miðvikudagur, janúar 31, 2007

EF KARLMENN GENGU MEÐ BÖRNIN?

Væri barneignarfrí á fullum launum lágmark tvö ár...
Væri búið að finna lækningu við appelsínuhúð...
Væri "náttúruleg" fæðing úr sögunni...
Væri morgunógleði talið helsta heilsuvandamál þjóðarinnar...
Væri árangur getnaðarvarnapilla 100%...
Væru börn geymd á spítalanum þar til þau
kynnu sjálf að fara á kopp...
Væru menn æstir í að binda sig...
Væru tvíburar ekki svona rosalega krúttlegir í þeirra augum...
Yrðu synir að vera komnir heim af stefnumótinu klukkan tíu á kvöldin...
Væru skjalatöskur notaðar sem bleyjugeymsla...
Væru óléttuföt helsta tískuframleiðsla heims...
Væru þeir rúmliggjandi alla níu mánuðina...
Myndu konur stjórna heiminum...

...já, þessu litla innskoti stal ég frá einhverri barnalandssíðu... En annars er að allt gott að frétta af þessu öllu saman. Fyrstu 2 mánuðina léttist ég um 2 kg, en núna sirka síðustu 2 mánuði er ég búin að þyngjast um 6 kg, þannig að bumban er komin :) og viðbjóðslegu veikindin í byrjun, eru HORFIN!!!!! Núna virðist þetta ætla að verða mannsæmandi ástand, allavega í bili.
Annars, svo ég tali meira um þetta mál, að þá hrjáir mig svokölluð óléttu-gleymska. Það er eiginlega hægt að lýsa þessu sem "Alzheimer-Athyglisbrest". Mjög óþæginlegt. Ég get t.d. ekki munað hvort ég á að vera að gera eitthvað og fæ það á tilfinninguna að ég sé alveg örugglega ekki á réttum stað en veit samt ekki hvert ég á að fara = Alzheimer. Og svo ef einhver útskýrir eitthvað fyrir mér þá man ég bara það allra síðasta sem sá segir, en ekkert annað, og svo fer ég að tala um eitthvað allt annað = Athyglisbrestur. Svona hef ég aldrei verið áður, held ég...
Þið getið allavega rétt ímyndað ykkur hvernig er að vinna með mér :/
Jæja, kisskiss, þangað til seinna!

3 Comments:

Blogger QueenK said...

viltu senda mér mynd af tér med bumbu?

febrúar 05, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki ætla jeg mjer að geraZt jafn djarfur og Queen Kata, *hóst*, en hins vegar vil ég þakka þér fyrir krækjuna/tengilinn á bloggið mitt/bloggleysuna mína!
Ég vona samt að minnisleysið og hinn snemmtilbúni Alzheimer frændi komi ekki að sök á meðgöngunni og gangi þér vel Ingveldur!

febrúar 05, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

ójá - þetta finnst mér það gáfulegasta sem ég hef séð lengi!
Ég vil einnig bæta við að ef konur og karlar skiptust á að ganga með börnin...t.d. konur fyrsta, mennirnir annað o.sfrv.....þá væru ALDREI meira en 3 börn í fjölskyldu! ;o)

febrúar 07, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home