mánudagur, september 01, 2003

ok, af hverju er enginn búinn að segja mér frá þessu!!!!!!!!!!!!!!!
Quote úr blaðinu Veru:

-Geta karlmenn gefið barni brjóst?
Mannfræðingurinn: það er mögulegt, þó alltaf sé spurning um hversu mikið.
Læknirinn: Líffræðilegar forsendur eru fyrir hendi en þetta líffærakerfi er mjög vanþróað hjá karlinum. Viljinn skiptir vafalítið miklu máli. Svo karl geti mjólkað þarf hann að hafa einsettan vilja um að gefa brjóst, samtímis því sem brjóstakirtlarnir eru stöðugt örvaðir af sogi ungabarns....Að setja barnið á brjóst föður er ekki fyrsta ráðið sem gripið er til ef móðirin fellur frá...en möguleikinn er þó fyrir hendi.
Mannfræðingurinn: Til er dæmi úr Flóamannasögu þar sem Þorgils fæðir barn sitt þegar móðir þess er dáin. Hann hafði barnið á brjósti í eitt ár.
Læknirinn: Þannig að þó karl geti þetta þá er ólíklegt að hann reyni nema það sé spurning um að barnið lifi af.
-Gætu kona og karl skipt brjóstagjöf á milli sín?
Mannfræðingurinn: Það gæti verið erfitt það sem það er mikilvægt að gefa brjóst oft til að mynda næga mjólk. Því gæti verið erfitt að haga því þannig að karlar mjólki annan eða þriðja hvern dag. Barnið þyrfti helst að vera eingöngu á brjósti hjá karlinum ef framleiðslan ætti að geta haldið áfram, sem á einnig við um konur....Mjaltavélar gætu þó komið að gagni til að viðhalda myndun brjóstamjólkur, eflaust hjá körlum sem kon um.

Ja hérna, þetta eru fréttir í mínum eyrum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home