miðvikudagur, október 11, 2006

Draugasaga

Þórhildur sagði frá draugaganginum heima hjá sér og þá datt mér í hug að segja frá einu alvöru draugasögunni í mínu lífi. Hún er pínu löng, en alveg sönn.
Þetta var árið 2003, þegar tannsmiðaskólinn fór í skólaferðalag til Akureyrar, við vorum 5 stelpur sem leigðum saman pínulitla íbúð í "einum af lundunum" rétt hjá Jóni Spretti. Þar voru 2 svefnherbergi og tvær sváfu í hvoru og ég svaf inní stofu fyrstu nóttina. Það var voða indælt. (Fyrr um kvöldið var maður reyndar alltaf að kíkja fram á gang, það var bara eins og einhver væri þar, en ekkert meira en það). Svo næsta dag biður ein stelpan mig (Linda) að skipta við sig "það gengi nú ekki að ég svæfi á sófanum báðar næturnar" ég þakkaði fyrir það og ég svaf inní einu herberginu þá nótt. Þar svaf ég órólega.
Svo morgunin eftir þrifum við og pökkuðum dótinu niður, skildum við íbúðina hreinni og fínni og ég labba síðust út. Nema þegar ég geng framhjá svefnherberginu þá situr þar ungur strákur ca 19-20 ára, dökkhærður í ljósgráum/silfurlituðum jakka, horfir niður á gólf og hvílir hendurnar á kinnunum. Og mér brá svo mikið að ég labba bara út úr íbúðinni náföl í framan eins og ég hafi séð draug. Ég fór inn í bílinn og stelpurnar spyrja mig afhverju ég sé svona skrítin. Mér leið hálf kjánalega en sagði að ég hafi séð einhvern inní svefnherberginu. Þær náttúrulega "ha? Hvar? Hver?", nema ein (hún Linda) segir "var það dökkhærður strákur, svona á okkar aldri?" GÚLP! þá hafði hún lent í því, þegar hún svaf inní herberginu, að hann hafi staðið í dyragættinni og reynt að ná sambandi við hana um nóttina, en hún vildi ekki tala við hann og hún var ekki viss um hvort hún hafi verið vakandi eða hvort henni hafi dreymt þetta. Henni fannst það svo óþægilegt að hún vildi ekki sofa aftur í svefnherberginu næstu nótt þannig að hún skipti við mig. Svo spurði ég hvort að hún hefði séð í hverju hann var og þá sagði hún "svona gráum íþróttajakka"!!!!!
Ég man ennþá voða vel hvernig hann leit út, nema ég sá aldrei beint framan í hann, og það gerði Linda víst heldur ekki. En það leit út fyrir að hann hafi reynt að ná sambandi við okkur en ekki tekist það og svo var hann búinn að gefast upp á okkur og sat þessvegna svona uppgefinn á rúmstokknum. Ég hugsa ennþá til hans en hugsa ekki hvort þetta hafi verið ímyndun, því það var það ekki fyrst við vorum tvær sem sáum hann vel, heldur finnst mér leiðinlegt að hann skuli ekki hafa náð sambandi við okkur fyrst honum langaði svo mikið til þess. :(

3 Comments:

Blogger QueenK said...

Fólk sem madur sér, eda dáid fólk sem reynir ad komast í samband vid annad venjulegt fólk, eru manneskjur sem ekki komast áfram í sísteminu. Oft er tad af tví ad tau skilja ekki ad tau séu dáin, eda af tví ad tau vildu ekki deyja. Allir midlar segja ad madur eigi ad bidja bænir fyrir teim svo tau fái ró í kroppinn og styrk til ad komast áfram.

október 12, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæks, spúkí sjitt

október 14, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ingveldur...

Þú kannski segir mér einhvern daginn hvar þetta var nákvæmlega.
Minntu mig bara á þetta.

október 16, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home