mánudagur, febrúar 20, 2006

Minningar-Ominningar


Ég fann fjársjóð. Ég fann allar mínar skóladagbækur, bréf og persónulegar dagbækur sem ég hef skrifað öll þau ár sem ég hef getað skrifað. Allt frá sætum barnalegum hugsunum yfir í fyndnar gelgjulegar pælingar. Ég sem hef haldið því fram að ég hafi aldrei farið á gelgjuskeiðið.....jú, það gerði ég. En eitt kom mér mest á óvart. Ég byrjaði að fikta við að reykja í frímínútum (eins og 90% af bekknum) þegar ég var á 14 ári. Núna er ég á 25 ári og er enn að fikta, úti á lífinu. Í 11 ÁR!!!!!!!!!!!! 11 ÁR!!!!!!!!!!! ELLEFU ÁR!!!!!!! EELLLEEFUUUU ÁÁÁÁÁRRR!
Þó að þessar staðreyndir komu mér úr jafnvægi í smá tíma, þá hjálpuðu þær mér að ákveða að nú er fiktið mitt Á ENDA. Þvílíkt endemis bévítans bandvitlausa rugl er þetta. Annað hvort sleppir maður þessu alveg eða reykir 1-2 pakka á dag. Ekki ætla ég að halda þessu sulli áfram, eina hér og eina þar! Oj , ég fer meira að segja hjá mér með því að segja ykkur frá þessari vitleysu.

"I am not young enough to know everything" -Oscar Wilde-

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

MYNDIR KOMNAR

jæja loksins loksins, myndir komnar undir "ATHUGIÐ: Nýtt albúm!!!!" Hitt var náttúrulega troðfullt.
Myndirnar minar eru miklu fallegri núna í nýja albúminu þökk sé Katrínar DanaDrottningu því ég fór eftir hennar ráðum og málaði gulu yfir flassið til að deyfa það örlítið. Gott að fá góð ráð frá expertum.
Hef ekkert fleira að segja, myndir segja fleiri en 1000 orð. Ég hef misst hæfileikann til að tjá mig á blaði, í bili allavega.

Jú, ég hef smá leik! Bara að tjékka á því hvort við Þórhildur séum góðar leikkonur. Hvaða tilfinningu erum við að reyna að túlka á þessari mynd??????? -reiðar? -leiðar? -hissa? -forvitnar? -hræddar? Getið nú!

mánudagur, febrúar 06, 2006


Alltaf gaman að sýna myndir frá síðasta djammi. hehehe :D
Svo mæli ég með bloggi Berndensinns míns, hann hefur alltaf eitthvað fyndið að segja og svo er hann með svo skemmtilegar myndir