fimmtudagur, júlí 31, 2003

Mikið sígaunaflakk á mér núna. Er komin í sítt fyrirferðamikið vínrautt pils, sítt dökkt slegið hár, með brúna húð og dökkt ævintýralegt augnaráð. Spila á flautu og syng og dansa allar nætur ásamt sígaunafjölskyldu minni....kemst semsagt ekki í netsamband næstu daga. :(
Ég bið samt að heilsa verslunarmannahelgarpakkinu og vona að það rigni ekki í þetta skiptið.

þriðjudagur, júlí 29, 2003

djöf er þetta blogg sniðugt, af eðlisfari er ég forvitnari en kötturinn og þá sérstaklega af því að ég er Íslendingur, og núna get ég lesið um þa sem vinkonur mínar, sem eru stráðar út um allann heim, eru að gera, hugsa, hözzla eða ekki hözzla. Endaer ekki svo erfitt að taka eftir því að umræðuefni numero uno í blogginu er:HÖZZL eða EKKI hözzl. numero dos:DJAMM eða EKKI djamm. og si si nú er spænskukunnáttan mín finito...
Það bergmálar hérna inni hjá mér þegar ég hamra á lyklaborðinu því allt er tómt!! Við flytjum út úr húsinu á morgun og sígaunumst eitthvað áfram. Ég mun hinsvegar þurfa að sígaunast eitthvað lengur því ég er húsnæðislaus allann ágúst, oh það er eitthvað svo rómantískt við það. Stundum langar mig ekki til að eiga NEITT nema þor og labba bara eitthvert og redda mér, lifa bara þennann dag af, og svo næsta þegar þar að kemur... Æi, nei, ég ætla frekar að leika þessa persónu einhverntíma í bíómynd þegar einhver í kvikmyndabransanum uppgötvar mig mmmmmmm já.

mánudagur, júlí 28, 2003

að flytja í 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14 nei 15 skiptið á mínum 22 árum er farið að verða meira en nóg... ég veit einusinni ekki hversu oft ég hef flutt, en það er einhversstaðar á milli 14 og 16 skipti. Æi, blablabla, whatever happens happens.
Ég dáist gjörsamlega að einstaklingum sem lifa bara í nútíðinni, gærdagurinn og morgundagurinn gerðist og gerist, og sko ekkert meira með það. Enda er það mikil orkusóun að vera að pæla í hvað gerðist í gær og hvað mun gerast á morgun. En svo spyr ég mig: læri ég eitthvað að því að pæla ekkert í fortíðinni og framtíðinni. Verð ég ekki heilalaus mannapi sem geri alltaf sömu mistökin aftur og aftur? Og svo næ ég ekki að afreka neitt því ég plana ekki neitt? En viti menn, ég er búin að fatta þetta, það tók bara 21 ár og 10 mánuði!
-nútíðin er það eina sem við ráðum eitthvað við
-nútíðin er í raun fortíð okkar og framtíð
-nútíðin er það eina sem við þurfum að hafa einhverjar áhyggjur af
=fullkomin einbeiting að nútíðinni er SNIÐUGT


Þá er bara að reyna að verða svona ofboðslega sniðug. Ha!

laugardagur, júlí 26, 2003

var að koma úr vinnunni, klukkan er 3 um nóttu að staðartíma. Ansi snemma heim miðað við "eðlilegann" barþjón, nema hvað að ég er í Noregi og hér gilda allt aðrar reglur um drykkju.
Fakta: ég má einusinni ekki selja manni bjór sem lítur út fyrir að FINNA Á SÉR vegna áfengisdrykkju. Og ég fyrst þegar mér var sagt þetta, sem íslendingur sjálf, bara jájá hahaha....sure...ókei, hélt að þetta væri svona bara "regla" sem við ættum að þykjast fara eftir. Ég meina það er erfitt ad skilgreina akkúrat þetta "finna á sér" syndrom. Nei nei, svo kom að því að ósköp venjulegur maður á fertugsaldri, hress en eitthvað drukkinn(þessvegna hress), ætlaði bara að fá sér annann bjór, og mér var einfaldlega bannað að selja honum. Og hann er ekki sá eini sem ég hef þurft að neita um frekari drykkju. Fyrst var ég hissa og fannst norðmenn yfirmáta hallærislegir, fannst líka að þeir gætu ekki grætt almennilega á svona reglum. En aha gott fólk, þetta er stórsniðugt *engin drykkjulæti, bara stemming *engar drykkjubarsmíðar *ekki eyðileggingar inná staðnum *kurteisari viðskiptavinir *starfsfólkið þarf ekki að heyra svívirðingar og almenn leiðindi frá ofurölvuðu fólki *ekkert mál að biðja fólk um að fara þegar staðurinn er lokaður *ekkert kaos. Þetta rennur allt eins og smjör. Svo fyrir fólkið sem vill halda áfram að djamma til morguns þá hefur skapast hér svokallað "nachspiel" sem er partý í heimahúsi, og treystið mér;maður kemst alltaf í nachspiel hjá einhverjum, that´s the beauty of it. Já, ég held að ég sé norskari í mér en ég hef getað viðurkennt.

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Ha! loksins! Nú fer ég að tjá mig public og þá verður kona að vara sig. En eitt er víst, annaðhvort segi ég allt eða ekkert. To be or NOT to be. Ég hef verið það sniðug í mööööörg ár að skrifa dagbók, en hún var að sjálfsögðu aðeins ætluð mér og mátti hver vara sig sem kom nálægt henni, og í eitt skipti náði ég að troða þremur lásum á eina litla dagbók. Þessar dagbækur hafa verið mér stoð og styrkur í gegnum gelgjuárin en þó aðallega í gegnum VERSTU og ERFIÐUSTU árin sem eru núna, the twentie´s. Enn þann dag í dag langar mig til að kyrkja barnaskólakennaranna sem kenndu mér að gelgjuárin væru þau erfiðustu líkamlega og andlega, það gerði það að verkum að ég var algerlega óvarin og vopnlaus gegn miskunnarlausu tvítugsárunum sem eru meiraðsegja bara rétt að byrja!!! Hahaha þetta verður allt annað en gömlu góðu lása-dagbækurnar, gvelda biður að heilsa frá Tromsö, Norge.......vvvvvvíííííííí!!!!!!!!!!