miðvikudagur, febrúar 04, 2004

það var svo ekkert svindlað á mér (...ekki í þetta skiptið allavega...) ég hef bara fengið svona lítið útborgað af því að ég vinn of lítið, getur það verið?
Mamma er að baka vínarbrauð, ég veit ekkert betra en að fá nýbakað vínarbrauð eftir matinn, með helling af súkkulaði ofan á (svona gamaldags vínabrauð, namm).
Ég er svo mikið í skólanum að ég er orðin steikt í hausnum, ég finn að heilinn er bókstaflega að hitna inní höfuðkúpunni og það er ekki þægilegt, til að lifa þessa önn af verð ég líklega bara að fara til útlanda í frí...hmmm...þar kom góð hugmynd.
Ég er í tilvistarkreppu, ég ætla bara að láta það flakka hér, já í tilvistarkreppu. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég er, hver ég er, hvað mig langar til að verða, hvernig ég get orðið það sem mig myndi svo langa til að verða, hvað mig langar til að gera og ekki gera, er ég að velja rétt...blablabla....bla....
Ég verð þá bara að láta mig nægja að borða vínarbrauð í bili. Verði mér að góðu.

já og svo er slökkt á gemsanum mínum út þessa viku.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home