miðvikudagur, janúar 24, 2007

ég a reiknivel

Þessi Kaupþing auglýsing er fyndin. Það hlæja alltaf einhverjir af henni þegar hún kemur á bíótjaldið. John Cleese segir einmitt í einni auglýsingunni "300 thousand! Why do you even bother with these advertisement, why don´t you just give everyone a call?" Ég frétti að Köööööpþing auglýsingin öll hafi kostað um 80 milljónir. En það var einungis gerð auglýsingarinnar, þannig að við bætist kostnaður við að hafa hana í úvarpinu, bíóum, sjónvarpinu og í strætóskýlum. John Cleese fékk mig til að hugsa..JÁ, við ERUM suddalega lítil smáþjóð og svo fór mig að dreyma um alla þessa peninga. Afhverju gaf Kaupþing ekki Íslendingunum þessa peninga í staðinn fyrir venjulega auglýsingu? SNILLDARHUGMYND!
Svo tók mín fram reiknivélina...segjum að Kaupþing myndi gefa öllum Íslendingum milli 16 og 60 ára um 90 millj. Og segjum að Íslendingar séu um 200.000 stykki í þessum aldurshóp. Þá fær hver sinn 450 kall. Vá, takk.
Þetta ekkert svo miklir peningar.
Þetta er smápeningur.
Mér kýs John Cleese fram yfir 450 kall á reikninginn minn.

Jæja, góða nóóóótt
P.S. ég mæli með BABEL bíómyndinni.

5 Comments:

Blogger Berndsen said...

Hann John kallinn er svo sannarlega 450 kr virði. Jeg hefði jafnvel farið upp í 600 kr ef hann hefði farið úr buxunum.

janúar 25, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er persónulega mjög ánægð með að Kaupþing hafi ekki hringt í mig. Mér finnst þetta hins vegar plebbaleg auglýsing og plebbalegt múv hjá bankanum að skipta um nafn eins og nærbuxur. Mér væri rórra að vita að vextirnir af námsmannaframfærsluláninu mínu væru að fara í eitthvað annað og göfugra en tippatog. En kannski á maður bara að vera þakklátur. Kaupþing leyfir okkur sauðsvörtum neytendunum (því við erum ekki almúgi lengur, við heitum neytendur)allavega að njóta stórstjörnunnar sem þeir keyptu í stað þess að halda lokaða veislu.

janúar 25, 2007  
Blogger berglind said...

Ég þigg frekar 450 kallinn ég get þá allavega farið og leigt mér Monty Python fyrir hann og notið þess að horfa á John minn Cleese lengur!!!!

janúar 25, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá en þú klár .. ertu viss um að þú sért á réttri hillu ( góm ) í lífinu .Ég meina þá gætum við öll borið hlýhug til bankans er gaf okkur pening ,, góð auglýsing það ,, og John Cleese gæti fengið að vera áfram í hugum okkar og minningum , fyndinn í góðum bíómyndum . Eða hvað mun okkur detta fyrst í hug er við sjáum John Cleese ?? í næstu bíómynd er hann leikur í ... það skildi þó aldrei verða Kaaaauuuuupppppþþþþþþiiii ?? eða hvað ?

janúar 26, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleymdi að kvitta fyrir þessa athugasemd . Valur frændi eða VVVVVaaaallllluuuuurrrrr

janúar 26, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home