fimmtudagur, mars 09, 2006

Sjon er sögunni rikari

AHA! Ég vissi það! Ég fór semsagt í bakarí og gömul kona var í röðinni fyrir framan mig að kaupa eitthvað og ég stóð fyrir aftan hana. Svo þegar ég hallaði mér til hægri til að lesa á auglýsingu, kemur skyndilega maður sem nemur staðar bakvið konuna og alveg ofan í mér þar sem ég stóð (eins og ég væri ósýnileg). Hann ætlaði að vera næstur á eftir þeirri gömlu! "Þvílík frekja", hugsaði ég og var náttúrulega staðráðin í að segja "er ekki í lagi með þig?" ef hann ætlaði að troðast fram fyrir mig (eins og leit út fyrir að vera að fara að gerast). Svo fattaði ég að það væri nú svolítið dónalegt að vaða svona beint í fólk og ætlaði fyrst að segja blíðlega "fyrirgefðu, en ég er víst næst", og svo ef hann hefði ekki hlustað á það, þá ætlaði ég að segja "er ekki í lagi með þig?". Já, gott plan! Ég ætla ekki að vera manneskjan sem hugsar "ó, ,ég er nú svosem ekkert að flýta mér neitt sérstaklega", "hmmm...hann hefur bara misskilið röðina eitthvað eða hreinlega ekki séð mig" ! NEi, nei, nei, ekki ég. Ekki eftir bloggið sem ég skrifaði um ísbúðina.
OG HVER VAR SVO ÞESSI MAÐUR SEM REYNDI AÐ TROÐAST FRAM FYRIR MIG; EINS OG ÉG HAFI EKKI VERIÐ ÞARNA?!?!?!?!?
Enginn annar en Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, mættur á svæðið til að troðast í röð, eftir að hafa svindlað milljónum ísl.kr beint úr vösum almennings! Svona menn geta ekki einusinni skammast sín!
Over and out!!!!

1 Comments:

Blogger Berndsen said...

Hann er svo ljótur hahahahahahahahahahaha.

mars 13, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home