Próflok
JÆJA! Hjúkk, er búin í munnlegu prófunum og fékk prýðiseinkunnir 8, 8, 9 og 8,5 þannig að þið ágjætu lesendur þurfið ekki að örvænta...JÁ ég skal smíða uppí ykkur nýjar tennur hvenær sem er...:D
Núna er ég í verklegu prófunum sem standa yfir til 17.maí OG ÞÁ ER ÉG BÚIIIIIIN! ...og þá verður sko partý.
Heyrðu, það var hún Unnur Birna...stolt okkar Íslendinga (á mjög afmörkuðu svæði samt). Hún er stórglæsileg og mjög sæt, enda vann hún Ungfrú Alheim. Ég held að það þurfi mikið til að vinna Ungfrú Reykjavík, Ungfrú Ísland og svo Ungfrú Alheim. Meira en BARA fegurð sem hún óneitanlega hefur, heldur líka sterkan persónuleika, kímigáfu, jákvæðni og hugrekki. Já, ég er 100% viss um að hún hafi þetta allt og mér þykir bara lúmskt vænt um hana þó að ég þekki hana ekki neitt. Þessvegna varð ég mjög leið þegar ég las bloggið hennar. Eftir að hafa fengið að skyggnast örlítið inn í þennan heim sem hún lifir í núna blasir við ljótur veruleiki. Unnur Birnan okkar er send hingað og þangað, án þess að vita afhverju og til hvers, til hverra og hvert. Hún fær bara tölvupóst með skilaboð um það að hún eigi að mæta til London í fyrramálið, svo þegar hún er komin þangað er henni sagt að hún sé að fara í stóra afmælisveislu um kvöldið...ekkert sagt hver á afmæli, nei, nei, það kemur henni ekkert við...hún á bara að mæta, vera sæt og skemmta þessum miðaldra, ríku karlmönnum sem henni er vísað á borð til. Svo á hún að dansa við þá og hlæja að bröndurum þeirra.
Þetta og margt annað svipað er hún búin að gera síðan hún vann Ungfrú Heim. Ætli hún hafi vitað að þetta yrði hlutverk hennar í 12 mánuði?? Að hún ætti að eyða ári af lífi sínu í að vita ekkert hvaða miðaldra ríku karlmenn "panti" hana í einkasamkvæmi til að skemmta öðrum miðaldra ríkum vinum sínum?!
Jújú, á blogginu hennar skrifar hún að "þetta sé nú spennandi líf, hittir Tom Jones og einhverja fótboltaliðseigendur og leikara og stjórnmálamenn og blablabla, að það sé mikið ævintýri að vita ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér, að hún gæti jafnvel fengið tölvupóst um að mæta til Tokyo næsta dag, eða Florida, jeij gaman"!
Ég vona bara að hún haldi áfram að líta þetta svona björtum augum því að ég held að 12 mánuðir í svona firrtum veruleika getur skemmt fólk til lífstíðar og gæti jafnvel tekið sinn toll á sjálfstraustið.