þriðjudagur, nóvember 21, 2006

vetrarharkan

jahérna, hvenær ætlar þessi pest úr mér! Fór til læknis í gær, "jájá, þetta er náttúrulega vírus þannig að það tekur eðlilega tíma að losa sig við þetta, þú svona ung og hraust, það ætti þá ekki að taka nema 10 daga".
Hver hefur 10 daga til að vera lasin?
Jæja, allavega, þetta fer allt vel á endanum.
Ég ætla að reyna að vera meira á jákvæðu nótunum hérna á þessu blessaða bloggi. Núna er t.d. bjart og fallegt úti. Ég elska þennan snjó sem ætlar að setjast að hjá okkur :) Loftið verður svo hreint og ferskt þegar það er snjór. Svo verða dýrin líka svo kát! Ég horfði á tvo hunda leika sér tímum saman, ofurkátir, gríðarlegur stærðarmunur á þeim, kaffærandi hvorn annan(þessi stóri að kaffæra þann litla), þessi litli að þykjast vera dauður svo hinn hætti og þá byrjaði eltingarleikurinn aftur. Algjör snilld.
En hvað var þetta með Edduna? Hver ákveður svona vitleysu? Hvað á það að þýða að láta Mýrina fá flestar Eddurnar? Þetta hefur bara gert það að verkum að maður tekur ekkert mark á þessum verðlaunum. Þetta var nú bara hálf vandræðalegt, því allir sem hafa séð Börn og Mýrina vita að Mýrin átti alls ekki að fá öll þessi verðlaun. En svona er þetta bara. Er þetta klíkuskapur? Getur það verið?
Jæja, núna ætla ég að æla smá.
So long!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home