sunnudagur, febrúar 15, 2004

Þetta er búið að vera mjög skemmtileg vika,svooo margt gerst. Vikan hófst á skemmtilegu flugfreyjuinntökuprófi. 'Eg horfði í kringum mig og sá 700 potential flugfreyjur og þjóna, þau voru fædd í starfið, hárið uppsett, snyrtileg í fari og í háhæluðum skóm(kannski ekki strákarnir). Prófið sjálft var athyglisvert, spurt um allskonar hluti sem ég bjóst engan vegin við, eins og tildæmis "hvað heitir ríkissáttarsemjarinn?", en öllu var svarað með bestu getu. En ég veit að starfið felur að mestu í sér "kaffi"?, "te?", "góðann daginn" og bros á vör.
Svo hafa þær Janet Jackson og Ruth Reginalds nauðgað fjölmiðlunum, eins ómerkilegar fréttir sem þetta eru, ekki einusinni þess virði að fjalla um. Það kemur manni ekkert á óvart lengur, bandaríkjamenn hafa alltaf fundist brjóst skammarleg og syndsamleg g þessvegna finnst mér það sama um þá. Og Ruth Reginalds hefur greinilega mjög erfitt og hefur lítið sjálfsöryggi. Hún sagði í beinni útsendingu einhvern morguninn að til að öðlast betri sjálfsvirðingu þyrfti hún fallegra bros, nei Ruth þú þarft sálfræðing. Greyið líkið á Neskaupsstað fékk enga athygli í tvo daga út af þessu fári.
Annars er ég þunn í dag, var á árshátíð tannlæknanema í gærnótt, heppnaðist líka svona ofboðslega vel. Svov keypti ég mér íbúð á föstudaginn 13. þetta getur bara ekki verið annað en happatala. Ég ætla að lofa beturumbætur á þessa síðu mína, það gengur ekki lengur að hafa hana svona... já svona eins og hún er. Hingað og ekki lengra, nei ómögulega takk þetta er alveg passlegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home