laugardagur, september 13, 2003

nei, það er ekkert að gerast speees í hversdagsleika mínum. ég átti afmæli fyrir tveimur dögum síðan, en það var reyndar skemmtilegt því það muna allir eftir afmælisdeginum mínum þökk sé Al Queda. Til Hamingju! Til hamingju:) Til hamingju elsku Ingveldur mín.
Jú svo fór ég á hugleiðslunámskeið Búddhista um daginn, það var reyndar speees, varð svolítið hrædd og ætla ekki aftur. Ég ætla að læra sjálf að hugleiða.
Lenti líka næstum því í slag við mjög aldraða konu í Búnaðarbankanum, var hinsvegar mjög róleg, þökk sé hugleiðslunámskeiðsins, og náði að róa hana niður þegar mér varð ljóst að hún ætlaði að berja mig með stafnum sínum. Ástæðan fyrir því er ekki einusinni til að tala um, ég held að hún hafði bara gleymt að taka bláu töfluna sína.
Svo gaf ég sjálfri mér klippingu og strípur í afmælisgjöf, ekki af því að mig langaði til þess, heldur af því að síðast þegar ég fór að gera eitthvað við hárið á mér var í ágúst 2002. Var komin með mislitt slitið illgresi á höfuðleðrinu sem var til skammar. Umbreytingin kostaði 12000kr með sjampói og næringu, hárið á mér hlýtur að vera gorgeous.
Ég mæli með Brownie og vanilluís á Kaffibrennslunni, fékk 2 bólur eftir það, shit hvað hún var góð. Og farið svo að sjá Magdalenusysturnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home