þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Ég las blogg um feministafélagið. Og þar fóru neikvæð orð um félagið. En ég skil samt ekki afhverju einhver, og þá sérstaklega ung kona á framabraut, er svona illa við feministafélagið? Jú, jú, félagið virðist gera einhverja þarna úti í samfélaginu fúla yfir því hvað þær/þau segja um jafnrétti og sumir eru á móti þeim leiðum sem þau fara til að fá sínu fram. En þetta er bara eins og í pólítík, allir fúlir við alla, sama hvað allir eru að segja við alla. Þegar allir eru alltaf ósammála öllum gerist lítið í hlutunum. Frekar ætti fólk að reyna að setja sig í spor annarra áður en það hefur svo sterkar skoðanir á öðru fólki.
Her kemur brot af pistlinum sem kveikir svolítið í þessari umræðu (og er góðfúslega tekinn úr blogginu...) "Katrín Anna segir enga eina ástæðu fyrir því að karlar taki ekki virkari þátt í jafnréttisbaráttunni en raun ber vitni. ?Ég get þó nefnt nokkrar ástæður eins og t.d. að sumir karlar græða á vissan hátt á ójafnrétti. Rétt eins og fáir karlmenn kvörtuðu yfir því á sínum tíma að eiginkonurnar sáu um heimilishald, elduðu fyrir þá mat og tóku til, þá kvarta fáir karlmenn yfir því nú að fá hærri laun eða hafa greiðan aðgang að líkama kvenna í gegnum klámvæðinguna?, segir hún og bætir við að önnur ástæða sé sú að kynslóð eftir kynslóð er alin upp við það að jafnrétti hafi náðst. "
...ég er einmitt alveg sammála henni Katrínu Önnu, ólíkt mörgum, því hún er náttúrulega bara að meina það að karlmenn finna minna fyrir kynjamisrétti og af því leiðir að þeir hafa minni áhuga á að stuðla að jafnrétti = því kynjamisréttið böggar þá minna. margir karlmenn taka ekki einusinni eftir því að það sé kynjamisrétti í samfélaginu.

Enda er það alls ekkert skrýtið. Þetta er lögmál sem sést allstaðar. Ég meina :
-hvenær hugsum við útí það hvernig blindir panta af matseðli á veitingastað? Við sem sjáum pælum síst af öllu í því þegar við erum að panta.
-Eða þegar við ferðumst með flugvél. Hvernig kemst manneskja föst í hjólastól inn í flugvél?
-Eða dvergar. Geta þeir bara keypt sér eina eldhúsinnréttingu í IKEA? Who cares! Ég get það! (þannig virðist fólk hugsa)
Nema þegar einhver nærri manni er blindur...fatlaður...eða dvergur...þá fyrst sér maður þeirra vandamál (er það ekki?). Þá stofna þessir minnuhlutahópar oft samtök sem hjálpa þeim að lifa í samfélagi sem er ekki hannað fyrir þau.
Það er gott mál að þau gera það. Því ef þau gera ekkert í því, gerir það enginn.
Og ég, sem hugsandi heilbrigð manneskja, styð svona fólk sem á einhvern hátt verða að berjast fyrir sínu.-berjast fyrir því sem einhverjir aðrir fá án þess að þurfa að blikka augunum-því að samfélagið er hannað akkúrat fyrir þau.
Nú hugsar fólk jafnvel "oh my God!" er hún nokkur að líkja konum við hreyfihamlaða og sjónskerta dverga!?!?!!?! ?
Nei.
Lesið úr þessu eins og þið viljið, þannig er pólítíkin. En stundum líður mér eins og ég sé hreyfihamlaður dvergur þegar ég sé að kynsystur mínar verða "reknar" þegar þær fara í barnsburðarleyfi, ef þær yfirhöfuð fá almennilega vinnu svona...ungar(20-38 ára), barnlausar OG í sambúð... (ooo ég gæti tekið endalaus dæmi um þetta en ég verð að fara að sofa bráðum)

Ég væri líka frekar til í að vera heyrnarlaus en að þurfa að heyra á hverjum degi í sjónvarpi og allstaðar afar neikvæð blótsyrði eins og belja, tík, kerling, tussa....o.s.frv það er alveg ástæða fyrir því að það er ekki naut, hundur, karl, typpi...
Þetta, ásamt mörgu öðru, er ekkert nema ósýnilegt kynjamisrétti.

Það særir mig mjög mikið þegar reynt er að bæta "feministum", "rauðsokkum" og "Bríetum" inn á einhvern "neikvæðann blótsyrða lista". Mér finnst það vera óvirðing gagnvart þessum konum sem voru þær fyrstu að berjast gegn misréttinu sem er AUGLJÓSLEGA til staðar.
Ég er feministi og það er ekkert neikvætt við það.
Bróðir minn er feministi og það er ekkert neikvætt við það.
Mamma er feministi og það er ekkert neikvætt við það.
Pabbi er feministi(held ég) og það er ekkert neikvætt við það.
Kærasti minn er ekki feministi og það er ekkert neikvætt við það.
Vinkonur mínar eru annaðhvort feministar eða ekki og það er ekkert neikvætt við það.
Mér finnst bara neikvætt að rakka feministahreyfinguna niður því það er það síðasta sem hún þarf á að halda og á það alls ekki skilið.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Við skötuhjúin skruppum aðeins til Barcelona. Erum komin heim aftur, endurnærð og sæl. Ég er sérstaklega sæl, því þótt Barcelona sé dýrari borg en Reykjavík, þá eru konfekt-teríur á hverju horni og þær voru ódýrari en við erum vön hér. Í kringlunni kostar handgert konfekt í litlum kassa eina milljón, miðstærð kostar 2,2 milljónir og stærsti kassinn er ekki til sölu fyrir almenning. Þarna var þetta á viðráðanlegu verði og ég gar loksins svalað súkkulaðiþörf minni fyrir næstu mánuðina :)

Stærsti fengurinn var samt Sagrada Familia. Þau sem hafa séð hana með berum augum vita hvað ég á við.

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Örlaganornin
Það er eitthvað sem angrar mig. Eitthvað smá bögg í gangi Svona tilfinning sem segir manni að maður er ekki að fara neitt. En samt er það ekki vandamálið. Ég er alveg að fara eitthvert. Það er kannski meira hvort ég er að fara á réttann stað. Á stað sem hentar mér best?

Þetta þykir mjög óþægileg tilfinning. Þessvegna voru "örlögin" fundin upp. "Örlaganornirnar spinna þennann örlagavef". Eins og við gætum engan vegin haft stjórn á ferðum okkar... Eins og við ráðum ekki stefnu okkar í lífinu... Þá er ábyrgðin tekin af okkur og við þurfum ekki lengur að líða illa yfir því hvort við höfum tekið réttu ákvarðanirnar eða ekki.

En ég trúi þessu bara ekki. Við hljótum að geta ráðið örlögum okkar alveg helling. Það er bara spurning um ákveðni og sjálfsöryggi eða vanmátt og leti.
Það eru þá til örlaganornir. Ég er örlaganornin mín.