mánudagur, desember 08, 2003

Ekkert blogg næstu vikurnar, og því segi ég:
Gleðileg Jól og Farsælt komandi ár

laugardagur, desember 06, 2003

Kata bandírass, þú ERT fulltrúi kvenleikans og því var erfitt fyrir mig að uppgötva að ég hef bara 4 atriði af 14 í listanum þínum "hlutir sem allar stelpur verða að eiga". En listinn fékk mig til að endurskoða líf mitt verulega, og verður það komið í lag hið snarasta. Ég stefni hátt og ætla að ná 14 af 14 áður en sumarið gengur í garð.

Ég er alltaf í bíó, og snilldarmyndirnar rúlla hver af annarri á tjaldinu.
Hin íslenska Njálssaga var mjög skemmtileg í bíó þó að hún hafi bara verið 25 mínútur og þó að Hilmir Snær er ekki akkúrat með vaxtalag hinna ljósu hetju Gunnar á Hlíðarenda, en hann stóð sig samt svo vel.
Breska myndin LoveActually toppar allt, hún er einfaldlega meistaraverk, ég fór á hana með það í huga að hún yrði meistaraverk og SAMT stóðst hún væntingar mínar með meiru!
Er búin að nefna Finding Nemo, ógeðslega fyndin fiskamynd, fiskar eru fyndnir:)

Ég las í laugardagsmogganum í dag að konur væru með þrjár gerðir af "þybbnu" vaxtarlagi, gyðju-, hvolpa- og hamstravaxtalag. Undir gyðjulistanum voru Nigella og Kate Winslet, hvolpavaxtalag sagði höfundur að væru háskólastelpur sem fá svona hvolpaspik í náminu (!?!?!?!?) og í hamstrafitusöfnunarflokknum var Renee Zellweger nr.1, því á henni safnast fitan fyrst og fremst í kinnum, kringum augu og undir höku. En nei, greinin hélt sko áfram og í raun öðrum flokki bætt við, það var svona græðgis- og ríkidæmisvaxtarlag sem "drottning yfirvigtar" Catherine Zeta Jones hefur(!) og svo var voðalega flott mynd af henni til hliðar, rosalega flott kona. En samkvæmt nýjustu fréttum er hún gráðug og feit, hún er drottning yfirvigtar. Ókei....

föstudagur, desember 05, 2003

Fór á 100% Hitt. Það var mjög gaman, svona mitt á milli þess að vera uppistand og kynlífsmeðferð.
Þegar leikritinu var lokið var ég einmitt ekki viss um hvort hafi verið. Áhorfendhópurinn lék stórt hlutverk í leikritinu því að hún aðskildi okkur öll, enginn mátti sitja saman sem þekktist, og svo áttu allir karlmennirnir að vera öðru megin í salnum og konurnar hinum megin. mjög sniðugt:)
Því svo spurði hún okkur þannig spurningar að mig langaði ekkert að vera nálægt mömmu eða frænda mínum og svo fékk hún okkur líka til að ímynda okkur óþægilega atburði, eins og t.d. andlit foreldra minna þegar þau bjuggu mig til fyrir 22 árum síðan.
Já, ég lét mig alveg hafa það, enda hef ég fulla trú á Helgu Braga og hennar meðferðartækni.
En fátt kom mér á óvart þarna. Það var samt eitt sem kom mér virkilega á óvart og það var þegar hún spurði karlasalinn hversu oft þeir runka sér. Það sátu u.þ.b. 150 karlmenn þarna sem þekktu ekki manninn við hlið sér og áttu að svara með því að hummmmma með lokaðann munninn. Fyrst spurði hún
2svar í mánuði=ekkert hummm
2svar í viku=ekkert hummm!
1x á dag= um 10 hummmm!!!
OFT á dag=allir hummmmma!!!!!!!!!!!!!
Það fyrsta sem mér datt í hug var;hafa menn virkilega ekkert betra að gera?! Er ég eitthvað skrítin að hafa ekki vitað þetta? Oft á dag. Ég gat náttúrulega ekki stillt mig eftir þessa vitneskju og spurði nokkra hrausta karlmenn, og já! svona u.þ.b 1,5 x á dag! Amen and Haleluja. Annars var mikið af þessu gömul tugga, samskipti kvenna og karla...blablabla...hver er ekki búin að fá nóg af að hlusta á svoleiðis? Allavega ég.
Finding Nemo er algerlega 800 kalla virði, virkilega skemmtileg mynd.