föstudagur, september 16, 2005

Gerir aldurinn þetta?

Komst í kvörtunargírinn og sendi Strætó BS kvörtunarbréf, ooooohhh, það hefði samt getað verið svo miklu lengra. Hvernig væri að stofna stuðningshóp fyrir þá sem hafa orðið fyrir ókurteisi, óvirðingu og óstundvísi strætóbílstjóra?


Góðann daginn,
ég er mjög hrifin af nýja kerfinu ykkar, sérstaklega það að geta skrifað inn heimilisföngin og fengið strax niðurstöður um hvaða leiðir væru bestar að nota. Það er algjör snilld!
Hinsvegar mætti ítreka það við strætóbílstjóranna ykkar að undirstaða vinnu þeirra eru farþegarnir sem borga fyrir farið og þessvegna væri æskilegt að stoppa fyrir fólki sem stendur og bíður á strætóstoppustöðvum Strætó BS á Reykjavíkurvæðinu.
SORGLEGT en satt dæmi um Strætó þessa daganna:
Mamma og ég fórum í Borgarleikhúsið 8.sept 2005 kl.20:00. Hvorug okkar á bíl. Mamma segir "hei, tökum strætó!" ég segi "frábær hugmynd, þá getum við jafnvel fengið okkur rauðvínsglas í hléinu!"
Hún fer fínt klædd út á Eiðsgranda að bíða eftir leið 13. Ég ætlaði svo útá Hlemm að og taka sama strætó og hún. Voða sniðugt. Þessvegna hringdi ég í hana og spurði hvort hún væri komin inn í vagninn. "Nei er að bíða, bíddu, þarna sé ég hann koma, bless"(það er mikið og gott útsýni bæði til hægri og vinstri á Eiðisgranda=engir felustaðir) Leið 13 kom á hárréttum tíma 19:31 og viti menn HANN BRUNAÐI FRAMHJÁ MÖMMU. Hún hringir svo í mig, segir mér skömmustulega að hann hafi bara brunað framhjá henni! Ég náttúrulega saka hana um að standa á vitlausri stoppustöð eða vera of ósýnileg, þrátt fyrir að ég viti betur, hef lent í þessu sjálf. Hún afsakaði fyrir hönd strætóbílstjórans og sagði að "hann hafi verið eitthvað utan við sig og hafi beygt sig eitthvað niður og þessvegna ekki séð hana".....
Hmmmmm.....hvað gerum við...strætó kemur á hálftíma fresti og hann brunar framhjá manni þar sem maður stendur og bíður...við höfum ekki tíma til að bíða eftir næsta vagni. Mamma hringir á leigubíl. Ég bíð á Hlemmi eftir leigubílnum og mömmu. Á meðan ég bíð eftir RÁNDÝRUM leigubíl Á HLEMMI kemur sama leið 13 og brunaði framhjá mömmu minni, þar beið hann í tómum vagni dágóða stund(líklega vegna þess að hann keyrði framhjá öllu fólkinu sem hefði annars fyllt hann).
Leigubíllinn kostaði 2100kr vegna þess að hann þurfti að fara svo margar krókaleiðir til að ná í mig og vegna framkvæmda í kringum Kringluna.
Strætó BS skuldar móður minni 2100 kr.
Það er hvorki henni að kenna né mér að þið skulið vera með óhæft starfsfólk í ykkar fyrirtæki.
Ég mun ekki róast vitund fyrr en Strætó BS greiði móður minni fyrrnefnda upphæð.
Nafnið hennar er Ásthildur Magnúsdóttir
Búseta hennar er Bárugrandi 3, 107 Reykjavík
Ég sem tryggur viðskiptavinur ykkar ætlast til þess að hún heyri frá ykkur mjög fljótlega.
Virðingarfyllst, Ingveldur Gyða Gísladóttir.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hrein og bein heimska að fara fram á að Strætó borgi þetta. A.m.k. með svona illa skrifuðu bréfi.

september 20, 2005  
Blogger ingveldur said...

Nonni, það er ljótt að segja svona, skamm!

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Bara að benda þér á villu þíns vegar.

september 20, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home