ROSALEGA er ég ánægð með Super size ME bíómyndina sem sýnd er í háskólabíói. Ótrúlega skemmtileg og sönn heimildarmynd. Ég er alltaf hrifin af fólki sem gerir virkilega eitthvað í hlutunum, eins og t.d. þessi Spurlock sem fórnaði líkama og andlegri heilsu til að sýna fram á óhollustu skyndibita. Þessa mynd, ásamt Lilja4 ever, ætti að sýna í 10.bekk um allt land og svo helst aftur í menntaskóla.
Það gekk vel hjá honum að sannfæra mann um það hversu algengt og eðlilegt skyndibitafæði er orðið í okkar daglega lífi en svo aftur á móti óeðlilegt og hreint og beint hættulegt fyrir líkama okkar.
Ég er reyndar löngu orðin sannfærð um þetta þannig að ég frelsaðist ekki í kvöld eins og margir gerðu þarna í bíósalnum.
Ég er nefnilega, þótt ótrúlegt megi virðast, fíkill. Við fíklar verðum að hugsa meira um heilsuna en aðrir því að við erum áhrifagjarnari og í miklu meiri hættu á að verða háð einhverju ...súkkulaði ...mat ...áfengi ...koffeini ...sykri ...hreyfingu ...tölvuleikjum ...já, nánast hverju sem er. Típískur fíkill byrjar að reykja og drekka, svo þegar hann neyðist til að hætta því verður hann bara háður einhverju öðru, oftast mat og sælgæti, tölvuleiki eða sápuóperur. Típiskur fíkill getur alveg eins byrjað á hinum endanum: Fyrst sjónvarps- og sælgætisfíkill en svo ákveðið að "taka sig á í lífinu" og orðið í staðinn vinnufíkill og alkóhólisti. Það er samt mun viðurkenndari fíkn.
Já fíknir eru "mis"viðurkenndar í samfélaginu. Að vera tölvuleikjafíkil og kókfíkill er á miklu lægra plani en vinnufíkill og spennufíkill. Samt tel ég þetta vera nákvæmlega sami hluturinn. Ef vinnufíkillinn missir vinnuna=alkóhólisti. Ef spennufíkillinn fær ekki nógu mikið kikk=eiturlyf?
Ef nikótínfíkill hættir að reykja=matarfíkn.
Svona mætti lengi telja.
Við fíklar verðum því að hafa augun ávallt opinn fyrir hættum því hjá okkur er hættan í næstu hverfissjoppu.
4 Comments:
Hæ Ilmur! Ég segi nefnilega allt ljómandi gott:) Auðvitað mætir maður fyrst að þú ert svona dugleg að skipuleggja MA-samkomu. Einu sinni MA-ing(veld)ur ávallt MA-ing(veld)ur
Hei beiby, takk fyrir besta spil í heimi, vil aldrei spila aftur án tín...
bleeesuð ég sá pabbann þinn í blaðinu í gær:) bið að heilsa þér kv rebba
hehehe...takk sömuleiðis drottning.
Skrifa ummæli
<< Home