mánudagur, september 19, 2005

STRIÐ við Stræto bs!

ég fékk strax svar frá Strætó bs. og það sauð í mér. SAUÐ!:

Komdu sæl Ingveldur Gyða og þakka þér bréfið.
Mér þykir leitt hvernig fór með Strætóferð mömmu
þinnar og er að vinna í því að fá skýringar frá
vagnstjóra um þetta atvik.
Strætó bs.telur sig ekki bera ábyrgð þó ferðir misfarist
og greiðir þar af leiðandi ekki fyrir leigubifreið sem ók
ykkur mæðgum til leikhússins.
Kveðja ÞH.

(GUÐ HVAÐ ÞETTA ER MIKIÐ RUGL!!!!!!þessi maður lét þetta hljóma eins og ég væri bara að reyna að kreista út úr þeim pening fyrir dýrum leigubíl og varð þessvegna að skrifa þeim aftur, nú er stríð...)

Sæll Þórhallur,
Strætó bs. telur sig ekki bera ábyrgð þó ferðir misfarist...hvað þýðir það?
Það getur (eins og þú veist) þýtt hvað sem er.
Þetta var ekki hvað sem er.
ÞETTA var ekki bilun í vagni, slys né verkfall.
Þetta var 100% á ykkar ábyrgð, sérstaklega þegar starfsmaður ykkar keyrir blákallt framhjá VIÐSKIPTAVINI YKKAR sem var BÚINN að BORGA fyrir farið!!!!!!
Ég þori að veðja að þið berið heldur ekki ábyrgð fyrir því þegar drasl mánaðarpappírskortin sem þið seljið 1.útjaskist þannig að ekki er hægt að lesa á þau áður en þau renna út , 2. þeim sé stolið, 3. þeim er týnt. Þó að það sé búið að greiða fyrir þau. Þetta er nákvæmlega engin þjónusta.
Þið berið ekki ábyrgð fyrir því ef strætó kemur alltof seint, fer alltof snemma eða kemur bara alls ekki.
Þið berið semsagt ekki ábyrgð á neinu.
Af hverju er ég þá að borga fykkur langt fram í tímann til þess eins að láta svindla svona illa á mér og öllum í kringum mig sem asnast til að taka strætó.
Í morgun lenti ég á bílstjóra sem fór strax og hann var búinn að reykja(3 mínútum of snemma) frá Hlemmi og var komin á Lækjartorg þegar hann átti að fara frá Hlemmi, hann hélt áfram að bruna þangað til að hann stoppaði í Hamraborg og gat því tekið sér 6 mínútna reykingapásu. Þú getur rétt ímyndað þér hversu margir "misstu af honum" frá Hlemmi að Hamraborg þrátt fyrir að hafa komið á réttum tíma á stoppustöðina. Á meðan sátum við inní vagninum og biðum eftir því að vagnstjórinn var búinn að fá skammtinn sinn.
Ég þori að veðja þessum 2100 krónum að þú tekur ekki strætó (enda ekkert skrítið.)
Ég tek ekki mark á svari eins og "ber ekki ábyrgð þó ferðir misfarist". Það er nú bara þannig að einhver ber ábyrgð og í þessu tilviki ber móðir mín alls ekki ábyrgð. Því kemur aðeins Strætó bs. til greina að bera ábyrgðina, það sér hver heilvita maður. Ég ætlast í alvörunni til þess að móðir mín fái bætur fyrir þessu augljósu mistök ykkar sem þið berið augljóslega ábyrgð á.
Þið eruð snögglega búin að missa tvo viðskiptavini og megið örugglega ekki við fleirum.
Það er svo ykkar að ákveða hvernig þið náið þessum tveim fyrrverandi viðskiptavinum aftur, því óánægður viðskiptavinur smitar hratt út frá sér=það er viðskiptafræði 101 og ég vona fyrir hönd ykkar í Strætó bs. að einhver þar sé menntaður á því sviði.
Hlakka til að heyra í þér aftur.
Kær kveðja Ingveldur.

Ohh shit ég er svo mikil b****

53 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Láttu þá heyra það
Sjáumst fljótlega
Birkir Rafn

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég styð þig algerlega í þessu.. Þeir eru algjörir kjánar þessir menn.Ég lenti í því um daginn að strætó keyrði fram hjá mér, án þess að stoppa. Ekki nóg með að ég missti af honum, þá voru einnig 3-4 manns sem misstu af honum líka. Ekki nóg með það, þá var bílstjórinn að tala í símann. Síðan er þetta nýja kerfi algerlega að gera í buxurnar. Hvert sem ég fer með því, þá tekur ferðin alltaf lengri tíma heldur en í gamla kerfinu. Ekki hef ég heyrt í nokkrum manni árétta það að hið nýja kerfi sé á nokkurn hátt betra en hið gamla.

Ég hef talsverða þekkingu á því að koma fram við viðskiptavini, en sú þekking á engan veginn heima hjá Strætó BS. Bílstjórarnir láta alltaf eins og þeir séu að gera manni þvílíkan greiða með því að vinna þessa vinnu. Hinsvegar eru þó undantekningar á því eins og öllu öðru.

Ég er 20 ára og ekki kominn með bílpróf, og sá enga sérstaka ástæðu til að drífa mig í að taka það- Þangað til hið nýja kerfi var tekið upp! Er markmiðið það að taka aldrei aftur strætó eftir nóvember mánuð.

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

you go girl !

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Leiðinlegt að lenda í svona, en ótrúlegt að ætlast til þess að Strætó BS borgi fyrir þig leigubíl.

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl ég þekki þig ekki neitt en váhh hvað ég varð pist við að lesa þetta ....ég sjálfur lenti nokrumsinnum í að það var bara keyrt framhjá mé rog í öll skipti hringdí ég brjálaður niðureftir ..og ég hef ekki tekið strætó síðan þair breittu kerfinu :Þ

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið óskaplegt tuð er þetta. Hjá strætó vinna tugir manna og þó að einn og einn sé vitleysingur segir það lítið um kerfið í heild. Ég tek strætó á hverjum degi og finnst nýja kerfið alveg ágætt. Hvernig er það svo... á að hætta að keyra líka þegar tveir eða þrír asnar í umferðinni svína á þig eða taka af þér einhvern rétt sem þú ættir að hafa?

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sjitt stelpa,
láttu helvítin heyra þetta! það er löngu kominn tími á að þær dragi höfuðið úr rassinum á sér og fari að reka þetta fyrirtæki sómasamlega! ég hef bara aldrei séð jafn lélegar almenningssamgöngur eins og eru heima á íslandi... stattu þig stelpa og ekki láta þá komast upp með neitt múður!!

NoFear - www.folk.is/nofear

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

You go girl :D

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig getur þér fundist að Strætó eigi að borga fyrir að passa ekki upp á (græna, rauða, gula eða skóla)kortið þitt. Auðvitað er það þitt mál ef það máist svo illa að það er ólæsilegt, að ég tali ekki um ef þú týnir því. Ekki biðuru bankann þinn að endurgreiða þér þegar þú týnir peningum? Hins vegar er annað mál að þeir mega alveg vanda valið á prentuninni og pappírnum.

Leiðindamál vissulega, en ég er sammála þeim sem segja ótrúlegt að þér finnist að strætó eigi að borga fyrir strætóferð fyrir ykkur mæðgurnar. Það er náttúrulega lítið vit í því.
Síðan er ég á því að á heildina litið séu bílstjórarnir ágætir þrátt fyrir að skussar komi inn á milli. Þú getur rétt svo ímyndað þér skítinn sem þeir lenda í á hverjum degi.

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Djö er ég ánægð með þig stelpa! :)

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull er ég sammála þér. plús það að maður er engan veginn öruggur í strætó því bílstjórarnir keyra eins og brjálæðingar.

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú sagðir:
"Hvorug okkar á bíl. Mamma segir "hei, tökum strætó!" ég segi "frábær hugmynd, þá getum við jafnvel fengið okkur rauðvínsglas í hléinu!"

Það er auglóst að þú ert að ljúga og þú mátta það alveg, á blogg síðunni þinni þegar þú hefur ekkert að segja.

Það er augljóst að það er ekki heil brú í því sem þú segir. Ef hvorug ykkar á bíl hvaða máli skiptir rauðvínglasið hvort þið takið leigubíl eða strætó.

Strætóbílstjóri

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég vill líka vara við bílstjóra sem keyrði S1 suður í Hafnarfjörð á Reykjavíkurveginum að kvöldi laugardagsins 17.september sl. kl 22:31. Ég er að aka við hlið hans á vinstri akgein og strætó á hægri akgrein. Skyndilega fer hann á miðja götuna og bæði ég og strætóinn förum yfir gatnamótin við Hjallahraun og ég stefni beint á umferðareyju því strætóinn var búnnað þröngva mér af götunni. Hvað er málið?

september 20, 2005  
Blogger ingveldur said...

Elsku Strætóbílstjóri, gerir þú þér grein fyrir að eitt rauðvínsglas kostar um 500-600 kr í Borgarleikhúsinu? Þess vegna er ég "miður mín" fyrir að hafa ekki skrifað í fyrsta e-mailinu:
"frábær hugmynd, þá getum við jafnvel sparað okkur pening með því að taka strætó og fengið okkur rauðvín fyrir peninginn í staðinn fyrir að eyða honum í leigubíl. Því enginn skítur peningum, er það nokkuð?"
Já, vá ég sé það núna, ég var svoooo augljóslega að ljúga...

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu algjör þrölli eða??? að nota strætó er eitthvað það fáránlegasta sem um getur, þú getur alveg eins skriðið þetta og yrðir samt fljótari. Og hvaða drullumáli skipta nokkrir hundraðkallar??? Ekki kúk og kanil!!! Skil þess vegna ekki alveg reiði þína *-)

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessir strætóbílstjórar eru jafn misjafnir og þeir eru margir, ég hef lennt í því að strætó hafi keyrt fram hjá mér þegar ég var að bíða eftir vagni vegna þess að ég snæri baki í hann og var að horfa í hina áttina og veifaði honum því ekki. En samt, nýja kerfið er miklu miklu betra en það gamla...!

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alveg hjartanlega sammála þér. Ég tek aldrei strætó nema í brýnustu nauðsyn. Ég labba alltaf í skólann minn sem er í Breiðholti frá heimili mínu sem er í brekkuhverfinu í Kópavogi, það er löng og erfið leið og tekur um klukkutíma og korter, en það er samt skárra en að drepast úr kulda í einhverju skýli og bíða eftir strætó sem kemur alltaf hálftíma of seint og þar af leiðandi mæti ég of seint í skólann! Ég tek sko ekki þátt í svoleiðis kjánaskap.....

Svo lennti ég í því í fyrra að þurfa að taka strætó númer 18, átti að mæta á nemendaráðsfund í skólanum. Strætóinn kom og átti að beygja uppá Arnarneshæðina þar sem ég ætlaði út. Nema hvað, hann beygir í hina áttina frá Arnarneshæðinni og beint útá Hafnarfjarðarveginn!!! Ég hleyp náttúrlega frammí og segi gamla kallinum sem var að keyra að drullast til að stoppa og hann gerði það að lokum, og sagði að ástæðan fyrir því að hann sleppti því að fara uppá Arnarneshæðina væri sú að hann væri orðinn alltof seinn í Hamraborg....Gefur það honum rétt til að sleppa nokkrum stoppistöðvum??? Nei djöfullinn hafi það!! En ég varð allavega hálftíma of sein á fundinn.

Já Strætó BS er hollast að hysja upp um sig og þurrka af sér skítinn því þetta kalla ég ekki mannsæmandi þjónustu!

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég vil byrja á því að vitna í tvo einstaklinga sem að hafa nú þegar skrifað álit sitt á þessu bréfi.

"Hvernig er það svo... á að hætta að keyra líka þegar tveir eða þrír asnar í umferðinni svína á þig eða taka af þér einhvern rétt sem þú ættir að hafa?"

"Hvernig getur þér fundist að Strætó eigi að borga fyrir að passa ekki upp á (græna, rauða, gula eða skóla)kortið þitt. Auðvitað er það þitt mál ef það máist svo illa að það er ólæsilegt, að ég tali ekki um ef þú týnir því. Ekki biðuru bankann þinn að endurgreiða þér þegar þú týnir peningum? Hins vegar er annað mál að þeir mega alveg vanda valið á prentuninni og pappírnum."

Þetta segir nokkurn vegin allt sem að segja þarf. Það að þér finnist að Strætó eigi að bera ábyrgð á því að viðskiptavinir þeirra týni kortum eða að þeim sé stolið af þeim er auðvitað gjörsamlega útí hött. Þú hringir ekki og kvartar í aðilann sem að saumaði veskið þitt þegar að einhver hefur stolið því og peningunum sem að voru í því. Það er auðvitað á þinni ábyrgð að passa uppá kortin sem að Strætó Bs. selur þér, þeir geta ómögulega verið að standa í því að gefa kort, hægri vinstri, til þeirra vitleysinga sem að gefa félögum sínum eða fjölskyldumeðlimum kortin sín og krefjast síðan nýrra.

Farðu síðan út að hjóla, þú hefur gott af smá lofti í lungu og heila!

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef tekið strætó í næstum tvö ár. Ég er mjög sáttur við nýja kerfið, mér finnst það auðskiljanlegt og þægilegt. Ég vil líka segja það að ég hef, á þessum tveimur árum, lent á tveimur 'slæmum' bílstjórum. Einn sem keyrði of hratt og annar sem var eitthvað fúll. Það afsakast auðvitað af mjög stressandi starfi sem þeir gegna. Mér finnst út í hött að Strætó BS. eigi að borga þér pening fyrir leigubíl, þrátt fyrir að mér finndist gaman að sjá það að þú myndir vinna þetta 'stríð'. Annað var það ekki...

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég lenti sjálfur í smá stappi við strætó á menningarnótt.
Ég ásamt fjölda manns sem fórum í hellidembu strax eftir flugeldasýninguna tókum eftir því að það virtust bara ákveðnir vagnar vera koma (td komu 6 vagnar sem fara upp í hafnafjörð á sama tíma) Þegar ég loks fann einhver frá strætó þarna í allri ringulreiðinni (það var ekkert skipulaag) Þá tilkynnti hann mér að vagn 14 sem ég ásamt fjölda manns vorum að bíða eftir væri barasta hættur að ganga. Ég varð alveg fox illur.
Talaði svo við löggu þarna sem var alger snillingur og stoppaði næsta vagn sem kom og sagði honum að hann væri 14. Þá komst ég loks heim eftir yfir 1 klst bið.
Strætóinn varð gersamlega stappaður af rennblautu og hundpirruðu fólki. Þetta er bara ein af fjöl mörgum slæmum sögum sem fara af strætó BS

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekki hægt að ætlast til þess að strætó sé alltaf á réttum tíma miðað við gatnakerfið sem við búum við í borginni, veðurfarið á landinu almennt, og ekki síst umferðarmenningunni í landinu. Það heyrir til undantekninga að strætó sé gefinn séns í umferðinni, sem er oft svo þétt(sérstaklega þá í miðborginni og nánasta nágrenni) að það er nauðsynlegt að gefa þeim séns til þess að þeir komist leiðar sinnar. Strætóbílstjórar þurfa þá oft að vera ákveðnir og, að margra mati, frekir til þess að reyna að halda áætlun, sem að sama fólk og gefur þeim ekki séns, kvartar yfir að þeir haldi ekki. Að þessu gefnu er ekki gáfulegt að ætlast til þess að strætó sé á réttum tíma á hverri einustu stoppistöð, á hverri einustu leið, á hverjum einasta degi, en auðvitað vill hver einast maður að hann sé á réttum tíma þegar maður þarf sjálfur að nota hann. Tímarnir eru þess vegna aðeins til viðmiðunar, en ekki heilög loforð sem aldrei má brjóta. Strætóbílstjórar eru líka bara fólk, eins og við hin sem tökum strætó, og eru misjafnir eins og þeir eru margir. Fólk sem kvartar yfr því að strætó sé "alltaf" of seinn(eða of fljótur) , og að það verði þess vegna "alltaf" of seint í skólann, á fundinn, eða hvert annað sem það er að fara getur líka einfaldlega lagt aðeins fyrr af stað fyrst að hann er "alltaf" of seinn, náð fyrri ferð, og komið á réttum tíma, í stað þess að kenna strætó og bílstjórum þeirra um. Leiðakerfinu var breytt til þess að reyna að bæta þjónustuna við farþega strætó, en nýja leiðakerfið hefur hins vegar mátt þola brösulega byrjun. Hins vegar efast ekki um að meginþorri starfsfóls Strætó Bs. sé að gera sitt besta við núverandi aðstæður til þess að veita sem besta þjónustu. Þess vegna finnst mér algjör óþarfi að hrauna ómaklegum, og oft vafasömum athugasemdum yfir fyrirtækið í heild og alla starsmenn þess. Fyrirtæki í þjónustu reyna fæst að svindla markvisst á viðskitavinum sínum, enda skilar það sér bara í minni viðskiptum, og ég efas um að Stætó sé að reyna að svindla á þér kæra Ingveldur. Ef þú gætir sett þig í spor strætómanna held ég að þú gætir átt mun uppbyggilegri og siðvandaðri samskipti við þá, sem væru þá mun líklegri til að ná fram þínum markmiðum og að fá hljómgrunn fyrir þínum athugasemdum.
Kær kveðja, Jón Grétar

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, sjálfur hætti ég algjörlega að taka strætó um leið og nýja leiðarkerfið kom og ég tók strætó daglega áður. Kærastan mín notaði strætó líka daglega til að fara í skólann en eftir að hún prófaði nýja leiðarkerfið gafst hún upp og gengur núna daglega, og það er allveg 20-25 mínútna labbitúr, sem hefði í raun og veru verið lengri ef hún tæki strætó.

Palli Moon

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Eina það sem er að pirra mig þessa daganna er að afhverju er Ryan í O.C. svona heppinn að lenda með gellu í eðlisfræðiverklegri, ég er t.d. aldrei svona heppinn

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég keypti mér bíl útaf þessu nýja strætókerfi. Það var ekki lengur hægt að taka strætó í skólann

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég tók eitt sinn strætó daglega í Reykjavík. Oftar missti ég af strætó en ekki. Ástæðan var oft óstundvísi mín en oftar óstundvísi strætó.

Á Akureyri er málið mun einfaldara. Maður getur valið um leið 1,2,3 eða 4. Það gildir þó einu hvaða leið þú tekur vegna þess að þeir fara allir nokkurnveginn sömu leiðiina að því er virðist. Ekki nóg með það heldur fara þeir á ca klukkutíma fresti þannig að það er hending ef maður þarf að taka strætó á Akureyri.

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Fólk er ekki nema mannlegt, ef þú getur ekki sætt þig við það truntan þín mæli ég með að þú skjótir þig í höfuðið.

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Kæru landsmenn. Mikið er skrifað og skammast í Strætó. Eðlilega er sumt rétt en annað ekki. Sumir dæma án þess að þekkja málavöxtu. Þar var svo líka talað um gul, rauð og græn kort ef ég man rétt og slælega prentun. Ef einhver glóra væri á lífi hjá þessu fólki á Strætó væru kortin plöstuð eða sett upp á plastspjöld líkt og kreditkortin. Þetta er einfalt og þarf ekki að kosta nein ósköp. Hver sá sem svo kaupir þessi kort er sjálf(ur) ábyrg(ur) fyrir kortunum og hvort þau tínast. Það er alveg sama og einn nefndi með peninga. Ekki heimtarðu að bankinn skaffi aftur peningana sem þú "óvart" notaðir illa í gær. Takið fram brosið og notið það svolítið oftar í stað þess að skammast út af smámunum. Ef þú missir af strætó og kemur of seint í leikhús eða bíó eða á tónleika, hefðir þú kannski átt að hafa fyrirhyggju til að leggja fyrr að stað. Mikið gæfi ég fyrir að sjá ykkur standa úti á stoppustöð í sparigallanum þegar strætó brunar framhjá ykkur. Ha ha ha.

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

vá þetta sníst ekki um það að strætó hafi farið fram hjá ykkur.þér er allveg sama um það. þú vildir bara þetta rauðvíns glas. spurning að láta þá bara bjóða þér eitt rauðvínsglas og tjekka hvort að þú róist ekki. en ég held reindar að það sé ekkert að róa þig. þú vilt bara pening þér er allveg sama þó að kerfið verði svona áfram. afhverju krefst þú ekki bara að þeir lagi þetta ekki vera að betla þessa peninga.....
hann er að reina að fá skíringar afhverju þetta er að gerast. kanski eru þeir að reina að finna lausn, ég veit ekkert um það, þú ekki heldur. kanski er þetta þeirra stærsta vandamál og þú sýnir þeim bara óhreinan afturendan það hjálpar ekki afhverju bíðst þú ekki bara til að hjálpa þeim.....

en þetta er e-h sem þú verður að eiga við sjálfa þig. ÞÚ útjaskar kortið þitt, þú getur haft það í litlum plast vasa.

síðan eitt farðu að hjóla það er heilsu samlegt, þú losar um streitu,spennu og þú er flót ferða þinna....

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Var einmitt að heyra um það frá vini að strætóinn keyrði bara framhjá honum og hann varð seinn í skólann, frekar asnalegt og þetta sýnist gerast frekar oft :D

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

mér fannst nýja strætókerfið ekki neitt sniðugt fyrst en ég bara lagðist niður í bókina eit kvöldið og komst að því hvaða leiðir fara sem ég þarf að komast.. t.d. 11 fer í skólann, s2 og 15 fara í vinnuna og svo fer 14 í laugar..og það er það sem ég komst að með hjálp bókarinnar og hjálp konanna á hlemm þær eru þar til að hjálpa svo hættið að væla og verið stundvísleg.jújú ég viðurkenni alveg að ég hef margsinnis misst af strætó en ég bara redda því...ég fer ekki og skammast í strætó bs. þeir hafa nóg að hugsa um heldur en að einhver stelpa komi og skammast í að strætó hafi ekki verið á sama tíma og ég. Svo ég held þessu fyrir sjálfa mig og kyngi þessu. En það er tvennt sem strætó mætti bæta er 1.lækka verðið á unglingaferðum það er svo lítið mikið að hafa 220 kr. og svo 60 kr. fyrir börn afhverju ekki bara 60 fyrir börn 120 fyrir unglinga og svo 220 fyrir fullorðna en þetta er bara mín skoðun. Svo númer 2 er að fjölga strætó stöðvunum það er stundum mjög langt að fara á milli staða og þetta er erfitt fyrir eldriborgara og öryrkja en ég á ekkert erfitt með þetta ég er heilsuhraut og ég get auðveldlega labbað en það er mikið þægilegt að taka strætó.
Þetta er mín skoðun á Strætó og mér finnst þeir vera að gera sitt besta, og ég er ánægð með nýja kerfið. svo mér finnst alveg óþarfi að reyna að láta strætó borga fyrir leigubílinn. Maður á bara að vera komin 5 mín. áður en vagninn kemur. Og þá fer allt vel
Takk fyrir mig.

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ég lenti í þessu líka á síðasta laugardag... var upp í hamraborg að bíða eftir vagni sem átti að koma 01:00 eftir miðnætti... var kominn upp í hamraborg 10 min í 1 og beið til 20 min yfir eitt og gafst þá upp og labbaði heim til mín í laugardalinn....

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég á bíl, og er með bílpróf!

Mér líður ágætlega!

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

það fattar engin að vera strædobílstjori i þessu nyja leiðakerfi er horror .. þeir eru svo margir bunir að segja upp enda eiga þeir i vandræðum með að manna stoður hjá ser hvort sem það er i rvk eða hafnarfirði :( eg by með strædobilstjora .. hann ehfur keyrt lengi og er buin að gefast upp nuna ut af þesu kerfi .. álag á þa og farþegarnir raðast a bilstjorana i stað að ráðast á asnana sem hönnuðu kerfið ..... og líka ef bílstjori ser folk i skyli sem bregst ekki við þegar vagnin kemur þá keyrir hann framhja .. maður þarf að syna sma viðbragð þá stoppar hann ... serstalega þar sem margir vagnar stopp a????????????????????????????????''

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála Gulla.

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð nú bara að segja að ef strætó yrði lagður niður og hjólabrautir settar fyrir penigninn sem sparast þá myndi þetta allt lagast, ég hjóla alltaf í vinnuna og útum allt, er oftast fljótari en þessir strætisvagnar!

september 20, 2005  
Blogger radmanesh said...

Ég ætla að vitna í tvo pósta
einn frá Unni
"Þetta er mín skoðun á Strætó og mér finnst þeir vera að gera sitt besta, og ég er ánægð með nýja kerfið. svo mér finnst alveg óþarfi að reyna að láta strætó borga fyrir leigubílinn. Maður á bara að vera komin 5 mín. áður en vagninn kemur. Og þá fer allt vel
Takk fyrir mig."
Unnur virðist ekki hafa lesið bréfið!

og svo frá Anonymous
"Ég verð nú bara að segja að ef strætó yrði lagður niður og hjólabrautir settar fyrir penigninn sem sparast þá myndi þetta allt lagast, ég hjóla alltaf í vinnuna og útum allt, er oftast fljótari en þessir strætisvagnar!"

Uhhh kannski vegna þess að veðrið á íslandi á veturna er ekki þannig að maður með viti færi að hjóla þá!!!! That´s why.

Varðandi alla þessa umræðu. Allir hafa lent í því að strætó keyrir framhjá þeim, auðvitað er það pirrandi en sættu þig við það þeir eiga aldrei eftir að borga ef þú suðar. Þú þyrftir að lögsækja þá til að eiga einhvern séns. En svona í alvöru talað slepptu því bara.. frekar þá að láta Strætó Bs draga upphæðina af launum bílstjórans eða eitthvað.

Jæja ef ég held áfram kemur bara eitthvað bull því ég er orðinn ógeðslega þreyttur.

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Strætó bs = public transportation = eithvað sem klikkar reglulega, er alltaf nett pirrandi og kostar alltof mikið.
Strætó keflavík public transportation = eithvað sem klikkar reglulega, er alltaf nett pirrandi en kostar ekki neitt.
Afhverju er alltaf allt sem er rekið af borginni á hvínandi kúpunni, og afhverju kostar þetta svona góðan slatta miðað við áreiðanleika?

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Röfl og fjandans nöldur!

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Quote:
Ég þori að veðja að þið berið heldur ekki ábyrgð fyrir því þegar drasl mánaðarpappírskortin sem þið seljið 1.útjaskist þannig að ekki er hægt að lesa á þau áður en þau renna út , 2. þeim sé stolið, 3. þeim er týnt. Þó að það sé búið að greiða fyrir þau. Þetta er nákvæmlega engin þjónusta.

Kæra Ingveldur... vilt þú ekki bara sjá um reksturinn á Strætó BS og gera betur? Gerðu það og láttu okkur svo vita!

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

jæja ég er feitt sammála þér að þetta er bara algjört kjaftæði þetta rugl með strætó sérstaklega nýja kerfið ég þarf að taka strætóí vinnuna og skólan og það kemur fyrir að strætóinn fer of snemma eða kemur of seint svo að ég mæti of seint í vinnuna eða skólan og það kemur ekki vel framm á einkunum né launum svo áfram Gísli Marteinn

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

aljgörlega sammála. þetta er allt saman hand ónýtt hjá þeim, annað hvort langt á undan áætlun eða langt á eftir áætlun

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

æi í guðana bænum hættu að væla fólk eins og þú ættir að vera inna og ekki nýta þér neina þjónustu því ekkert er greinilega nógu gott handa þér

september 20, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hrikalega skil ég þig vel, þú ert búinn að greiða fyrir þjónustu
sem þú ert ekki að fá, og yfirleitt held ég að þjónustu fyrirtæki sjái sér
hag í að bæta vv. það upp ef starfsmaður fyritækisins veitir slæma þjónustu
sem ég tel þetta vera.
held samt miðað við hvað þetta fyrir tæki hefur alltaf verið sér til sóma efast ég stórlega umm að þeir bæti þér þetta upp með einhverju meirru enn skiptimiða
ég man bara hvernig þetta var fyrir svona 5-6 árum (áður enn ég varð 17) og miðað við allt sem maður heiri hafa hlutirnir ekki skánað mikið með tímanum
p.s. ég las svona helminginn af commenunum á unan mínu hrikalega fynst mér einsog fólk lesi ekki eða taki ílla eftir því að nokkur comment þarna sem fólk hefði nú mátt aðeins ath hvað það var að skrifa og hvort að það á annaðborð passaði við blogfærsluna

september 21, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er nokkuð sammála því að strætó kerfið sé ekki að gera sig, en ég ætla að byrja að segja ykkur frá því sem ég lenti í síðasta vetur. Fyrsta daginn sem kom verulegur snjór, um miðjan nóvember, var ég að fara úr kópavogi niður í miðbæ. Ég beið og beið og hélt að strætóinn væri bara seinn en hann kom ekkert fyrr en í næstu ferð. Þetta var pirrandi en ég skildi þetta vel þar sem það var gífurlegur snjór. En daginn eftir þegar ég var að fara í skólann lenti ég í því sama, strætóinn missti ekki úr eina ferð heldur tvær í röð, svo ég beið úti á strætóstoppistöð í 45 mínútur og varð veik í tvo daga eftir það! Ég hefði skilið eina ferð, en ekki tvær í röð!

Núna ætla ég þó að tala um nýja kerfið. Ég hef ekkert þurft að taka strætó í sumar en nú þegar skólinn er að byrja get ég ekki alltaf fengið bílinn lánaðann svo ég tek strætó. Það tekur mig 40 mínútur að komast í skólann! Mér finnst það fullmikið þar sem ég er 12 mínútur að keyra þetta! Ég hef nú bara tvisvar þurft að taka strætóinn heim en í bæði skiptinn þá hefur það tekið klukkutíma, og það eru engar ýkjur. Ég tók strætóinn heim í gær. Ég var búin á fundi klukkan fimm mínútur í 6 og hljóp út á stoppistöð hjá MK þar sem strætóinn átti að fara frá Hamraborg klukkan 18:00. Kerfið breytist klukkan 6 í kvöldkerfi en ég gerði nú ráð fyrir að þeir myndu keyra síðustu ferðina en gerðu það ekki. Svo þurfti ég að bíða 20 mínútur í mjóddinni eftir næsta strætó í árbæinn! Það að fara á milli tveggja hverfa er erfiðast. Ef maður er að fara úr hverfi og í bæinn er kerfið í lagi!

Ég reyni að taka strætó eins lítið og ég get, ég er svo heppin að fá bílinn hjá kærastanum 3 daga vikunnar og svo í flest sem ég þarf að gera!

Mér fannst gamla kerfið betra!

Sigrún

september 21, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig væri að ákveða eitt leiðarkerfi og setja það upp með sporvögnum. Þá væri svo dýrt og mikið vesen að breyta því að það myndi allaveganna endast í e-h tíma og allir myndu læra á það og venjast því og vera jákvæðir út í það. (+ hvað er spennandi að passa sig að verða ekki fyrir sporvagni :)

september 21, 2005  
Blogger gummih said...

Það á auðvitað að:
A) leggja strætó niður, selja allt klabbið og lóðina þeirra að Kirkjusandi (á ekki borgin annars ennþá sæmilegan hlut í þessu drasli?)
B) nota það smotterí sem fæst úr því og leggja í almennilega fjárfestingu sem felst í því að byggja upp upplyftan tein fyrir hljóðlátar lestir í reykjavík sem myndu leysa strætó af hólmi.
C) Með því fengjust tíðar ferðir sem eru svo til alltaf á réttum tíma
D) fleiri gætu notað samgöngurnar
E) Fólk sem býr ekki innan 3km frá miðbænum getur actually notað almenningssamgöngur að staðaldri án þess að sóa í það 2 klukkutímum á dag.
F) Lestirnar myndu ganga fyrir rafmagni og ekki innfluttri olíu sem stöðugt hækkar.

september 21, 2005  
Blogger gummih said...

svo á auðvitað líka að henda Reykjavíkurflugvelli og setja á því svæði almennilega samgöngumiðstöð (grand central) þar sem innanlandsflug (annaðhvort frá keflavík með lest eða nýjum flugvelli í hrauninu milli hafnarfjarðar og grindavíkur), millilandaflug, almenningssamgöngur Reykjavíkur og rúturferðir tengjast allar saman á einum stað. Vitið þið hvað það er gjörsamlega fáránlegt að koma frá öðru landi og komast að því að strætó stoppar ekki á BSÍ og að aðeins einn strætó stoppar á Reykjavíkurflugvelli?

september 21, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hættu þessu væli og fáðu þér bíl, hver hefur ekki misst af strætó !

september 21, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. 2Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. 3Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? 4Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: ,Lát mig draga flísina úr auga þér?' Og þó er bjálki í auga sjálfs þín. 5Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.

Gefið ekki hundum það sem heilagt er, og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum, og þeir snúa sér við og rífa yður í sig.

september 21, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hey ble:

Allir lenda í því að missa af strætó, en það á ekki að gerast að strætó missi af viðskiptavinum sem bíða við stoppustöðvar. Lestu bloggfærsluna.

september 21, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er líka hægt að fá gula-,græna-,rauða og skólakortið plastað inn fyrir mann fyrir lítið sem 50 kr. fyrir þá sem geta ekkert annað en að skemma hluti, ég hef verið með rauðakortið (óplastað) í meira en 2 ár og hef hent því bara beint í veskið eftir notkun og ekki hef ég séð letrin vera eitthvað óskýr eftir það.

september 21, 2005  
Blogger Katrin said...

At 3:23 PM, gummih said...
svo á auðvitað líka að henda Reykjavíkurflugvelli og setja á því svæði almennilega samgöngumiðstöð (grand central) þar sem innanlandsflug (annaðhvort frá keflavík með lest eða nýjum flugvelli í hrauninu milli hafnarfjarðar og grindavíkur), millilandaflug, almenningssamgöngur Reykjavíkur og rúturferðir tengjast allar saman á einum stað. Vitið þið hvað það er gjörsamlega fáránlegt að koma frá öðru landi og komast að því að strætó stoppar ekki á BSÍ og að aðeins einn strætó stoppar á Reykjavíkurflugvelli?



S1 S2 S3 S4 S5 S6 og 14 og 15 stoppa hjá bsí ;) og ég held að 15 stoppi líka hjá Rvk.flugvellinum.

september 21, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

parf ad athuga:)

janúar 16, 2010  

Skrifa ummæli

<< Home