fimmtudagur, apríl 27, 2006

Próflok

JÆJA! Hjúkk, er búin í munnlegu prófunum og fékk prýðiseinkunnir 8, 8, 9 og 8,5 þannig að þið ágjætu lesendur þurfið ekki að örvænta...JÁ ég skal smíða uppí ykkur nýjar tennur hvenær sem er...:D
Núna er ég í verklegu prófunum sem standa yfir til 17.maí OG ÞÁ ER ÉG BÚIIIIIIN! ...og þá verður sko partý.

Heyrðu, það var hún Unnur Birna...stolt okkar Íslendinga (á mjög afmörkuðu svæði samt). Hún er stórglæsileg og mjög sæt, enda vann hún Ungfrú Alheim. Ég held að það þurfi mikið til að vinna Ungfrú Reykjavík, Ungfrú Ísland og svo Ungfrú Alheim. Meira en BARA fegurð sem hún óneitanlega hefur, heldur líka sterkan persónuleika, kímigáfu, jákvæðni og hugrekki. Já, ég er 100% viss um að hún hafi þetta allt og mér þykir bara lúmskt vænt um hana þó að ég þekki hana ekki neitt. Þessvegna varð ég mjög leið þegar ég las bloggið hennar. Eftir að hafa fengið að skyggnast örlítið inn í þennan heim sem hún lifir í núna blasir við ljótur veruleiki. Unnur Birnan okkar er send hingað og þangað, án þess að vita afhverju og til hvers, til hverra og hvert. Hún fær bara tölvupóst með skilaboð um það að hún eigi að mæta til London í fyrramálið, svo þegar hún er komin þangað er henni sagt að hún sé að fara í stóra afmælisveislu um kvöldið...ekkert sagt hver á afmæli, nei, nei, það kemur henni ekkert við...hún á bara að mæta, vera sæt og skemmta þessum miðaldra, ríku karlmönnum sem henni er vísað á borð til. Svo á hún að dansa við þá og hlæja að bröndurum þeirra.
Þetta og margt annað svipað er hún búin að gera síðan hún vann Ungfrú Heim. Ætli hún hafi vitað að þetta yrði hlutverk hennar í 12 mánuði?? Að hún ætti að eyða ári af lífi sínu í að vita ekkert hvaða miðaldra ríku karlmenn "panti" hana í einkasamkvæmi til að skemmta öðrum miðaldra ríkum vinum sínum?!
Jújú, á blogginu hennar skrifar hún að "þetta sé nú spennandi líf, hittir Tom Jones og einhverja fótboltaliðseigendur og leikara og stjórnmálamenn og blablabla, að það sé mikið ævintýri að vita ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér, að hún gæti jafnvel fengið tölvupóst um að mæta til Tokyo næsta dag, eða Florida, jeij gaman"!
Ég vona bara að hún haldi áfram að líta þetta svona björtum augum því að ég held að 12 mánuðir í svona firrtum veruleika getur skemmt fólk til lífstíðar og gæti jafnvel tekið sinn toll á sjálfstraustið.

þriðjudagur, apríl 18, 2006



Oj,Mc´Donald´s trúðurinn er jafn viðbjóðslegur og maturinn sem er étinn þar!!!
Kisskiss og sjáumst eftir próf!

P.S.endilega lesið bloggið hennar Unnar Birnu alheimsfegurðardrottningu, ég hef fengið alveg nýja sýn á fegurðarsamkeppnir eftir að hafa lesið um þetta frá sjálfri stelpunni sem vinnur svo lokakeppnina. En því miður get ég ekki sagt að það er jákvætt :( Nenni ekki að tala um það núna, alltof löng ræða, verð að læra.

föstudagur, apríl 07, 2006

Konkordia

já vissuð þið að margar íslenskar konur hafa heitið Konkordía. Nei, nú hafiði lært eitthvað nýtt í dag.

mánudagur, apríl 03, 2006

Útivera...

...er sáluhreinsandi. Afhverju gerir maður þetta ekki um hverja helgi? Skreppir á bílnum, keyrir í 40 mín, útúr bænum og vúúúshh þú ert kominn í paradís. Paradís sem þú getur labbað um. Ósnortin lifandi náttúran. AAAAaaahhhhh. Við Þórhildur, Svenni kærasti hennar og Herdís sem vinnur með þeim, fórum í þessa skemmtilegu og velheppnuðu ferð. Löbbuðum semsagt frá Þingvöllum til Hveragerðis!!!! Stoppuðum aðeins til að baða okkur í heitri á. Hér kemur mynd sem sýnir stemminguna vel:


Svo er náttúrulega skítnóg af myndum á myndasíðunni minni. Já, ég er semsagt AÐ GERA ALLT ANNAÐ EN ÉG Á AÐ VERA AÐ GERA!!! AAAaaarg! ÉG Á AÐ VERA að LÆRA, LÆRA, LÆRA, LÆRA, HJÁLPA VÍKINGI Í STÚDENTALEIHÚSINU, LÆRA, LÆRA, VINNA, VINNA,LÆRA, LÆRA, HJÁLPA VÍKINGI Í STÚDENTALEIKHÚSINU. En ég næ einhvernvegin að gera of lítið af þessu öllu saman........
Fyrir ykkur sem ekki vita þá er verið að setja upp leikrit í Stúdentaleikhúsinu leikritið "Anímanína" og það er leikrit sem ENGINN MÁ MISSA AF. Þetta leikrit snertir við öllum því það fjallar um ótta. Ótta sem við öll höfum. Ég er bæði búin að hlæja og gráta á æfingum. Frumsýningin er núna á miðvikudaginn, og skemmtilegast væri nú að sjá ykkur öll þar :) Jeij! Þið hafið sko gott af því að taka ykkur frí frá hversdagleikanum og skella ykkur í lifandi leikhús!