TIPISK BLAÐAMENNSKA
Rakst á yfirsögn í norska dagblaðinu Verdens Gang, þar stóð stórum stöfum "NORSKAR KONUR FÆÐA MEST OG VINNA MEST" svo stóð undir "Norskar konur geta allt! Könnun sýnir að norskar konur eru á toppnum í heiminum hvað varðar vinnu og fjölda barna." Svo þegar maður les alla greinina stendur " í Noregi vinna fleiri en 76% kvenna sem eru á barneignaraldri, til samanburðar má nefna að á Írlandi er talan 53%. Prósentuhlutfallið er svo enn hærra hjá smábarnamæðrum á atvinnumarkaðnum!" En neðst stendur að sjálfsögðu "Aðeins á Íslandi er hlutfall kvenna á barnseignaraldri á atvinnumarkaðnum hærra en í Noregi. Þar fæðast einnig fleiri börn hlutfallslega."
hmmmmm....hvernig væri að segja stundum rétt frá...
Partýið hjá Rebbu var ákaflega fjörugt, ég ætla að nota daginn til að hlaða inn nokkrum myndum til sýningar...(margar þeirra eru ekki hæfar öllum og verða því ekki til sýnis).