laugardagur, nóvember 18, 2006

Paris-non-fat

Það var alveg frábært í París. Maiken vinkona mín tók vel á móti mér og sýndi mér París bæði dag og nótt, og gerði það vel :) Það var náttúrulega frábært að sjá Eiffel turninn í fyrsta skipti. Louvre safnið var gullfallegt að utan! Maturinn í París er verulega góður. Umferðin er hljóðlát og fólkið fílugjarnt (af því að það heldur að maður sé frá Bandaríkjunum) og fólkið er líka u.þ.b.10-20 kg léttara en Íslendingar. Ég sá einn MacDonald´s og það var enginn þar inni. Ég sá engann Subway eða KFC eða neitt þvíumlíkt. Svo er líka eins og frakkar séu á móti gosdrykkju, því 25cl kók kostaði á kaffihúsi 4,3 Evrur (410kall) og 50cl kók 8,6 Evrur (850kall). Maturinn kostaði hinsvegar það sama eða aðeins minna en á kaffihúsum hér á landi.
Ég fílaði þetta.
Ég er búin að fá mig fullsadda af Ak-Inn, AktuTaktu, Subway, KFC, American Style, Devitos, Dominos, MacDonald´s,sjoppuborgurum, æi öllum þessum skít. Ég meina, alvöru talað! Við erum að meðaltali að verða mjög feit þjóð. Það sést langar leiðir ef maður ferðast aðeins út fyrir eyjuna okkar. Ég fékk sjónrænt kúltúrsjokk.
Já kannski er Frakkland þekkt fyrir að fitna ekki, en ég vil ekki að Ísland verði þekkt fyrir að vera litlu Bandaríkin. Mér finnst það hræðileg tilhugsun. Og mér finnst við vera að nálgast það. Jafnvel komin þangað :(
Þetta er ofboðslega viðkvæmt umræðuefni, í raun og veru, en það verður bara að hafa það. Þegar ég var einusinni með ofboðslega mikil baugu undir augunum (veit ekki afhverju, bara tímabil í lífi mínu) að þá var fólk mjög óhrætt við að benda mér á það, allann tímann. Það er alltaf verið að benda mjög mjóu fólki á það að það sé alltof grannt, eða með slæma húð, eða ótrúlega fölur eða furðulega rödd eða..eða..eða.. En nú þarf að benda fólki á að það sé of feitt.
Það að vera með dökk baugu, ofboðslega grannur, bólótta húð eða ótrúlega fölur getur verið merki um sjúkdóma eða að maður sé að borða eða sofa vitlaust eða gera eitthvað mjög vitlaust, jafnvel með andlega vanlíðan. Og það er ekkert að því að gera margt vitlaust ef maður viðurkennir það bara og gerir eitthvað í því. Þessi fita sem er að tröllríða okkur sem þjóð er líka merki um sjúkdóma og að maður sé að lifa vitlaust, ég held að það sé mjög mikilvægt að muna það.
Æi, ég er alltaf svo reið. Þetta átti að verða "happy" pistill um "happy" ferðina til Parísar.
Ég er ekkert á móti feitu fólki, það væri kjánalegt að hugsa það, alveg eins og það er örugglega enginn "á móti" fölu fólki eða "á móti" fólki með rosalega dökk baugu.
Ég hef bara áhyggjur af þessu, þetta lítur ekki vel út ef þetta á að halda svona áfram til lengdar. Ég hef einfaldlega áhyggjur af litla landinu mínu og þjóð!!!!!!!!!!!!!!

Jæja, þetta er semsagt það sem ég fékk út úr ferðinni minni...plús margt meir...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mikið rétt hjá þér þetta með skyndi-bita-ómenningu ... ó já þjóðin er svo sannarlega að blása út af óhollustu fitu sem um getur . Því þetta er ,, inn ,, og bara vælukjóar í fýlu sem ekki vilja koma með á Mac ..... það eru engir fordómar að vilja að fólki líði vel og sé ekki að burðast með auka-fitu uppá 100 kg sem það getur ekki brennt og sem er að drepa það í orðsins fyllstu merkingu . Engir fordómar þetta í þér ... bara heilbrigð skynsemi sem gott er að eiga til er maður er ungur .... áður enn maður drepur sig á skyndibita .Kv Valur frændi

nóvember 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Fínar myndinar úr ferðinni . kv Valur

nóvember 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hver er Valur frændi? Er hann skyldur mér? Kv. Ásthildur frænka

nóvember 20, 2006  
Blogger ingveldur said...

hehehe alveg sammála þér Valur! Hananú!
Nei, því miður Ásthildur, en hann er í Rauðsæeyjar-ætt. þ.e.a.s. Ingveldur langamma er amma hans :)
Við höldum öll svo góðuuuu sambandi :D

nóvember 21, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home