sunnudagur, maí 23, 2004

Núna loksins þegar eitthver vottur af spennu læðist inn í Nóatún við Hringbraut, þá er ég að hætta þar. Ég hefði getað komist í feitt ef ég hefði bara verið aðeins sneggri... Það kom nefnilega virðulegur eldri maður, greinilega lögfræðingur eða eitthvað, í búðina að kaupa eitthvað, hann hélt rýtingsfast í bláa möppu sem hann var með, en lagði hana frá sér þegar hann þurfti að borga og svara í símann sinn á sama tíma...hann var greinilega eitthvað að flýta sér og var ögn stressaður því hann gekk rösklega út án þess að taka möppuna með sér, já, hann gleymdi henni! Ég ætlaði að taka hana og hlaupa á eftir honum en sá hvað stóð á henni "Fjölmiðlafrumvarp Forsetans", hikaði augnablik, og annar starfsmaður hrifsaði henni til sín, ég æpti "leyfðu mér að lesa, leyfðu mér að lesa!", í þann mund hleypur lögfræðingurinn, eða hvað sem hann var, inn, móður, en þakklátur yfir að hafa fengið möppuna sína tilbaka, horfði vel í kringum sig, og labbaði út.
Nú geta glöggir lesendur brotið heilann yfir því sem er rangt í þessari sögu, það er eitthvað sem ekki passar...*var mappan í rauninni öðruvísi á litinn? *náði hann aldrei aftur í möppuna? *er ég ennþá með hana? *hver æpti raunverulega?

Fór á Troy í gær í bíó. Hún var alveg eins og búist var við, Brad Pittur voða nakinn og sætur allann tíman, en samt þoldi ég ekki hans persónu, mér fannst Hector laaang mesti og besti stríðsmaðurinn og herramaðurinn(þetta tvennt á afskaplega vel saman).

Mæli með: MARI restaurant, japanskur sushi staður niðrí bæ. Hef aldrei á ævi minni borðað jafn æðislegann mat, forrétt, aðalrétt og eftirrétt. NAMM MARI. Annars man ég samt ekkert hvað hann hét, það var eitthvað nálægt mari allavega...ómissandi að prófa. Allir þangað! Við fórum 7 stelpur þangað að fagna útskrift Evu Signýjar úr Iðnskólanum með DÚX einkun, og það er hægt að sulla í fordrykkjum og eftirdrykkjum langt fram á kvöld þarna ef fólk hefur áhuga fyrir því.

fimmtudagur, maí 20, 2004

Jújú, er ENNÞÁ í prófum!!!!!!!!!!!!!!!!!
Núna er ég hinsvegar að læra að "Kratochivil system prevents hyperplastic tissue on gingiva distal to the abutment". Það er eins gott að þetta nám tryggi góðar tekjur... URG og ARGH
Annars er þetta síðasta prófið og er því búin fyrir helgi, vei.
Sá Passion og the Christ í gærkvöldi. mÉr fannst hún alveg frábær, en ekkert meir en það, hún situr ekkert eftir í mér og mig langar ekki að sjá hana aftur í bráð, en hún er definetely eitthvað sem allir ættu að sjá. Annars gæti ég líklega ekki orðið góður kvikmyndagagnrýnandi því annaðhvort eru myndir Frábærar eða Góðar eða Svona Alltílagi, jú og svo líka Aldrei Aftur.
Must study some more, must.....

sunnudagur, maí 16, 2004

Loksins! Loksins fór ég á fyllerí, en ég hefði samt betur mátt sleppa því, ég drapst einhverntíma fyrir tólf. En áður en ég drapst náði ég að hella hálfri flösku af rauðvíni á hvíta ofurflotta pilsið mitt, reyndar hellti 40 kílóa kínverji fyrst einu glasi yfir það (já,ég hótaði að kyrkja hann) en eftir 7 mínútur vorum við bestustu vinirnir á svæðinu, ældi svo á pilsið mitt og skóna, í baðkarið og svo síðast en ekki síst í þvottabalann. Rjóminn ofan á allt saman er að ég fór svo í vinnuna morguninn eftir, svona líka bullandi hress, en það gekk nú vel, var sett í mjólkurkælinn til að kæla mig niður.
Já, það er nú gott að geta eytt ungdómi sínum í þetta, eins upplífgandi og fræðandi sem þetta er, ég er svo sannarlega reynslunni ríkari og þetta er það sem ég á eftir að rifja seinna upp sem hápunkta lífs míns.
Ég er samt svo hneyksluð, var nefnilega að horfa á Kastljósið í kvöld, ég skammast mín bara stundum að vera Íslensk því þetta var eitthvað svo TÍPÍSKT íslenskt. Kristján þarna Eitthvaðson var að taka viðtal við Jeff Koons, mjög frægann listamann, sem kom sér mjög vel fyrir, en Kristján spurði hann endalausra móðgandi spurninga, sem hljómuðu eins og "bíddu, þú ert ríkur, mooooldríkur, hvernig er það?" og "sumir segja að þú sért bara að gera eitthvað drasl, ertu að því?", maðurinn náttúrulega bara "nei....það finnst mér nú ekki..." "nú, þannig að þeim sem finnst þú bara vera að búa til eitthvað drasl, það eru þá bara þeirra einka-skoðanir?" "uuuu....já, ég vona það....". Ég meina hvað á maðurinn að svara? " Jú, ég ákvað að verða listamaður til að verða milljónamæringur, og já þetta er nú soddann drasl eins og einhverjum finnst kannski". Smá kurteisi Kastljósfólk!
Já og svo lærði ég hjá RÚV í dag allt um Þingvelli og Þingvallavatn. RÚV rokkar.
LÆRDÓMUR DAGSINS: Kínverji + Rauðvín = Fjólublátt pils

föstudagur, maí 14, 2004

Að horfa á fréttir er ágæt skemmtun. En að horfa á fréttirnar í kvöld kom á óvart, þetta er bara orðinn hasarmynd. Á ALþingi er verið að kalla forsætisráðherra okkar druslu og gungu :D og barið í púltið! Já, ég skemmti mér vel fyrir framan sjónvarpið á fréttatíma og borga ríkisútvarpsgjaldið með glöðu geði núna. Talandi um það, við náum ekki skjá einum né popptíví og erum með ruglaða stöð tvö, og aldrei hefur sjónvarpsefnið verið eins fræðandi og áhugavert, RÚV er málið! Ég kveikti t.d. á sjónvarpinu fyrir tilviljun í dag og sá krónprins Dana tárast í brúðkaupinu sínu, mér fannst það sætt, svo kysstust þau og löbbuðu út, fóru í hestvagn og veifuðu og vinkuðu dönsku þjóðinni í hálftíma, fóru stórann hring, svo aftur að konungshöll, inn og fólk beið eftir að þau myndu koma aftur út á svalir til að veifa enn einu sinni. Ofboðslega rómantískt og skemmtilegt sjónvarpsefni.
Jæja, þarf að fara að leggja mig fyrir evróísjún á morgun, það er svona þegar maður/kona er komin á þennann aldur...

þriðjudagur, maí 11, 2004

Konur öruggari ökumenn en karlar


AP
Hún er þung umferðin á Sukhumvit-götu í Bangkok á Taílandi.


Senda frétt
Leita í fréttum mbl.is
Fréttir vikunnar
Prenta fréttBreskar konur eru mun öruggari ökumenn en karlkyns landar þeirra og jafnframt mun löghlýðnaðir í umferðinni, að því er opinberar tölur sem birtar voru í dag, leiða í ljós. Karlar eru ábyrgir fyrir um 88% (!) allra afbrota í umferðinni sem leiddu til sakfellingar fyrir dómstól á Englandi og Wales árið 2002.
Þá óku karlmenn bílum í 94% (!) tilvika þegar um dauðaslys eða líkamstjón var að ræða og voru 97% (!)þeirra ökumanna sem gerðust sekir um hættulegan akstur.

Flest brot kvenna eru er þær leggja ólöglega, bíða í bílum sínum á ólöglegum stöðum og hindra umferð. Gerendur í þessum málum eru í 23% tilvika konur.

Ingveldur: hahahahahaha sem sagt 77% af þeim sem að leggja ólöglega, bíða í bílnum sínum á ólöglegum stöðum og hindra umferð eru karlar. Þetta er eitthvað sem konum hefur alltaf verið kennt um... Hinar prósentutölurnar komu náttlega ekkert á óvart eða jú...94% og 97% er ROSALEGA hátt prósentuhlutfall þegar um svona alvarleg brot eru að ræða.
Hef ekkert meir um málið að segja!


föstudagur, maí 07, 2004

Já ég myndi líklega breyta fleiru í heiminum en það er langt í að ég verði allsráðandi og ég er að reyna að lifa í núinu, þessvegna hálf óþarfi að pæla mikið í þessu.

Ég er með tölvuborð, svona fjólublátt og vel með farið, sem fæst í IKEA, alveg gefins. Please einvher! Takið það, nenni ekki á haugana með það. TÖLVUBORÐ GEFINS: GEFINS GEFINS GEFINS GEFINS
Hafið samband sem fyrst

hef annars ekkert að segja

mánudagur, maí 03, 2004

Búin í þessu horror prófi, og brilleraði að sjálfsögðu. Eitt búið af þremur! Núna veit ég að occlusal embrasure ræðst af aðliggjandi marginal ridges og staðsetningu interproximal contact point....yes.....allavegana....
Ef ég fengi að´ráða ölli í heiminum þá
*væri tvö klósett á hverju heimili, eitt fyrir kvenmenn hitt fyrir karlmenn
*kæmi pottþétt heitt og gott sumar, og pottþétt kaldur snjóvetur
*ætti ég tvær flugur sem gætu talað og segðu mér frá öllu!
*yrði enginn þunnur daginn eftir
*væri móðurhlutverkið officially metið ofar öllu
*væri til tímavél og maður gæti ferðast um á henni

yepps þarf að fara í háttinn. nighty nighty

laugardagur, maí 01, 2004

Jææææja, ég get svo svarið það, sama hvað fólk kvartar mikið í próflestri þá þarf enginn nema ég og tvær aðrar, sem betur fer fyrir almenna þjóðheilsu íslendinga, að lesa þetta:
The occlusal embrasure is formed by the contour of adjacent marginal ridges and the location af the occlusal margin of the interproximal contact area...svo heldur þetta áfram...because the posterior interproximal contact is located on the facial half of the proximal surface, the lingual embrasure is larger than the facial embrasure.
Talandi um að vera til í að gera eitthvað annað........!!!!!!!!!!!

umm..þarf að halda áfram að læra

Skellti mér á sjálfann Joaquín Cortés í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið. Margur kann að undra hversvegna að borga 9.900 kr, fyrir ekki einusinni miðjumiða, á 2 klst flamencodans. Meiraaðsegja ég var líka skeptísk, en nú skil ég afhverju mörg hundruð þúsund manns í öllum heimsálfum hafa kosið að fara að sjá hann og hans tónlist live. Þetta var alveg frábært show og han náði alla í salnum með sér. það er langt síðan maður hefur klappað svona mikið og þetta var góð tilbreyting frá "venjulegum" tónleikum í Laugardalshöllinni. Það var eins og hann og hans fólk hafi fæðst á sviðinu því allt sem þau gerðu var svo náttúrulegt og frá hjartanu, allavega létu þau mann finna það. Það er svo mikilvægt að vera áhorfandi en fásamt að hafa einhver áhrif á sýninguna og vita af því að maður hafi haft góð áhrif.
Núna er ég loksins komin með nettengingu aftur þannig að kannski verður skrifað meira á þessa síðu. Jæja, verð að halda áfram að læra.