Já rétt svar er mamma mín. Þið fáið allar prik hjá mér. Þó að Rebekka hafi gefið ykkur góða vísbendingu um að það hafi ekki verið hún. Miss Berger fær jafnvel aukaprik fyrir að gruna Þórhildi. Það er alltaf sniðugt að gruna hana.
Ég sá skemmtilega mynd í sjónvarpinu í gær. Hún var um myndarlegann mann sem réð sig í fylgdarþjónustu fyrir (gamlar)ríkar kerlingar. Maðurinn, sem leikinn var af Andy Garcia, var samt giftur og átti barn. Hann var rithöfundur og svolítið lokaður en heillandi persónuleiki. Vantaði greinilega pening. Elskaði konuna sína en sagði henni samt ekki neitt. Svo kemst hún náttúrulega að þessu og rífst og spyr en hann segir lítið og heldur áfram að vinna við þetta. Hún fer frá honum og tekur barnið með sér. Þetta endar svo á því að hann saknar hennar og barnsins svo mikið, missir alla sjálfsvirðingu og hættir í fylgdarþjónustunni eftir að hafa þurft að sjúga tærnar á einni ríku kerlingunni. Hann fær sér vinnu sem þjónn og skrifar bók um allt sem hann hefur gengið í gegn um...nú er hann ónýtur maður og varla þess virði að lifa. Bókin rokselst og konan sem hann elskaði las bókina, kemur til hans og spyr með tárin í augunum "why didn´t you tell me about this". Andy Garcia kemur þá með það snilldarlega svar, horfir beint í augun á henni "I´m a writer".
Yfirmaður fylgdarþjónustunnar var leikinn af engum öðrum en Mick Jagger. Þetta var fyndin mynd. Á "skrifstofu" þjónustunnar voru ekkert nema flott jakkaföt, skyrtur, bindi, skór og speglar. Aðeins menn með mikla persónutöfra og gáfur fengu vinnu þarna.
Ég hef nefnilega stundum pælt í nákvæmlega þessu. Er ég svona "writer" eða "teller" eða kannski bara svona "do-er"?