föstudagur, nóvember 28, 2003

++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
jæja, nú fara prófin að nálgast líka hjá mér, hef samt ákveðið að læra ekkert fyrr en ég neyðist til þess, það hefur verið mín strategía öll þessi skólaár og virkað vel.
jingle bells jingle bells jingle all the way
I´iiiiiiiiim dreaming of a white christmas
ég hef lengi bælt það niður og afneitað því, en ég er komin í jólastuð, wether I like it or not. Það verður samt leyfilegt á sunnudaginn að vera í svona stuði og hengja seríurnar sínar upp. Hlusta bara á jólastöðina í útvarpinu sem spilar reyndar líka sumarslagara, en ég þykist þá bara ekki heyra.
++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++

sunnudagur, nóvember 23, 2003

facts of life;
-slepptu því að plana daginn, nánast ekkert af því sem þú planar nærðu að gera
-ekki kvíða neins og ekki vænta neins, þá verður þú "frjáls"
-borðaðu eða drekktu á minnst 4 klst fresti, ekki oftar því maginn þarf hvíld
-elskaðu óvin þinn, óvinurinn þarf ekki að vera mennskur, það getur verið t.d. þreytan, hungrið, vonda skapið, prófin...og svo má lengi telja
-enginn getur gert þér neitt, hvorki gott né illt, þú gerir það sjálf/ur
-það er ekki til góður kennari, aðeins góður nemandi=s.s. enginn getur sagt þér hvað er rétt/rangt. Né getur einhver neitt þig til að gera, finna eða fatta eitthvað
-þessi texti segir þér því aðeins það sem þú vilt að hann segi þér
-þessi texti segir engum það sama.

föstudagur, nóvember 21, 2003

Ég get persónulega ekki beðið þangað til Þórhildur komi heim, Þórhildur drífðu þig!
Annars er ekki margt spennandi sem gerst hefur í lífi mínu síðan mér datt í hug að blogga síðast, enginn geðsjúklingur í strætó, hitti samt Rebekku þar. Svo er sambýlismaðurinn minn pólverjinn að reyna að brenna mig inni því á morgnanna er stundum kveikt á stærstu hellunni. Gerist líka þó að ég athugi eldavélina áður en ég fer að sofa, hann fer s.s. á nóttunni að fremja þetta illskuverk. Ég hef samt ekkert verið leiðinleg við hann...

laugardagur, nóvember 08, 2003

Það sem lítið sár á vinstri litlu tá getur gert mig mikið hreyfihamlaða. Ég haltra eins og ég sé með tréfót, get í alvöru ekki labbað út af sársauka. Hei! í dag er sérstakur dagur, stjarnfræðilega séð. Sex stjörnur raða sér núna í kringum tunglið eins og Davíðsstjarnan, og það er sagt að þetta opni sérstaka guðlega "hurð" og fjöldi hópa safnast saman í dag til að biðja saman því núna er tækifæri á að bænin virkilega komist til skila... Svo er einnig talið að vitringarnir þrír hafi séð þessa sömu stjörnuuppröðun á leið þeirra til litla Jesú. Jú, jú, hver veit hvort að enn annar Messías sé að fæðast um þessar mundir. Meeeerkilegir tímar sem við lifum á. Einhvernveginn finn ég ekki fyrir þessum guðdómleika fyrir sársauka í litlu tá, ég ætla samt að biðja í kvöld svona til vonar og vara.333333333=vúúúps kötturinn steig á lyklaborðið

laugardagur, nóvember 01, 2003

hehehe er að læra að sauma, nú getur enginn stöðvað mig
MÚÚÚÚHAHAHAHA!

Annars lítið að frétta frá hversdagsleikanum, er reyndar líka að læra að prjóna en ofurkvenhetja í prjónabúningi er álíka töff og Björn Bjarnarson.