mánudagur, febrúar 28, 2005

Það er búið að vera mikið um að vera í félagslífinu í skólanum eins og sjá má á myndunum. Voða gaman alltaf enda mikið af MA-ingum í tannlæknadeildinni, áhugasamir geta skoðað allann aragrúann af myndunum á myndasíðu tannlæknadeildar háskólans.
Allavega...þá er ekki mikið að frétta héðan úr austurbænum, nema það að lífið heldur sinn vanagang. Ég vinn á Íslandi í sumar og fer svo til Svíþjóðar í haust ef allt fer eftir áætlun. Skólinn sem slíkur er að verða búinn (þarf ekki að mæta í Tanngarð það sem eftir er!!!nema ég ákveð að byrja að kenna.....nei...ég myndi aldrei nenna því...ekki nógu þolinmóð).
Svo er einhver leiðindapest að hrjá alla í kringum mig og ég er farin að finna aðeins fyrir henni, en Guði sé lof fyrir Skagaströnd, rauðvíni og lýsi, ég hætti alveg við að verða lasin.
Svo er ég búin að vinna bug á túrverkjunum mínum ógurlegu. Ef einhver með heiftarlega (HEIFTARLEGA)slæma túrverki les þetta þá vil ég endilega dreifa visku minni um þetta mál því enginn á að þurfa að þjást svona mikið á nokkurra vikna fresti.
Þarf að sofa. Góða nótt!

arshatid tannlaeknanema


arshatid tannlaeknanema
Originally uploaded by inglo.

arshatid tannlaeknanema


arshatid tannlaeknanema
Originally uploaded by inglo.

visindaferd tannlaeknanema


visindaferd tannlaeknanema
Originally uploaded by inglo.

viso framhald


viso framhald
Originally uploaded by inglo.

vinsmokkunarnamskeid


vinsmokkunarnamskeid
Originally uploaded by inglo.

vinid hefur ahrif...


vinid hefur ahrif...
Originally uploaded by inglo.

dansad eftir vinsmokkun


dansad eftir vinsmokkun
Originally uploaded by inglo.

mánudagur, febrúar 14, 2005

!!!!!!!!!!!!!!!
!!!!!!!!!!!!
!!!!!!!!!!!!!
!!!!!!!!!!!!!
SAUMAKLÚBBURinn sauMA tilkynnir saumó MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ (núna í vikunni!) KL. 2O:OO. Á Grettisgötu 82.
!!!!!!!!!!!!!
!!!!!!!!!!
!!!!!!!!!!!!
!!!!!!!!!

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Ég vil nota tækifærið og vera með þeim fyrstu sem óska henni Valdísi Óskarsdóttur klippara til hamingju með BAFTA verðlaunin!!!!!!

laugardagur, febrúar 12, 2005

Frábært kvöld í gær! Skrítið að vera komin aftur á djammið eftir margra ára lægð. Með "lægðinni" á ég við að það er búið að vera svo þurrt og óspennandi að djamma í Rkv í alltof langann tíma. Svo ekki sé minnst á hrútleiðinlegu tónlistina sem hugmyndasnauðir plötusnúðar frá FM halda að sé í tísku. Það versta er að fólk lætur sig hafa það og neyðir sig til að dansa við svo slæma tónlist þegar það lítur bara asnalega út við þetta rassadill(nýyrði) og höfuðrugg(nýyrði).
Ég er nú bara svona pessímísk núna því ég er viðsbjóðslega þunn. En þynnkan er gjörsamlega þess virði, ég skemmti mér drottninglega í gær því þá var lítið um þetta neikvæða sem ég var að babbla um hérna rétt áðan.
Héðan í frá ætla ég að velja djömm mín betur og gera meiri kröfur. Því ég er búin að fá nóg af hinu sígilda en samt sorglega leiðinlegu djammi: byrja drykkju einhverntíma svo langt eftir kvöldmat að ég er orðin glorhungruð aftur, fer niðrí bæ um o2:3o, bíð í röð(ekki orðin það fræg, sæt né frek til að komast inn strax) fyrir framan lítinn úturreyktann, stappaðann og dýrann stað, ærast svo þar inni vegna ólystugrar tónlistar og get ekki talað vegna hávaða, borga 600 kr fyrir flatann, útvatnaðann bjór, er í hættu á að einhver heimskur reyni (að tala) við mig, flý út á næsta stað, bíð þar í röð...sama sagan þangað til heim klukkan: alltofseint!enersamtmeðógeðslegustureykingafýluheimsfastaámérallri!

Alltílagi, alltílagi...þetta er nú ekki alltaf svona...og kannski ekki allt á einu kvöldi heldur, en samt...
Jákvæðnin er öll inní mér núna. Ég get því miður bara tjáð mig á neikvæðann hátt í augnablikinu.

Farewell!

laugardagur, febrúar 05, 2005

Með hjálp Bibba "tengdafrænda" þá eru loks komnar myndir á bloggsíðuna mína :) Það eru einmitt tvær skemmtilegar myndir af honum hér "living in Kópavogur" og 2 árum síðar "living in 101 Rkv" og sést þar mikill munur á..... hehehe. Ég tek það fram að hann er komin vel í glas núna og hefur því leyft mér að setja þessa þessa hrikalega mynd af honum á Speedo sundskýlu á netið, sem ætti að vera bönnuð börnum innan 35 ára...

Annars ætla ég að reyna að vera duglegri við að blogga því það hefur dvínað undanfarið hjá mér. En fyrst að mér hefur hlotnast sú kunnátta að setja myndir inn á síðuna þá nenni ég kannski að blogga eilítið meira. Ég er nefnilega með svokallað myndrænt minni og hef lítinn áhuga á öðru en því.

Ég er búin að fara á tvö þorrablót og lykta eins og vel úldinn hákarl. Þvílík stemming. Í kvöld var ég á þorrablóti með Breiðfirðingum og öðrum ekta Íslendingum. Það fólk kann að borða sviðakjamma. Ég henti öllu eftir að hafa kroppað í kinnina en þau borðuðu húðina, augun, fituna, kjötið, sinarnar, taugarnar og allt. Þau sugu beinin. Ég vil læra af svona fólki.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Gvelda sjálf


Gvelda sjálf
Originally uploaded by gvelda.

glæsiparið á Grettisgötunni


Okkar samband i hnotskurn


Okkar samband i hnotskurn
Originally uploaded by gvelda.

sami frændi 2 arum síðar


sami frændi 2 arum síðar
Originally uploaded by gvelda.

Fanturinn


Fanturinn
Originally uploaded by gvelda.

Flottasti frændi fantsins Captain Bibbi