sunnudagur, maí 28, 2006

útskiftar garðpartyið mitt...

....gekk svona glimrandi vel! Daginn fyrir veisluna var ákveðið að halda veisluna í fína skjólsæla garðinum mínum þrátt fyrir óhugnalega veðurspá :skýað og rigning. En nei, nei, nei, þegar fyrsti gesturinn gekk inn um garðhliðið dró frá sólu og himininn varð kóngablár á augnabliki. Garðurinn varð að hitapotti. Súpa, nýbakað brauð, kalt hvítvín, kaldur bjór, ekta cider, gott kaffi og Ben&Jerry´s chocolate fudge icecream. Svo ekki sé minnst á eðalfólkið sem mætti á staðinn :) Það þurfti að deila út gömlum sólgleraugum og fólk afklæddist. Fyrsti gesturinn kom um eitt og þau síðustu sátu með mér "tipsy" í sólinni til sex um kvöldið.
Ég verð nú bara að segja að ég er himinlifandi yfir þessu öllu saman, hér verða sko haldnar margar veislurnar um ókomna framtíð! Takk fyrir mig!

Mamma mín (er í svuntu að sjálfsögðu) á ein heiðurinn að þessu öllu saman :):):) :*

miðvikudagur, maí 24, 2006

æi uff


ég er gjörsamlega búin að vera. Þetta hefur verið svaka törn þessi próf mín, en nú eru þau búin. Nú er ég byrjuð að vinna og það er, skal ég segja ykkur, mjög góð tilfinning!!!
Ofsalega er þægilegt að hafa svona fastann punkt í til tilverunni, vinna alla virka daga, og svo bara frí annars, yndislegt. Þvílíkur léttir, ég er augljóslega ekki skóla"týpan", ég er náttúrulega að fatta það núna. Hefði sko bara átt að byrja strax að vinna við eitthvað eftir stúdent og vinna mig upp í þjóðfélaginu, fá reynslu í hinu og þessu en eiga samt pening til að gera eitthvað annað, eins og t.d. að ferðast!
Jú, jú, það getur verið sniðugt að mennta sig í einhverju ákveðnu, EN ég veit um nokkra fyrirmyndar einstaklinga sem kláruðu ekki einusinni stúdentinn og eru í flottum stöðum í skemmtilegri vinnu. Það getur nefnilega verið svo villandi að fara í eitthvað ákveðið nám, þá er maður jafnvel búinn að festa sig í einhverju sem maður vildi ekkert festast í. Tökum sem dæmi tannlækna og dýralækna. Það á víst að vera hærri sjálfsmorðstíðni hjá þeim en nokkrum öðrum starfsstéttum. Enda eru þetta löng nám (5-6 ár) plús sérhæfing eftir það, en algerlega búnir að mála sig útí horn. Þeir geta ekki ákveðið að vinna við eitthvað annað og nota kunnáttu sína í það (allavega mjög takmarkað). Svo eru það svipaðar stöður :hjúkrunarfræðingar og læknar en þeir geta a.m.k. valið um vinnustað skóla, sjúkrahús eða einkastofu. Farið einn og einn mánuð í hjálparstarf útí heimi o.s.frv. Svo ekki sé minnst á bókmennta-,viðskipta-,stjórnmála-,mannfræði-,líffræði-,myndlistar- eða verkfræðinema sem verða jafn mismunandi og þau eru mörg. Samt heyrist háværast í þeim "ég enda örugglega sem kennari", "við hvað vinnur svona blablafræðingur eins og ég!", "buhu, ég fæ aldrei vinnu og þarf að lifa á atvinnuleysisbótum"
Þetta er allt spurning um að geta valið sér á milli nokkra þátta og svo breytt til. Og þeir sem eru í þannig stöðu, hver sem hún er nú, virðast vera ánægðastir með stöðu sína.
Jæja, nóg um þetta, ég er allavega ánægð þar sem ég er akkúrat núna, því ég var greinilega farin að þrá að fara að vinna. Bæbæ skóli, bæbæ próf, halló launaseðill, halló frí þegar það er frí!