Við skötuhjúin skruppum aðeins til Barcelona. Erum komin heim aftur, endurnærð og sæl. Ég er sérstaklega sæl, því þótt Barcelona sé dýrari borg en Reykjavík, þá eru konfekt-teríur á hverju horni og þær voru ódýrari en við erum vön hér. Í kringlunni kostar handgert konfekt í litlum kassa eina milljón, miðstærð kostar 2,2 milljónir og stærsti kassinn er ekki til sölu fyrir almenning. Þarna var þetta á viðráðanlegu verði og ég gar loksins svalað súkkulaðiþörf minni fyrir næstu mánuðina :)
Stærsti fengurinn var samt Sagrada Familia. Þau sem hafa séð hana með berum augum vita hvað ég á við.
3 Comments:
Fannst þér dýrt! Þú hefur greinilega ekki ratað á réttu staðina:) Heh EN já sagrada er flott, en mér fannst miklo flottaria gaudi húsið, þvílíkur snilli sem þessi karl var. Ætluðum aldrei að koma Sindra út honum fannst svo gaman þarna inni.
það varð allt Sky High þegar evrurnar urðu gjaldmiðill Spánar. Sérstaklega í Stórborgunum. Fatabúðir(mango og Zara) voru t.d. jafndýrar eða dýrari en á Íslandi.
Ja það eru líka alþjóðlegar verslunarkeðjur þannig að það kemur ekki á óvart, enda spænsk merki:) Pull and Bear mjög ódýrt og gott, keypit mér dress þar á 40 eur, buxur jakka bol! Bjór á 1 eur er nú bara skitt og ingenting, en við íslendingarnir mælum náttlega verðlagið efitr bjór hehe
Skrifa ummæli
<< Home