sunnudagur, desember 17, 2006

Í dag er sunnudagur og næsta sunnudag er aðfangadagur jóla. Vá.

Rosalega hlýtur að vera gaman að lesa bloggið mitt, ég hef svo margt fróðlegt að segja ykkur :)

Jú, jú, ég fór nú partý um helgina. Eða afmæli réttara sagt. Hjá Evu Signýu og Ragnhildi, það var mjög gaman. Ég og Þórhildur vorum með skemmtiatriði og allt! Juri pabbi Evu spurði mig hvort ég væri leikkona(!) eftir atriðið. VÁ Ég á svooo eftir að lifa á þessu kommenti næstu árin...mmmmmm...mmm...

Já og svo minnir bakgrunnururinn minn á þessu bloggi mig á gömlu mjólkurfernurnar á Akureyri. Man einhver eftir þessu? Var þetta kannski svona á öllu landinu? Veit einhver hvað ég er að tala um? Var þetta munstur/litur kannski ekki á mjólkurfernunum, heldur einhverju öðru?

Kisskiss, until next time....

mánudagur, desember 11, 2006

I m a time-fighter

Vá, ég er eitthvað svo ung á litlu myndinni hérna til vinstri. Ég er ekki svona ungleg lengur..... !

mánudagur, desember 04, 2006

Hvalaveiðarnar

Hahahhahaha, vá hvað ég elska(.....) Bandaríkjamenn sem úthúða okkur íslendingum fyrir þessa 9 hvali sem við megum veiða (á ári? held ég). Ég er búin að fá svooo mikla leið á þessu umræðuefni sem er alltaf að poppa upp hér og þar.
Þeir hljóta að vera eitthvað vangefnir. Þeir sjálfir hafa leyfi til og veiða eitthvað í kringum 120 hvali á ári. Ekki eru þeir duglegir að bæta því við í umræðuna um þetta alltsaman....
jæja, kiss kiss. until next time...