mánudagur, júlí 26, 2004

Ég held...nei ég VEIT að ég er í bestu vinnu í heimi!! Á föstudaginn leigði ég mér DVD og keypti mér ís með daimkúlum til að háma með.   Í gær fór ég í bakaríið, borðaði, í sólbað, í bláa lónið, í keilu og út að borða. Í dag fór ég í bíó $ á launum $
En því miður má ég ekki, í augnablikinu, tilkynna hvar ég vinn.
Góða nótt, sofið rótt, í alla nótt.

föstudagur, júlí 23, 2004

Vinátta,
áttavillt,
viltu vin?

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Gvelda er rólegri í dag, hún var nefnilega að eignast lítil tvíburafrændsystkini sem hún ætlar að fara að sjá í dag :) Stelpa og strákur, getur ekki beðið að fá að passa þau.  Ef Gvelda kynni eitthvað á tölvur þá myndi hún setja myndir af þeim á síðuna, því verður það líklega aldrei gert.
Gvelda nældi sér í mjög heppilega vinnu, hún minnir hana á það að lífið er ekki sjálfsagt, ekki þetta "heilbrigða", "eðlilega", "venjulega" líf allavega.  Gvelda er orðin 22 ára og var að fatta þetta núna, kannski svolítið sein...?

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni
Skrítið hvað við erum í raun eftirmynd foreldra okkar. Ef maður pælir í því þá er það augljóst í nánast öllum sem ég þekki. T.d. prestbörn, eru ofurdugleg að heilsa öllum sem þau kannast við og muna hvað maður heitir, býr og gerir, og spyrja alltaf "hvað er að frétta af....blabla?" Prestar verða að vera viðkunnanlegir og þekkja alla í bænum, hver er giftur hverjum og hver vinnur hvar o.s.fl. Þetta alast börnin þeirra upp við og verða eins.
Læknabörn hafa mikinn áhuga/áhyggjur af heilsu annarra og sjálfra sín.
Börn tónlistamanna...need I say more
Börn leikara.....alltaf sami draumurinn, komast inn í leiklistarskólann.
En að sjálfsögðu er þetta alls ekki bara tengt starfi heldur eiginlega meira áhugamáli foreldranna. Segjum t.d. smiður sem hefur gífurlegann áhuga á öllum heimsins þjóðflokkum og á allar bækur og talar stanslaust um það sem hann hefur lært, krakkinn myndi auðveldlega fá áhuga á mannfræði eða þjóðfræði.
Og náttúrulega stjórnmál, áhugamál foreldra=áhugamál barns=sama skoðun.
Draumar foreldra sem ekki rættust, fara beint inn í blóðstreymi barnsins sem reynir þá að uppfylla þá drauma. "oh, ef ég hefði ekki farið beint í barneignir á þínum aldri þá hefði ég menntað mig meira". Hvað gerir krakkinn? Jú, menntar sig fyrst.
Börn rasista eiga erfitt með að verða annað en rasistar sjálfir.
Náttúruverndarfólk elur af sér náttúrusinnabörn.
Ég er ALVEG 'OVART ekta blanda af áhugamálum, skoðunum og störfum foreldra minna, og er alltíeinu farin að sjá það betur og betur. Þá fyrst er hægt að breyta því(ef þess er óskað.)

mánudagur, júlí 19, 2004

Please grow up
Nú er Gvelda búin að fá nóg, enn og aftur...  ´Eg skil ekki af hverju vinir og vandamenn út um allt Ísland eru að missa út úr sér orð eins og "kærustukelling" og bæta orðinu "oj" við um kynsystur sínar sem eru með strák.  Í ófá skipti heyrir maður um einhverja sem er orðin svo "leiðinleg" eða "félagslega heft" eða einfaldlega "horfin" eftir að hún fékk sér kærasta, eins og manneskjan sé eitthvað óæðri vera sem á ekki gemsa, finnst ekki gaman að hlæja, fara á kaffihús, tala um stjórnmál, hefur áhugamál og tilfinningar. Hvaða minnimáttarkennd er í gangi hérna?  Eru vinkonur okkar verri persónur eftir að þær umgangast ástvin sinn mikið? Það eru meira að segja nokkrar sem þurfa að afsaka það að vera með strák, "sorrý fyrir að hafa verið svo mikil kærustukelling í gærkvöldi". Svo má bæta við að það er líka eins gott að við verðum ástfangnar af einhverjum fullkomnum gaur því annars eigum við í hættu að verða útskúfaðar N.B alveg óvart að  sjálfsögðu! Það virðist nefnilega vera að ef ástin í lífi manns er ekki nógu góður fyrir vinahópinn þá ert þú ekki nógu góð fyrir vinahópinn, too bad.
(útskýring:Það er töff að vera single, eins og flestar gellurnar í Sex and the City. Frelsið felst í því að vera einn.  Því ef þú ert single þá áttu mikið að vinkonum og átt auðvelt með að kynnast enn fleirum.  Vinkonur og vinir hefta þig ekki félagslega og andlega, heldur þvert á móti, styðja þau þig og styrkja, sjá aðeins það besta í þér og segja þér að gallar þínir eru "bara sætir" og eðlilegir, sem þeir eru, þau hafa nefnilega alveg rétt fyrir sér).
Mér finnst þetta vera ekkert nema dónaskapur. Aldrei myndi ég tala á þessum gagnfræðiskólanótum negri oj, hommi oj, foreldri oj, single oj, því það er ekkert "oj" við það að vera eitthvað af þessu.

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Sá ofumyndina um SPIDERMAN. Afskaplega góð og skemmtileg afþreying. Það sem mér finnst mikilvægast í svona bíómyndum, hvort sem það er Ofurmennið oða Bond mynd, þá verður "vondi" karlinn að vera virkilega vondur. Ef illmennið er leikið af lélegum leikara sem nær ekki að sannfæra mig um illsku sína þá er myndin ónýt, sama hvað góði karlinn er góður og "stelpan" sæt. Mér fannst vondi karlinn í þessari spiderman mynd frábær, uppfinningarmaðurinn Otto Octavius sem var með átta útlimi. Hins vegar var Green Goblin í fyrri myndinni ekkert spes og var leiðinlegt illmenni. Samt eru þessar blessuðu myndir svo kjánalegar, ég meina...afhverju skítur spiderman vefnum sínum ekki út út úr afturendanum á sér eins og alvöru könguló?

föstudagur, júlí 09, 2004

ókei, nú er Gvelda orðin reið. Hvað heldur forsætisráðherra Íslands að hann sé að gera þegar hann lýsir yfir því fyrir framan bandarísku þjóðina að Bush hafi gert heiminn að öruggari stað með því að ráðast inní Írak. Bush þakkaði honum fyrir, glottandi, "thank you, prime minister of Iceland(hehehe)" Þetta hrós þótti mikil frétt þarna vestra og Davíð komst á CNN. Húrra fyrir honum"
Ég segi það sama og Bush, takk fyrir forsætisráðherra Minn, takk fyrir að gera Ísland að enn öruggari stað í heiminum. Já og passaðu þig á dökku mönnunum(þessum vondu) og flýttu þér heim aftur, þú mátt ekki ofreyna rassborutunguna þína, hvíldu hana og leyfðu öðrum að komast að jakkafata-sjimpansanum.

Spurning dagsins?
Þetta kom í fréttunum 7.júlí, en af einhverjum ástæðum þótti dagblöðunum, daginn eftir, þetta ekki fréttnæmt. Og ekkert hefur verið talað um þetta. Afhverju?