þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Ég las blogg um feministafélagið. Og þar fóru neikvæð orð um félagið. En ég skil samt ekki afhverju einhver, og þá sérstaklega ung kona á framabraut, er svona illa við feministafélagið? Jú, jú, félagið virðist gera einhverja þarna úti í samfélaginu fúla yfir því hvað þær/þau segja um jafnrétti og sumir eru á móti þeim leiðum sem þau fara til að fá sínu fram. En þetta er bara eins og í pólítík, allir fúlir við alla, sama hvað allir eru að segja við alla. Þegar allir eru alltaf ósammála öllum gerist lítið í hlutunum. Frekar ætti fólk að reyna að setja sig í spor annarra áður en það hefur svo sterkar skoðanir á öðru fólki.
Her kemur brot af pistlinum sem kveikir svolítið í þessari umræðu (og er góðfúslega tekinn úr blogginu...) "Katrín Anna segir enga eina ástæðu fyrir því að karlar taki ekki virkari þátt í jafnréttisbaráttunni en raun ber vitni. ?Ég get þó nefnt nokkrar ástæður eins og t.d. að sumir karlar græða á vissan hátt á ójafnrétti. Rétt eins og fáir karlmenn kvörtuðu yfir því á sínum tíma að eiginkonurnar sáu um heimilishald, elduðu fyrir þá mat og tóku til, þá kvarta fáir karlmenn yfir því nú að fá hærri laun eða hafa greiðan aðgang að líkama kvenna í gegnum klámvæðinguna?, segir hún og bætir við að önnur ástæða sé sú að kynslóð eftir kynslóð er alin upp við það að jafnrétti hafi náðst. "
...ég er einmitt alveg sammála henni Katrínu Önnu, ólíkt mörgum, því hún er náttúrulega bara að meina það að karlmenn finna minna fyrir kynjamisrétti og af því leiðir að þeir hafa minni áhuga á að stuðla að jafnrétti = því kynjamisréttið böggar þá minna. margir karlmenn taka ekki einusinni eftir því að það sé kynjamisrétti í samfélaginu.

Enda er það alls ekkert skrýtið. Þetta er lögmál sem sést allstaðar. Ég meina :
-hvenær hugsum við útí það hvernig blindir panta af matseðli á veitingastað? Við sem sjáum pælum síst af öllu í því þegar við erum að panta.
-Eða þegar við ferðumst með flugvél. Hvernig kemst manneskja föst í hjólastól inn í flugvél?
-Eða dvergar. Geta þeir bara keypt sér eina eldhúsinnréttingu í IKEA? Who cares! Ég get það! (þannig virðist fólk hugsa)
Nema þegar einhver nærri manni er blindur...fatlaður...eða dvergur...þá fyrst sér maður þeirra vandamál (er það ekki?). Þá stofna þessir minnuhlutahópar oft samtök sem hjálpa þeim að lifa í samfélagi sem er ekki hannað fyrir þau.
Það er gott mál að þau gera það. Því ef þau gera ekkert í því, gerir það enginn.
Og ég, sem hugsandi heilbrigð manneskja, styð svona fólk sem á einhvern hátt verða að berjast fyrir sínu.-berjast fyrir því sem einhverjir aðrir fá án þess að þurfa að blikka augunum-því að samfélagið er hannað akkúrat fyrir þau.
Nú hugsar fólk jafnvel "oh my God!" er hún nokkur að líkja konum við hreyfihamlaða og sjónskerta dverga!?!?!!?! ?
Nei.
Lesið úr þessu eins og þið viljið, þannig er pólítíkin. En stundum líður mér eins og ég sé hreyfihamlaður dvergur þegar ég sé að kynsystur mínar verða "reknar" þegar þær fara í barnsburðarleyfi, ef þær yfirhöfuð fá almennilega vinnu svona...ungar(20-38 ára), barnlausar OG í sambúð... (ooo ég gæti tekið endalaus dæmi um þetta en ég verð að fara að sofa bráðum)

Ég væri líka frekar til í að vera heyrnarlaus en að þurfa að heyra á hverjum degi í sjónvarpi og allstaðar afar neikvæð blótsyrði eins og belja, tík, kerling, tussa....o.s.frv það er alveg ástæða fyrir því að það er ekki naut, hundur, karl, typpi...
Þetta, ásamt mörgu öðru, er ekkert nema ósýnilegt kynjamisrétti.

Það særir mig mjög mikið þegar reynt er að bæta "feministum", "rauðsokkum" og "Bríetum" inn á einhvern "neikvæðann blótsyrða lista". Mér finnst það vera óvirðing gagnvart þessum konum sem voru þær fyrstu að berjast gegn misréttinu sem er AUGLJÓSLEGA til staðar.
Ég er feministi og það er ekkert neikvætt við það.
Bróðir minn er feministi og það er ekkert neikvætt við það.
Mamma er feministi og það er ekkert neikvætt við það.
Pabbi er feministi(held ég) og það er ekkert neikvætt við það.
Kærasti minn er ekki feministi og það er ekkert neikvætt við það.
Vinkonur mínar eru annaðhvort feministar eða ekki og það er ekkert neikvætt við það.
Mér finnst bara neikvætt að rakka feministahreyfinguna niður því það er það síðasta sem hún þarf á að halda og á það alls ekki skilið.

4 Comments:

Blogger Rebekka said...

Ég er femínisti, bara ekki svona öfgafull eins og sumar sem eru femínistar í femínistafélaginu. En ég ætti kannski frekar að segja jafnréttissinni því sökum þess hversu neikvætt orðið femínisti er orðið kæri ég min ekkert um að kalla mig femínista.

Femínistafélagið er alveg búið að gera marga góða hluti, en þær þurfa bara að draga svo mikið annað í þetta, eins og klám að það sé ógeðslegt, og rakka niður stelpur sem hafa áhuga á því að taka þátt í fegurðasmakeppnum og eitthvað álíka. Mega þær ekki bara taka þátt í að vera sætastar ef þeim langar það? Og hvað með það að einhverjar hálfberara íslenskar stelpur ákveða að fara í bleikt og blátt? Mega þær ekki það? Alveg eins og þú og ég eiga rétt á því að vera femínistar án þess að fá eitthvað ómálefnalegt yfirdrull yfir okkur?Af hverju hætta þær ekki bara þessu væli og stonfa konublað með berum köllum, ég væri alveg til í að kaupa það.

Ég veit nú ekki heldur um eina einasta konu sem mundi kvarta út af því að hún væri með hærri laun er karlinn við hliðina á sér og belive me sú kona er til það er sem er með hærri laun. Ég hef líka aldrei botnað í þessum stöðugu skotum og niðurlægingu á karlmönnum. Einmitt mjög góð aðferð til að fá þá með okkur í þessa baráttu.

Annað ég hef til dæmis unnið í byggingarvinnu og þar var margt sem ég treysti mér ekki til að gera og fékk hjálp af körlunum á svæðinu því þeir voru til dæmis sterkari. Ég meina hvað með það, þetta er bara spurning um áhugamál. Mér finnst það nú bara vera fáranlegt að strákum sé borgað til að fara í félagsfræði, mega þeir ekki hafa sín áhugamál og við okkar.

Svo síðast en ekki síst, verðsetjum fólk og metum það etir verðleikum ekki kyni, því það er einmitt það sem er að gerast núna með þessi Ójafnréttislög. Atvinnurekendur skíta nánast í brækurnar þegar kemur að því að ráða inn í störf þar sem karlar eru í meirihluta, þeir verða hvort eð er ásakaðir um að vera karlrembur, þ.e ef karlmaður ræður í starfið.

Jafnrétti tekur tíma, þetta gerist ekki allt á morgun eins og ég hef stundum á tilfinningunni að féministafélagið vill. Það er ekki langt síðan konur komu út á vinnumarkaðinn og það að það séu ekki fleiri konur í stjórn í fyrirtækjum landsins er bara einfaldlega að miklu leyti út af því að það eru bara fleiri karlmenn sem hafa meiri reynslu og menntun eins og staðan er í dag. Þú þarf ekki að gera annað en að horfa á fjámálastofnanir landsins til að sjá að þetta er allt að koma. Bankarnir eru meira eða minna fullir af konum, nema kannski 2-3 karlmenn sem eru yfir einhversstaðar og brátt hverfa þeir líka því konurnar eru á leiðinni í þau störf líka. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA, HÆTTUM AÐ VANMETA KONUR! Ég get alveg samið um mín laun sjálf og ef það er einhver sem þarf að standa vörð um mína hagsmuni er það ég sjálf. ÉG BER ÁBYRGÐ Á SJÁLFRI MÉR.

desember 02, 2004  
Blogger Rebekka said...

Og eitt í viðbót, ég get alveg sett mig í spor annarra því ég hef alveg lent í þessu sjálf og jú hvað gerði ég þá ég kvartaði! Ég blæs á þessi rök að fólk sem er ósátt við femínistafélagið sé óupplýst, svona rök sýna bara það að femnínistafélagið þolir einfaldlega ekki að fólk sér í lagi konur séu ekki sammála því. Maður fær því vorkunnsemi þeirra yfir að vera svona vitlaus og lifa í svo mikilli blekkingu að jafnrétti sé náð, jafnrétti er ekki náð og við þurfum að fara að huga að því líka að réttur karlmanna hefur misfaris í þessari umræðu. Hvaða réttur hefur karlmaður til að komast inn á vinnustað þarf sem konur eru í meirihluta! Engin lög sem verja hann eins vel og konurnar.

En þetta er skemmtileg umræða Gvelda mín, verum bara sammála um eitt og það er að vera ósammála:)

desember 02, 2004  
Blogger ingveldur said...

Já sömuleiðis, við verðum bara að fara að hittast bráðlega Rebba mín :)

desember 02, 2004  
Blogger ingveldur said...

Já,sem betur fer eru ekki allir á móti feministafélaginu. Hvar værum við þá...?

desember 04, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home