þriðjudagur, maí 22, 2007

sma leti...eða eitthvað...

þetta er orðið svo mikið maður! Úff! Blogg-ið, myspace-ið, barnaland-ið, msn-ið og núna það nýjasta hjá mér "facebook", þar á ég víst að geta hitt öllu gömlu bekkjavinina í Noregi, jepps...
Kannski þessvegna sem maður bloggar nánast ekki neitt....
Ég er hætt að horfa á sjónvarpið því tölvan étur mig þessa dagana.

Ég ætlaði nefnilega alltaf að blogga um t.d. Evróvisionið. Mér fannst lagið sem vann ÆÐISLEGT. Ég hélt með því, en datt náttúrulega ekki í hug að það myndi vinna því það var sorlegt og tilfinningaþrungið OG sungið af konu sem sýndi ekkert hold.

Og svo ætlaði ég líka alltaf að blogga um kosningarnar. Mér fannst þær svo spennandi í ár. Reyndar hef ég aldrei á ævi minni haft áhuga á stjórnmálum. Ég geyspaði í hvert skipti sem einhver byrjaði að tala um stjórnmál í mörg ár, vá hvað mér fannst það tilgangslaus umræða!
En nú er tíminn allt annar hjá mér. Mig langar bara í pólitíkina einhverntíma. Ég held að þetta sé geggjað gaman! Og núna er loksins skemmtilegt að pæla í þessu.

Jæja, þangað til næst!

miðvikudagur, maí 09, 2007

Er komin með gubbuna!!!

Arg. Vá hvað sumir hlutir fara BARA í mínar fínustu! Helv... kosningaskoðanakannanir..til hvers eru þær eiginlega?!?!?! Mig grunar að þetta sé bara ein leið fyrir fjölmiðla að fylla upp í annars útþynntan fréttatíma. Jesús, hvað þetta er óáhugavert, óáreiðanlegt og ónauðsynlegt! Hverjum er ekki sama hvað dauðþreytt fólk útí bæ ákveður að svara, einhverjum Gallup starfsmanni sem hringir og truflar það á matmálstíma, hverju sinni. Þetta er bara kjánalegt.
Ég veit ekki með ykkur, en mér fannst það 0% merkilegt þegar fylgi XB hækkaði um 9% einn daginn. En samt fjalla heilu fréttatímarnir um þetta og alltaf, ALLTAF er einhver spurður, hvort sem það er stjórnmálamaður, stjórmálafræðingur eða einhver Jón útí bæ sem treður sér í Kastljósið "hvað telur þú valda þessari aukningu á fylgi XX?". Ég þoli ekki þessa skitnu spurningu! Hvað veit þetta fólk um það? Ástæðan getur líka verið hvað sem er! Afhverju vera að velta sér upp úr því?! Fylgið breytist hvort sem er í næstu könnun, sem er tekin næsta dag!!! Og aftur verður fjallað um það í bæði útvarpi og sjónvarpi!

Ugly Betty er að byrja!!! Kisskiss!