sunnudagur, nóvember 07, 2004

Örlaganornin
Það er eitthvað sem angrar mig. Eitthvað smá bögg í gangi Svona tilfinning sem segir manni að maður er ekki að fara neitt. En samt er það ekki vandamálið. Ég er alveg að fara eitthvert. Það er kannski meira hvort ég er að fara á réttann stað. Á stað sem hentar mér best?

Þetta þykir mjög óþægileg tilfinning. Þessvegna voru "örlögin" fundin upp. "Örlaganornirnar spinna þennann örlagavef". Eins og við gætum engan vegin haft stjórn á ferðum okkar... Eins og við ráðum ekki stefnu okkar í lífinu... Þá er ábyrgðin tekin af okkur og við þurfum ekki lengur að líða illa yfir því hvort við höfum tekið réttu ákvarðanirnar eða ekki.

En ég trúi þessu bara ekki. Við hljótum að geta ráðið örlögum okkar alveg helling. Það er bara spurning um ákveðni og sjálfsöryggi eða vanmátt og leti.
Það eru þá til örlaganornir. Ég er örlaganornin mín.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home