Jah, svona eru kynin nú ólík. Eða eitthvað. Kannski er ég bara svona leiðinleg, en eftir að ég varð ólétt þá hef ég varla séð né heyrt í vinkonum/vinum mínum.
Hinsvegar er alveg öfugt farið hjá the father to be. Þar hrannast vinirnir upp í röðum eftir að fá að hitta hann og bjóða honum í hitt og þetta, pókerkvöld, bíó, mat o.fl. - þ.e.a.s. EFTIR að fréttist um óléttuna mína.
Sem sagt þveröfug áhrif.
Ég get nú ekki sagt að ég sé búin að vera að sækjast mikið í félagsskap, en það hefur the father to be ekki heldur gert. Og það stoppar ekki vinina, þeir hringja og droppa við sem aldrei fyrr! Enda er hann mjög skemmtilegur, svo virðist hann verða skemmtilegri eftir að hann barnaði mig...(!)
Ég er eiginlega komin með áhyggjur af "systrum" mínum. Af því að ég er búin að vera spá í því hvað veldur þessu. Og það virðist vera að þær séu að gera svo ofboðslega mikið...(?) Of þreyttar...(?) Of uppteknar við vinnu og lærdóm...(?) Ég set náttúrulega spurningamerki við þetta allt því ég hef bara ekki hugmynd um það, það virkar samt svoleiðis á mig. Allavega þær sem ég hef heyrt eitthvað í, þær eru að drukkna í vinnu og skyldustörfum. Eða kannski er ég bara svona leiðinleg eins og fyrr segir. Því þær mega sko ekki vera að því að hitta mig.
Svo til að toppa kvörtunina mína þá er ég búin að hlusta á besta vininn tala við föðurinn, og hann segjir "flott hjá þér, gott múv". Besta vinkona mín hefur sagt við mig "ég held að þú munir ekki vinna aftur eftir að þú eignist barn, þú verður svona ALLTAF HEIMA".
Skrítin og mismunandi skilaboð, svona miðað við í hvaða landi við búum í og á hvaða tíma.
Svo getur þetta allt verið hrein ímyndun.
Tómt þvaður og kvart.
Svona "kerlingavæl"....