Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni
Skrítið hvað við erum í raun eftirmynd foreldra okkar. Ef maður pælir í því þá er það augljóst í nánast öllum sem ég þekki. T.d. prestbörn, eru
ofurdugleg að heilsa öllum sem þau kannast við og muna hvað maður heitir, býr og gerir, og spyrja alltaf "hvað er að frétta af....blabla?" Prestar verða að vera viðkunnanlegir og þekkja alla í bænum, hver er giftur hverjum og hver vinnur hvar o.s.fl. Þetta alast börnin þeirra upp við og verða eins.
Læknabörn hafa mikinn áhuga/áhyggjur af heilsu annarra og sjálfra sín.
Börn tónlistamanna...need I say more
Börn leikara.....alltaf sami draumurinn, komast inn í leiklistarskólann.
En að sjálfsögðu er þetta alls ekki bara tengt starfi heldur eiginlega meira áhugamáli foreldranna. Segjum t.d. smiður sem hefur gífurlegann áhuga á öllum heimsins þjóðflokkum og á allar bækur og talar stanslaust um það sem hann hefur lært, krakkinn myndi auðveldlega fá áhuga á mannfræði eða þjóðfræði.
Og náttúrulega stjórnmál, áhugamál foreldra=áhugamál barns=sama skoðun.
Draumar foreldra sem ekki rættust, fara beint inn í blóðstreymi barnsins sem reynir þá að uppfylla þá drauma. "oh, ef ég hefði ekki farið beint í barneignir á þínum aldri þá hefði ég menntað mig meira". Hvað gerir krakkinn? Jú, menntar sig fyrst.
Börn rasista eiga erfitt með að verða annað en rasistar sjálfir.
Náttúruverndarfólk elur af sér náttúrusinnabörn.
Ég er ALVEG 'OVART ekta blanda af áhugamálum, skoðunum og störfum foreldra minna, og er alltíeinu farin að sjá það betur og betur.
Þá fyrst er hægt að
breyta því(ef þess er óskað.)