Svör við GÁTUNUM:
1. Líkkista
2. Matador
Já, það var rosalega vel heppnaður saumklúbbur hjá Hlíf á mánudagskvöldið, það var samt ekki mikið slúður í gangi, enda finnst mér slúður leiðinlegt til lengdar. Það voru frábærar veitingar og svo hitti maður Fjólu Rauðhærðu og hina sjaldséðu Fanneyju Dóru. Var reyndar hálflasin þetta kvöld en ég gleymdi því á meðan á þessu öllu stóð.
Mér fannst mjöhög merkilegt að lesa að áberandi meirihluti kvenna sem njóta velgengnar eru fæddar í meyju, bogmanns, steingeitar og vatnsbera merkjunum. Alveg hreint snilldar uppgötvun.
Svo las ég aðra könnun þar sem kom í ljós að kynlíf geri fólk gáfaðara, semsagt "gott og heilbrigt" kynlíf, það er ekki verið að segja að klámmyndaleikarar séu með gáfaðasta fólki heims, heldur fólk sem nýtur þess að lifa miklu og opnu kynlífi. Fuck,fuck ´n suck,suck.
Jæja, ég þarf eitthvað svo innilega að fara að byrja að gera eitthvað að viti, eins og til dæmis að læra. Ég straujaði um daginn og brenndi á mér magann, er með nokkurra sentímetra rautt brunastrik hjá naflanum sem sveið svo mikið nóttina eftir að ég gat varla sofnað. Ég ætla samt ekki að gefast upp á því að strauja, því mér finnst það lúmskt skemmtilegt, og að þvo þvott líka. Ekki hringja í mig til að biðja mig um að gera þennann óþverra fyrir ykkur líka, ég hef nefnilega bara gaman af þessu ef þetta er fyrir sjálfa mig. Ég hef nefnilega aldrei skilið fólk sem segir að það nenni ekki að elda ef það er bara fyrir sjálfa sig, ég nenni einmitt bara að elda EF það er fyrir sjálfa mig, hef það ekki í mér að langa til að elda fyrir aðra, ekki nema þá kannski fyrir eitthvað sérstakt tækifæri.
Ég þarf að fara að horfa á The Office, það á víst að vera einn fyndnasti þáttur ever.