sunnudagur, ágúst 29, 2004

Var að horfa á Catwoman. Því miður.


Áfengi er skemmtilegt dóp. Það fær fólk til að vilja framkvæma hluti. Ég upplifði þetta um síðustu helgi. Talaði um að gera hitt og þetta, verða að fara að byrja á þessu, ekkert mál, fékk allskonar hugmyndir og blablabla. Það var að sjálfsögðu drukkið áfengi. Svo núna í edrú ástandi, þá gerist lítið. Það er vaknað...farið í tölvuna...gert allt sem þarf að gera...pantað pizzu....keyrt í sjoppuna....farið að sofa....vaknað....downloadað myndir...horfa á myndirnar...fá sér að borða....sofa...
Svo er komin helgi!!!!!
Drukkið. "hei, drífum í þessu og þessu" "já, gerum það""þetta er sniðugt" "þetta getum við notað í það sem við ætlum okkur að gera".
Já áfengið er viljasterkt.
Mánuðirnir líða og árin líka. En hugmyndirnar eru margar þegar við erum búin að fá okkur nokkra bjóra. Þá er þetta líka EKKERT M'AL.
Daginn eftir vöknum við seint, fáum okkur að borða og kveikjum á sjónvarpinu. Alltíeinu er komið kvöld, og það er vinna á morgun.

föstudagur, ágúst 27, 2004

Ég virðist sem betur fer ekki vera sú eina sem bloggar ekki þessa daganna...

mánudagur, ágúst 23, 2004

Lendið þið oft í því að ókunnugt fólk útá götu segi bara eitthvað við ykkur út í bláinn? Þá er ég ekki að tala um róna sem kemur upp að þér og segist elska lífið, eða gamla konu sem spyr þig hvort þú sért ný/r í hverfinu. Heldur, eins og einusinni þegar ég sat í strætó, þá settist ókunnugur gamall karl við hliðina á mér(samt nóg af auðum sætum út um allt), svo rétt áður en hann fer út þá snýr hann sér og hvíslar "þú ættir að brosa oftar".
Núna um daginn í góða veðrinu var ég að hjóla á fullu í vinnuna, með hvítann hjólahjálm og að flýta mér. Þaut á gangstéttinni í hlíðunum. Það var fólk að labba þarna, ósköp venjulegt fólk. Eitt af þeim var miðaldra maður með innkaupapoka sem stoppaði, horfði á mig hjóla í átt að sér, sagði svo skýrt og "ég óska þér góðrar heilsu" sömu sekúndu og ég fór framhjá honum, og hann horfði beint í augun á mér.. Ég hrópaði náttúrulega á eftir honum "SÖMULEIÐIS!". En hann hafði bara snúið sér við haldið áfram leiðar sinnar.......
Jæja? Er þetta eðlilegt? Ha? HA!?!?

laugardagur, ágúst 21, 2004

Til hamingju með afmælið ódauðlega vinkonan mín, Grundfirðingurinn svo margt, margt fleira, og Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir.
Þetta blogg er tileinkað þér, fyrst að ég fékk ekki að hitta þig í dag og óska þér til hamingju með daginn. Þú ert ódauðleg í mínum huga því minningarnar sem við höfum saman eru það. Kiss, kiss og skemmtu þér vel í dag :)

mánudagur, ágúst 16, 2004

jæja, hitabylgjan farin og aðeins 70 ár í þá næstu :) Þá er ég 93 ára, einhversstaðar á elliheimili að bíða eftir morfíninu og hádegismatnum. Og það síðasta sem ég vil er eitthvað tropical veður sem flýtir fyrir dauða mínum. Ég er nefnilega ein af þeim sem ætla að verða 100 og eitthvað ára gömul.
En nóg um það, núna er ég ekki nema 23 bráðum og er því officially BARN. Mér hefur aldrei fundist ég jafn ung, lítil og barnaleg og nú. Óþarfi að pæla í elliárunum í dag.

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

ÉG ER KOMIN MEÐ COMMENTAKERFI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! þÖKK SÉ ÁSTINNI MINNI, ÉG ER HINSVEGAR ASNI

Maður lærir margt um manninn, þegar maður eignast lítil tvíburafrændsystkin. Nú vil ég alls ekki nefna nein nöfn, enda þýðir ekkert að benda á einn ákveðinn einstakling, því svona virðist þetta greinilega vera hjá langflestum í langflestum þjóðum, þ.á.m. Íslandi. Best er að útkýra þetta í litlu leikriti:
Í fæðingarstofunni. Móðirin hvílir sig uppí rúmi og er með stelpuna litlu á brjósti, litli strákurinn liggur í vöggu við hliðina á, mikilvægur maður í lífi hennar gengur inn, rekur upp stór augu;
Er þetta drengurinn?
Já, og hérna er...
Þetta verður mikill maður!
...stelpan
Hann snýr sér að þeim þar sem þær liggja í rúminu, kíkir og segir,
Mikið er hún sæt.
Snýr sér aftur að litla stráknum,
Hann verður mikill spekingur. Líklega bókaormur, svona eins og ég. Þarf ekki að fara að kaupa bækur handa honum?
Ung kona, sem varð vitni að þessu öllu, sagði,
Og nál og tvinna handa henni??
HAHAHA hló hann.

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Allir á Good bye Lenin í háskólabíó. And that´s an order!