þriðjudagur, mars 07, 2006

Vaka Sigríður litla frænka mín er sögð vera lík mér. Ég vona það svo sannarlega, án þess að vera of sjálfselsk þó. Hún er grallari. Síðast þegar ég hitti hana setti hún hjólahjálm á hausinn á mér og barði svo allskonar hörðum hlutum í mig. Svona á að gera þetta! Skemmta sér án þess þó að meiða aðra. Þetta kann hún þrátt fyrir að vera pínulítil. Jahér.

2 Comments:

Blogger Berndsen said...

Já þessi unga snót ber óneitanlega keim af frænku sinni. Þó hún sje betur innrætt.

Aldrei setur þú hjálm á mig áður en þú lumbrar á mjer

mars 09, 2006  
Blogger ingveldur said...

hehehe :) góður punktur...

mars 09, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home