föstudagur, september 28, 2007

Frétt á Vísi.is í dag, þetta er eitthvað svo krúttlega skrifað :)

Það óhapp varð á Óseyri á Akureyri í gærkvöldi, að maður bakkaði bíl sínum óvart á kyrrstæðan og mannlausan bíl. En við það hrökk sá í gang og hélt af stað aftur á bak út í óvissuna, þartil hann rakst á kerru og staðnæmdist.

Eigandi bílsins, sem var með lyklana af honum í vasanum, stóð álengdar og horfði á uppákomuna, án þess að hafa ráðrúm til að bregðast við. Engin skýring er á þessum dularfullu viðbrögðum bílsins, nema að hann hafi ætlað að forða sér undan frekari pústrum, en þetta er lífsreyndur 25 ára dísilbíll.

hehehe:)

þriðjudagur, september 18, 2007

Blogg

Blogg er orðið eins og skýrsla til vina og vandamanna út um allan heim. Enda er enginn á sama stað lengur. Þetta er orðið svo alþjóðlegt að eiginlega ætti maður bara að blogga á ensku svo erlendu vinir manns geta lesið hvað maður er að gera líka.
Nú..hvað hefur maður verið að gera síðustu vikur...jah fyrir utan barneignir og það stúss.
, ég fór í saumaklúbb, það var gaman, Rebekka kom með bestu frönsku súkkulaðitertu sem ég hef smakkað, og ég hef smakkað mjög margar.
Svo fór ég í brúðkaup hjá Emblu frænku minni sem var að giftast honum Gunna sínum. Embla er elst af okkur systkinabörnunum og þar af leiðandi fyrirmynd okkar hinna. Kannski ég giftist þá honum Sverri mínum vegna þessa? Það er aldrei að vita. Þetta var annars mjög vel heppnað brúðkaup, mjög afslappað, góður matur, unaðslegur eftirréttur, skemmtileg skemmtiatriði og besta og fyndnasta ræða EVER sem móðir brúðarinnar flutti, ég hélt ég myndi míga á mig. Þessi kona er snillingur. Hún má halda ræðu hvenær sem er og hvar sem er! Hún væri bara að gera heiminum greiða með því.
, svo er maður búinn að ferðast hingað og þangað, þ.e.a.s. til Skagastrandar og Selfoss þar sem foreldrar okkar skötuhjúanna búa. Þangað fer maður um helgar til að borða, sofa og láta einhvern annann halda á frumburðinum. Voða næs.
svo átti ég sko afmæli um daginn. Það var yndislegur dagur. Við fórum bara tvö saman út um allann bæ að versla allskonar fínerí handa ungfrú afmælisbarninu:mér og svo um kvöldið fórum við rómantískt út að borða. Við fórum bara heim á 2-3 tíma fresti til að gefa krúttinu að drekka.
Þetta var alveg himneskur dagur.

Ég ætla nú að reyna að vera duglegri að blogga hér, fyrst að það er komin barnanetssíða á www.barnanet.is/idunnberndsen.

Þangað til næst!