þriðjudagur, nóvember 07, 2006

að blogga...

...minnkar mikið þegar maður er komin á myspace líka. Svo er víst einhver önnur síða sem heitir "tagged", það er einhver að reyna að koma manni í það líka. Svo er náttúrulega msn og sms og gsm og Tv og dvd. Ég er búin að fá ógeð.

Eitthvað af þessu verður að fara.

PARÍS!!
Svo er það eina að frétta að ég er flogin til Parísar á föstudaginn og ætla að vera alla helgina (mánudag líka !! :))
Það verður fjör, þangað hef ég ekki farið áður. Ég er að fara að heimsækja norsku vinkonu mína sem býr þar í einhverju flottu hverfi, hún er sjálf að reyna að slá í gegn í leiklistarheiminum, svona eins og rosalega margir aðrir...
...hvernig er það? Er svona gríðarleg eftirspurn eftir leikstjórum, leikurum, höfundum, sviðshönnuðum, ljósamönnum og búningahönnuðum?
Já og svo kannast maður líka við svo ógurlegt magn af viðskipta-,hagfræði- og tölvunarfræðingum sem allir vinna í banka. Það er mjög mikil eftirspurn eftir þeim allavega.
Þessar tvær stéttir eru að blómstra mikið í dag.

Jæja, þangað til næst.

Lína dagsins: Sofðu á því.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

það er rétt. eitthvað af þessu verður að fara. ég mæli með mæ speisinu. það er náttulega bara stjúbidd dæmi sko.

nóvember 07, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home