þriðjudagur, nóvember 28, 2006

lohohoksihins

jæja, þá er þetta allt að koma hjá mér. Ég snýtti þessari vetrarpest út úr mér með hörku og það tókst. Ég held samt að það sem hafi bjargað mér er ferðin út úr bænum um síðustu helgi. Vá, hvað það er nauðsynlegt að gera það! Af því tilefni ætla ég aftur næstu helgi út úr borginni og það verður ljúft. Það er nefnilega yndislegt í litla sumarbústaðnum hjá mömmu og pabba uppá Þingvöllum. Þar er hvorki rafmagn né rennandi vatn. Ég þakka því, og aðeins því, heilsu minni í dag.
Kannski á ég eftir að enda sem svona einyrki, alein, útá landi, með minn sjálfsþurftarbúskap. Það er aldrei að vita.
Annars allt gott að frétta.
Until next time......

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

... og svo fær gamla einsetukonan hún ,,Ingveldur í Uppsölum,, heimsókn frá ,, Stiklu ,,sjónvarpsmönnum framtíðarinnar sem munu þá spyrja hana um líf án rennandi vatns og annars munaðar sem hún þá neitar sér um . Kv Valur frændi ( einbúi í borg með rennandi vatn )

nóvember 29, 2006  
Blogger ingveldur said...

já veistu, ég hafði mest gaman af "Út og suður" á RÚV í fyrravetur, alveg sérlega skemmtilegur og fróðlegur þáttur. Það yrði ekki amalegt að fá að vera í einum af eftirrennurum hans Gísla Einars, eða hvað sem hann aftur heitir :)
Ég er líka með svona "einbúa" nafn.

nóvember 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ótrúlegt hvað þessar puðrumyndir geta gert fallegasta fólk óhugnalega ófrítt :)

desember 02, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér sýnist þú farin að líkjast fiskunum í þingvallavatni í framan.. dvölin úti á landi var kannski ekki eins góð og þú hélst.

Tóta

desember 02, 2006  
Blogger ingveldur said...

HAHAHAHAHA :D þið eruð met :)

desember 04, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home