fimmtudagur, október 19, 2006

ég er brjáluð!

Djöfull er ég reið núna!
Ég er búin að þjást síðan ég var sautján.
Er búin að fara til þriggja mismunandi sérfræðinga í kvensjúkdómum.
Tveir sögðu að ég væri eðlileg (eðlilegt að vera með innvortis blæðingu...)
Einn náði að minnsta kosti að nefna þetta ástand mitt "legslímuflakk", og það væri bara þannig.....æ..æ..æ...
Þessum læknum borgaði ég mörg tugi þúsunda, fyrir þessar skitnu upplýsingar.
Svo kemur bara í kvöldfréttum á RÚV að þetta sé alvarlegur sjúkdómur sem hrjáir 1000 konur(eða 3000, man það ekki)bara á ÍSLANDI! Sem veldur óbærilegum sársauka og ófrjósemi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Það er meiraaðsegja verið að stofna stuðningshóp fyrir fólk með þetta! Afhverju í andskotanum var mér ekki sagt þetta fyrr!?!?!?!
OG ÞAÐ ER TIL MEÐFERÐ Á ÞESSU!!! Af hverju var mér heldur ekki sagt það?
Kjánalegu skíta læknar.

Mín kenning er náttúrulega sú, af því að nú skrifa ég í reiðiskasti, að þeim(læknum) finnst þetta voða eðlilegt og "þetta er bara svona" "bíttu á jaxlinn"´=af því að þetta er legið.
Ef að t.d. heilinn myndi blæða innvortis þá er það vert að meðhöndla strax.
Ef að maginn blæðir innvortis er það vert að kanna.
Ef að ristill blæðir innvortis er það vert að kanna og rannsaka samstundis.
En NEINEI ekki ef það blæðir innvortis í kringum legið, yfir alltsaman sem þar er...má ég nefna þvagblöðru, eggjastokka og fleira. NEINEI. Við skulum ekkert rannsaka það neitt. Við skulum ekkert vita almennilega um þetta árið 2000 og fokking 6!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

ATH. þetta er skrifað í miklu æðiskasti og þó einhverjar "fullyrðingar" hér eru persónuleg skoðanir er mér ANDSKOTANS sama!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Úff greyið mitt. Getur ekki verið að hluti skýringarinnar sé sá að það vantar bara fleiri konur í læknastéttina. Ef karlar þyrftu t.d. að þola túrverki og aukaverkanir af pillunni væri ábyggilega búið að kippa því í lag.

Tóta

október 24, 2006  
Blogger t. said...

Já þetta er ótrúlegt hvernig læknastéttin fór með þig. En nú, þar sem vitneskja og meðvitund um þennan sjúkdóm er komin, verður tekið föstum tökum á þessu. Ekki fleiri fyrstu vinnudagar í vaskinn!!

október 24, 2006  
Blogger Kolbrun said...

mér finnst þú alveg mega vera reið - sérstakleg ef þú hefur ekki fengið neinar upplýsingar um sjúkdóminn. Endometriosis er samt mikið í rannsóknum núna - m.a. veit ég um íslenska rannsókn sem er held eg enn í gangi - þar sem verið er að ath erfðafræðilegan þátt. Það er samt enn mikið á huldu um endometriosis.

p.s. Sem betur fer eru ekki allar konur með sjúkdóminn ófrjóar.

En farðu nú og skammaðu þessa lækna sem upplýstu þig ekki neitt!!!

október 24, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

pant ekki vera læknir sem á von á þér í heimsókn...

október 24, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Guði sé lof að þú ert í læknisfræðinni! ÁFRAM SYSTIR!

P.S:nei...að vera ófrjór (ef svo er) er í lagi þegar maður á góða vinkonu sem hefur nú þegar boðist til að ganga með börnin mín fyrir mig :) takk þórhildur mín :D

október 24, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home