þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Litli broðir i hættu staddur

Litli bróðir minn fór í útskriftarferðina sína með menntaskólanum ti Mallorca og það er svosum ekki frásögu færandi nema það að í þessari ferð...

...varð einni af stelpunum nauðgað inni á klósetti á skemmtistað af Spánverjum
... vaknaði einn strákurinn nakinn á strönd eftir að hafa drukkið einn drykk, hann telur að einhverju hafi verið laumað í drykkinn hans
...varð þessum sama strák neitað að fara inn á hótelið sitt því hann var nakinn og dyravörðurinn notaði ofbeldi til koma því til skila
... lenti annar strákur í því sama, nema hann vaknaði á ókunnugu hóteli
...voru áberandi dópsalar fyrir utan öll hótelin
...ákvað ein af stelpunum að poppa e pillur
...fékk hún sígarettu í augað á dansgólfinu
...endaði sama stelpan meðvitundarlaus á dansgólfi diskóteksins
...báru strákavinir hennar henni út úr diskótekinu
...barði löggan strákana, því hún hélt að þeir voru að fara að nauðga henni
...fannst smjörsýra í sjúkrahúsprófum sem tekin voru af stúlkunni og augað mun þurfa að jafna sig í u.þ.b 3 ár

Ég veit ekki um ykkur, en útskriftarferðin mín hérna forðum daga var ekki svona viðbjóðsleg!!!

jæja, nú varð ég að halda áfram að leysa lífsins gátu, alltaf verður hún erfiðari og erfiðari! So long until then!!!! :)
Já og TIL HAMINGJU með 25 ÁRA AFMÆLIÐ elsku Þórhildur mín, hvar sem þú ert í heiminum stödd! :*

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

allt komið i lag!

Nú get ég loksins byrjað að blogga svolítið aftur. Bloggið mitt er búið að vera bilað heillengi. Það var greinilega bara í sumarfríi, sem er svosem ágjætt, maður á heldur ekkert að hanga í tölvunni um hásumar. Af því að bloggið bilaði...þá ákvað ég að stunda íslenska útiveru, og sé svo sannarlega ekki eftir því :) hér er skemmtileg mynd af Þórhildi, tekin uppi á hálendi, daginn eftir að við löbbuðum upp enda Þjórsárdalsins til að sjá Háafoss, þar skaðbrenndist hún af glampandi sólinni, sem var by the way allann tímann. ( Þið borgarbörn sem vogið ykkur að segja að það hafi ekki verið neitt sumar...farið þá einstöku sinnum út á land).


Já, allavega þá er lítið af mér að frétta nema að ég er að reyna að leysa lífsins gátu o. fl. Gangi mér vel með það.
Ég óska öllum alls hins besta með sitt litla líf þangað til næsta blogg kemur.