Meðganga er stórfurðulegt fyrirbæri.
Í fyrsta lagi virðist ekki mega tala neikvætt um hana...ekki opinberlega allavega...
Ég verð samt seint kölluð neikvæð! Hinsvegar get ég verið raunsæ, og það er oft þunn lína þar á milli.
Þó að það eru kannski ekki margir þarna úti sem hafa hugmynd um hvað ég er að tala um (þar sem margir þeirra eru karlkyns og langflestar vinkonur mínar hafa ekki upplifað meðgöngu ENNÞÁ) þá langar mig til að tjá mig raunsæislega um meðgöngu.
Meðganga er furðuleg því að hún er sársauki, nánast á hverjum degi, allann daginn. Ekki mjög slæmur sársauki. En það er hægt að ímynda sér að eitthvað sé að taka allt pláss frá innyflum þínum, ýta þeim til hliðar, kremja þau og svo inn á milli er verið að sparka í þau.
Svo er það teyging og strekking, ekki bara á húðinni heldur líka á öllum festingum og liðböndum inní þér, svo ekki sé minnst á magavöðvunum sem gliðna, það er ekki þægilegt. Stækkunin á leginu verður svo mikil að þegar það er búið að ýta frá þvagblöðrunni, nýrunum, lifrinni, þrengja að lungunum, maganum og öllum þörmunum, þá og bara þá, byrjar bumban að stækka, því að þá er ekki meira pláss inní manni, heldur þarf að vaxa út líka. Núna er þetta allt rétt að byrja....eða það finnst öðrum því að þá sést eitthvað á manni. Maður á semsagt eftir að stækka miklu, miklu meira.
Við aðeins hálfnaða meðgöngu er mjög eðlilegt að þyngjast um 7 kg. Þá geta sumir hugsað "7kg! Ekki er barnið 7kg við hálfnaða meðgöngu?!?!". Nei, en barnið, vatnið, fylgjan og 1 l af aukablóði í líkamanum ansi þungt. Og þá finnur maður fyrir ótrúlegri þreytu í fótunum. Maður verður álíka móður og stórreykingarmanneskja vegna plássleysi lungnanna. Magasýrurnar gutla upp í vélindanu vegna plássleysi magans og meltinginn stíflast, ekki bara vegna þess að það er þrengt að öllum þörmum, heldur líka vegna þess að líkaminn hægir viljandi á allri fæðu til að ná sem mestri næringu.
Alla mína ævi hefur mér beint og óbeint verið kennt að sársauki sé óeðlilegur og vísbending um að eitthvað sé að. Núna er mér sagt að sársauki sé fullkomlega eðlilegur og partur af eðlilegri meðgöngu. Að ég eigi að fagna honum og bjóða honum velkominn, að hann segi mér að allt sé í lagi.
# Í meðgöngu á semsagt ekki einungis að breytast líkamlega heldur líka andlega #
Gjörbreyta ímynd sinni á sársauka.
Í þessum litla pistli tók ég ekki með þreytuna, ógleðina ,svefnleysið, grindargliðnunina (ekki hjá öllum samt),aukins hjartslátts, höfuðverksins, svimans og já hryllingstilugsunina um fæðinguna... því þá hefði þetta orðið alltof langt blogg. En allt er þetta semsagt fullkomlega eðlilegur partur af fullkomlega eðlilegri meðgöngu:)
Ég get líka sagt að fá að ganga með barn séu forréttindi, því það er það. Í meðgöngunni hef ég séð það besta í sjálfri mér og öðru fólki. Ég hef kynnst sterkari mér og umburðarlindari öðrum. Að það sé GEGGJAÐ að finna eitthvað sem maður á, inní sér. Og ég sé spennt að fá að sjá og kynnast þeirri litlu manneskju þegar að því kemur. Og mér líður rosalega vel.
Þetta allt er líka alveg satt :)

Hér sést afraksturinn af helmingsmeðgöngu.