miðvikudagur, október 26, 2005

ICELAND AIRWAVES

Þökk sé góðu fólki gat ég stundað Airwaves grimmt. Fimmtudagskvöldið-fyllerí, Föstudagskvöldið-mikið fyllerí, Laugardagskvöldið-miklu, miklu meira fyllerí, Sunnudagskvöldið-smá bjór, Mánudagskvöldið-smá bjór í tilefni af kvennafrídeginum.
Þetta var eins og hin besta þjóðhátíð, bara ekki bleyta, rok, sviti og æla.
Ofboðslega var þetta frábært tónlistartörn! Ég er ekki frá því að ég hafi uppgötvað nokkrar upprennandi stjörnur..jahahér. Er búin að setja nokkrar myndir inn en bara frá Laugard.kvöldinu :(

Rosalega var gaman að fara niðrí bæ á kvennafrídeginum! Æðisleg samstaða hjá konum og körlum. Samt löbbuðu tveir unglingstrákar um í miðri þvögunni með skilti sem á stóð "Jafnrétti? Farið þá aftur í vinnuna". Ég benti þeim góðfúslega á að þeir ættu að kynna sér málin almennilega áður en þeir tjá sig aftur útúr rassgatinu á sér...hehe. Svo sá ég líða yfir unglingsstúlku vegna troðnings sem var þarna á tímabili. Svona á þetta að vera!
Mættu þið ekki allar?!?!?!?!
Pælið í því 50.000 manns mættu bara í Reykjavík, mest konur. Miðað við 300.000 íslenska ríkisborgara, þar af búa margir í útlöndum, og úti á landi, og eru á spítala eða eru rúmliggjandi af öðrum ástæðum, og eru of aldraðir til að fara niðrí bæ, og eru og ungir, eða geta engan veginn yfirgefið vinnuna, eða ætluðu að taka strætó niðrí bæ (en strætó troðfylltist og stoppaði ekki fyrir fleirum!), og svo margt, margt, margt fleira. Vá hvað þetta var æðislegt. Núna hef ég trú á því að launajafnrétti eigi eftir að nást!!!!! Fólk er greinilega búið að fá nóg!

sunnudagur, október 16, 2005

SauMA partei

myndirnar segja fleira en 1000 orð. Samt ætla ég að bæta því við að þetta var mjög vel heppnað partý. Samansafn af töff, grúví og fallegu fólki, betra gerist það ekki. Í fyrstu var það fámennt en góðmennt, svo fjölmennt og fjarstæðukennt.
Það er hægt að kíkja á myndirnar hér í albúminu til vinstri...

laugardagur, október 15, 2005

svo steikt

ég er alltof steikt til að skrifa nokkurn skapaðann hlut. Er búin að vera lasin, með októberslenið, og hef þessvegna haft tíma til að krukka í þessari bloggsíðu minni. Ég ætla því að nota tækifærið og óska"profile", "safaríkum umræðum" og "myndrænt" velkomið inn á bloggsíðuna mína. Feel free to klick on it.
Fyrst að ég fékk digital myndavél í afmælisgjöf þá ætla ég að vera dugleg að taka myndir. Næsta myndasirpa verður því líklega úr SauMA partýinu sem verður haldið hjá Eyrúnu núna á Laugardaginn. Fylgist vel með því.

sunnudagur, október 09, 2005

Hei kanina...


...hehehe...Annars ætla ég að nota tækifærið og athuga hvort SauMA sé ekki ennþá starfrækt???????????? Ég ætla að halda næsta saumaklúbb, helst NÚNA í næstu viku. Er það ekki bara málið?

Endilega kommentið og látið mig vita hvort svo sé(!!!!!).