laugardagur, mars 10, 2007

Öfgar

Að vera öfgafullur er ekki töff í dag.
Þessvegna pirrar það mig þegar það er verið að segja að stelpan framan á Smáralindar blaðinu sé "eins og lítil hóra að beygja sig niður tilbúin til að taka sig aftan frá".
Bíddu afsakið...
...hvaða viðbjóðslega pervert sér svona klám í hverju horni?
Jú, það er ein af systrum mínum í feminístaflokknum.
Mér finnst það leiðinlegt, að ein af mínum skoðanasystrum sé að segja svona um þessa mynd. Eða réttara sagt, um þessa ungu fyrirsætu. Það svertir feministaflokkinn allann. Og svona öfgar eru að verða ansi algengir. Mjög leiðinlegt, því það ýtir manni fjær þessum annars góða flokki.
Þessi Smáralindar bæklingur er reyndar í heild sinni vandræðalegur og niðurlægjandi=fyrir ferminguna sjálfa.
Á forsíðunni er þessi umtalda mynd sem einhver ósmekklegur stílisti og ólistrænn ljósmyndari stilltu upp. Ég meina: tugir pastelllitaðra tuskudýra stillt upp í kring um unga selpu í snípstuttum kjól, hnésokkum og lökkuðum háæluðum skóm að beygja sig niður einhverra hluta vegna....
..ok...
...inní blaðinu er náttúrulega bara verið að auglýsa mjög dýrar vörur sem gefa á krökkum í gjöf ef þau ákveða að játa kristinni trú...
...ok...
...svo er stjörnuspá inní blaðinu þar sem hvert stjörnumerki er tekið fyrir og þar að auki bent á hvað hver í hverju stjörnumerki þarf að kaupa(í Smáralind..) Dæmi "Meyjan á að dekra duglega við sig eða láta aðra um það og splæsa í demanta eða aðra eðalsteina" svo er auglýsing frá Carat og Meba og myndir af fallegum skartgripum fyrir neðan. "Bogamaðurinn á að passa að fá sér góðan morgunmat til að taka á móti hverjum degi fullur af orku" svo stendur Hagkaup og mynd af Sol Gryn, Kellogg´s special K og Weetabix...
...ok...
...svo er auðvitað lögð gríðarleg áhersla á húð, fatnað, förðun, skó, neglur og hár, brúnkumeðferðir o.fl. Þ.e.a.s. hið eftirsótta dúkkulísu útlit, sem afar fáir hafa á þessum aldri, hehehe.

Jæja, nóg um þetta. Mér finnst bara drulluskítt þegar það er verið að kalla þessa ungu stúlku "hóru" því hún er það alls ekki! Og það þarf alltaf að vera að draga fram hvernig stelpur líta út og hvernig þær beygja sig og hvernig þær opna munninn og hvernig þær eru klæddar! Frelsið minnkar bara við það og það er akkúrat öfugt við takmarki feministaflokksins! Eða það hefði ég allavega haldið, svona sem feministi sjálf.

6 Comments:

Blogger Kata said...

THANK YOU! Eins og talað út úr mínum munni, ég var einmitt að reyna að koma orðum að þessu en þér tókst það snilldar vel: "Og það þarf alltaf að vera að draga fram hvernig stelpur líta út og hvernig þær beygja sig og hvernig þær opna munninn og hvernig þær eru klæddar! Frelsið minnkar bara við það og það er akkúrat öfugt við takmarki feministaflokksins! Eða það hefði ég allavega haldið, svona sem feministi sjálf." ÉG VIL FÁ AÐ GANGA Í MÍNU STUTTA PILSI ÁN ÞESS AÐ VERA ÁLITIN HÓRA! Þessi umræða miðar einmitt að því að skerða frelsi kvenna - að þær geti ekki opnað munninn án þess að vera að bjóða skaufum þangað inn. Mér finnst þessi bæklingur ömurlega commercial og asnalegur, en mér finnst það vera mesta vanvirðing í heimi að segja þessa sætu stúlku (sem átti að vera eins og tuskudúkka skilst mér, ekki klámmyndadrottning) vera að bjóða aðgang að líkama sínum - just pick a hole!

mars 11, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

ó ó ó ég er svoooo sammála. Heyr heyr.

Tóta

mars 11, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Vard bara ad commenta, fann færsluna hja Køtu Rut. Frabær grein!
Elsa ur MA

mars 12, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

jájájá, bjánalegur bæklingur en ótrúleg orð alveg hreint hjá ungfrú kolbeins. Hefði ekki viljað vera þessi stúlka og mæta í skólann daginn eftir þetta skemmtilega dæmi. Ekki bara að þetta skemmi umræðu og orðspor femínista heldur líka alla almennilega (og þarfa) umræðu um klám.

mars 12, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef lýsa mætti nútímanum sem góðum dögum ... þá sannast hið fornkveðna ,, það þarf sterk bein til að þola góða daga ,, ... og hver þorir svo að vera bara hann/hún sjálf(ur) í dag þar sem máttur auglýsingana er svo mikil , að segja má stundum að við höfum verið alinn upp af auglýsingum. Kannski verður sagt við Stútdentaútskrift eftir 50 ár að ... Dúxin hún Guðfríður Jónsdóttir ... hefur verið Kostuð af Hagkaup frá fæðingu ... hver veit ?? Valur Frændi.

mars 18, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála frænka!

mars 20, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home