eitthvað aftur.

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Breyting


Hérna er "tveggja vikna" myndin :) Loksins náðist mynd af henni með augun opin...hehehe....svaf MIKIÐ fyrstu dagana. Það er semsagt eitthvað farið að minnka.
En allavega, eftir að ég varð foreldri þá hefur líf mitt ekki breyst neitt gríðarlega...ekki ennþá allavega, ég veit, það eru svosem bara tvær vikur komnar, en ætli ég sé ekki bara meira heima hjá mér = sem er gott, og svo er ég meira niðrí bæ á röltinu = sem er líka gott. Ég hef minni áhyggjur af ástandinu í Mið-Austurlöndum = sem er mjög gott. Ég sé börn með öðrum/betrr augum núna = líka mjög gott. Já, ég er ekki frá því að ég sé orðin ögn jákvæðari og væmnari = örugglega bara gott.
Niðurstaðan er semsagt mjög góð. Þetta var góð og yndisleg breyting á lífi mínu :)