sunnudagur, janúar 07, 2007

GLEÐILEGT NYTT AR!!!

Gleðilegt ár kæru blogglesendur! Árið 2006 var viðburðaríkt, ég til dæmis...

...ÚTSKRIFAÐIST sem tannmiður

...fékk MEGAS til að spila í afmæli afa míns

...fór HRINGFERÐ um Íslandið fríða

...JÚBÍLERAÐI með stæl á Akureyri

...varð ÓLÉTT

...fór til PARÍSAR í djammferð

...UPPGÖTVAÐI að á Íslandi þarf maður að kunna ensku til að kaupa brauð í bakaríi, fá kaffi á kaffihúsi og panta á veitingastað

...UPPGÖTVAÐI LÍKA að á Íslandi þarf utanríkisráðherra Íslands hinsvegar ekki að kunna að tala, skilja né skrifa ensku

Jæja, nóg í bili! Kisskiss!

17 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju Ingveldur!

janúar 07, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með litla bumbubúann, gangi ykkur Berndsen allt í haginn :)

Mér finnst alveg stórkostlega merkilegt að sjálfur utanríkisráðherrann skuli varla geta tjáð sig á ensku! Ef maður sækir um starf í SJOPPU á Íslandi þá er afskaplega gott að geta tjáð sig á ensku. Hellóóóó

janúar 07, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju bædi tvö! Koss frá okkur Jens

janúar 08, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Knús knús... vá hvað þið verðið skemmtilegir foreldrar!

janúar 08, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

þú þarna ólétta stelpurófa!! og hann þarna kallurinn þinn, batman!! INNILEGA TIL HAMINGJU!!! Ætlaði að skrifa: megi barnið erfa fegurð þína (og gáfur auðvitað), en eins og sjá má á myndinni er faðirinn augnakonfekt hið mesta. Svo það er nokkuð ljóst að erfinginn verður fagur.

ÁFRAM ÞIÐ!

janúar 10, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju snillingur. Nú hefst lífið

janúar 10, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með tíðindin and may you life a long and happy life . Valur ( not the english speeking waiter at the reastaurant in the bakery )

janúar 10, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

innilega til hamingju með kúluna!! þið eruð bara flottust!;)

janúar 10, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

vááá, það er ekkert annað, greinilega gott ár hjá ykkur. Innilega tilhamingju með frábæran árangur og sérlega þó barnagerðina.

janúar 11, 2007  
Blogger Rebekka said...

já hittir tilvonandi ömmuna og afann í íkea, pabbi þinn heldur því fram að þetta sé smitandi, ég ætla að kaupa mér óléttu próf og athuga hvort ég sé nokkuð orðin ólétt líka;)

janúar 11, 2007  
Blogger ingveldur said...

jújú, mikið rétt, það eru tvær aðrar á sama tíma óléttar...ein sett 12.júlí, hin 27.júlí og svo ég 17.júlí. Þetta er bráðsmitandi, Rebbi minn..... :)

janúar 12, 2007  
Blogger Kolbrun said...

hey þekki ég þá sem er sett 27.júli? ...þetta er sko Rosalegt Ingveldur - við erum greinilega í trendinu, ég veit um okkur, aðra í juni og aðra í águst ;)

janúar 14, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ:)til lukku með bumbubúann,gangi ykkur vel:)

janúar 16, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ. Til hamingju með bumbubúann! Þetta er bara best í heimi :o)
kk. Dóra Gunnars.

janúar 18, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Til hamingju með verðandi erfingja:) Gangi ykkur allt í haginn.
Kveðja Hrafnkell og Íris

janúar 19, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Er búin að vera að bíða eftir því að hitta þig til þess að getað óskað þér til hamingju í eigin persónu en ég sé að ég verð bara að láta mér þetta lynda í bili...Hjartanlega til hamingju bæði tvo kossar og knús!!!

janúar 20, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég óska ykkur báðum til hamingju með þennan glæsilega árangur. Gangi ykkur vel með bumbubúann og megið þið verða hinir beZtu foreldrar!

janúar 21, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home