miðvikudagur, mars 31, 2004

Svör við GÁTUNUM:
1. Líkkista
2. Matador


Já, það var rosalega vel heppnaður saumklúbbur hjá Hlíf á mánudagskvöldið, það var samt ekki mikið slúður í gangi, enda finnst mér slúður leiðinlegt til lengdar. Það voru frábærar veitingar og svo hitti maður Fjólu Rauðhærðu og hina sjaldséðu Fanneyju Dóru. Var reyndar hálflasin þetta kvöld en ég gleymdi því á meðan á þessu öllu stóð.
Mér fannst mjöhög merkilegt að lesa að áberandi meirihluti kvenna sem njóta velgengnar eru fæddar í meyju, bogmanns, steingeitar og vatnsbera merkjunum. Alveg hreint snilldar uppgötvun.
Svo las ég aðra könnun þar sem kom í ljós að kynlíf geri fólk gáfaðara, semsagt "gott og heilbrigt" kynlíf, það er ekki verið að segja að klámmyndaleikarar séu með gáfaðasta fólki heims, heldur fólk sem nýtur þess að lifa miklu og opnu kynlífi. Fuck,fuck ´n suck,suck.
Jæja, ég þarf eitthvað svo innilega að fara að byrja að gera eitthvað að viti, eins og til dæmis að læra. Ég straujaði um daginn og brenndi á mér magann, er með nokkurra sentímetra rautt brunastrik hjá naflanum sem sveið svo mikið nóttina eftir að ég gat varla sofnað. Ég ætla samt ekki að gefast upp á því að strauja, því mér finnst það lúmskt skemmtilegt, og að þvo þvott líka. Ekki hringja í mig til að biðja mig um að gera þennann óþverra fyrir ykkur líka, ég hef nefnilega bara gaman af þessu ef þetta er fyrir sjálfa mig. Ég hef nefnilega aldrei skilið fólk sem segir að það nenni ekki að elda ef það er bara fyrir sjálfa sig, ég nenni einmitt bara að elda EF það er fyrir sjálfa mig, hef það ekki í mér að langa til að elda fyrir aðra, ekki nema þá kannski fyrir eitthvað sérstakt tækifæri.
Ég þarf að fara að horfa á The Office, það á víst að vera einn fyndnasti þáttur ever.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Góður dagur í dag:) Stór dagur í dag:) Reykjavík er orðin einhverskonar sólskinsparadís, slær Akureyri alveg út. Svo er ég komin með 9 milljóna skuld á herðarnar, en er rosalega ánægð með það, ekkert smá ánægð. Afhendingardagurinn verður 04.04.04. Og hver ætlar að hjálpa mér að mála? Þórhildur er allavega búin að bjóða sig fram, hún er líka svo góð vinkona.

Ég er með skemmtilegar GÁTUR sem æra mann ef maður fattar þær ekki strax:
1. Sá sem framleiðir það, selur það.
Sá sem kaupir það, notar það ekki
Sá sem notar það, veit ekki af því
Hvað er það?

2. Maður lagði bíl sínum fyrir utan hótel og varð gjaldþrota.
Í hverju var hann?

Svörin fást í næsta bloggi...

sunnudagur, mars 14, 2004

Jææææææææja. Er officially atvinnulaus í sumar. Fékk ekki flugfreyjudjobbið og neita að vinna í Nóatúni enn eitt sumarið. Er því byrjuð að skrifa handritið fyrir grínþáttinn sem verður tekinn upp í sumar og mun verða sjónvarpsefni nr.1 næsta vetur. Ætli stöð 2 eða skjár 1 kaupi hann?
Ég gleymdi að borða þessa helgina og man ekki eftir að hafa drukkið neitt heldur. Það útskýrir ýmislegt...hausverk og fleira skemmtilegt sem kryddar tilveruna.
Okei hér kemur brandari sem reyndar ALLIR eru búnir að heyra, en mér er sama, hann er svo fyndinn:
17 ljóskur sáust fyrir utan Sjallann(!?!?!?!frekar myndi ég segja Felix eða Pravda), þær voru spurðar afhverju þær færu ekki inn, þá svöruðu forystu(?!)ljóskan (með stelpurödd) "neei, við verðum að vera orðnar 18"
AAAAAAAHHHHHAAAAAAAAAAHHHHHAAAAAAAAAAHHHHHHAHAHAHAHA!!!

mánudagur, mars 08, 2004

Þvílík NAUÐSYN! Fór í sumarbústað um helgina, það er svo gott að komast út úr Reykjavík. Ohhh yndislegt, þögnin, kyrrðin, myrkrið og loftið. Það var líka alveg frábært veður, logn og sól en samt kallt. Helgin lengdist svo mikið, við fórum snemma á föstudaginn og komum snemma á sunnudaginn, þá var allur sunnudagurinn eftir. Hí hí giggle giggle...
Og núna er kominn mánudagur og ég að drukkna í verkefnum í skólanum. Það mætti halda að íslenska þjóðin öll hafi tekið sig til og ákveðið að fá sér nýjar tennur eða heilt tannsett. Það ganga núna nokkrir íslendingar á götum úti með tennur sem ég hef smíðað uppí þá og brosa hið breiðasta.

mánudagur, mars 01, 2004

jepp búin að ákveða það! Ef ég fæ ekki aðra sumarvinnu en í Nóatúni (!!!)þá ætla ég bara EKKERT AÐ VINNA í sumar! Ég er semsagt að verða desperat eftir annarri vinnu, ég höndla þetta ekki lengur, þetta er ekki skemmtilegt starf, sama hvað fólk þykist halda...
465824658246582465824658246582465824658245658246582465824658246582456
Æi, þarf að fara að glápa á sjónvarpið.