mánudagur, febrúar 23, 2004

Ég man ekkert hvað ég var að gera á föstudaginn. En var að vinna laugardaginn og sunnudaginn, baka bollur fyrir bolludaginn. Það var fyndin kynningardama í Nóatúni sem var að kynna Fjallasúrmjólk, hún var svo smámælt og sagði sömu setninguna í 4 klst "Smakkið nýju Súrmjólkina frá mjólkurSamSölunni! :)
Endaði svo helgina í saumaklúbbi, tróð í mig skinkuhorn og spilaði Nintendo, og kjaftaði og hlustaði á kjaft, svo æðislegt.
Var að heyra í fréttunum að í Afríku eru ungar stelpur neyddar til barneigna, afleiðingar þess væri sköðun kviðarhols sem þarfnast meðferðar. Ég ætla að halda því fram að kviðarholssköddun sé það síðasta sem þessar ungu stelpur hafa áhyggjur af, guð minn góður.
BOLLA BOLLA!

laugardagur, febrúar 21, 2004

Neibbs er ekki náskyld Helga Hóseassyni :(

föstudagur, febrúar 20, 2004

Fékk sjúkan draum, dreymdi að ég byggi inn í sundhöll, í íbúð með glerveggjum þannig að allt sást inn og ég sá út líka (smá undir vatnið meiraaðsegja). Vatn allt í kringum mig og fullorðnir og börn í sundfötum, en svo var náttúrulega lokað á kvöldin eins og tíðkast. Um helgar hinsvegar var sérstakt diskósund, og það var tónlist og diskóljós langt fram á kvöld svona eins og í keilu. Örugglega gaman, nema ég bjó þarna og fékk ekkert næði. Það var sjoppa þarna og miðasala en fólk villtist oft inn til mín því engum datt í hug að einhver byggi þarna!

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Helgi Hósearson er fyrirmynd mín. Ég var reyndar bara að uppgötva hann almennilega núna þegar ég sá heimildarþáttinn um hann. Hef stundum keyrt framhjá honum án þess að vita nákvæmlega hvað hann er í rauninni að gera. Þvílikur snillingur! Þessi maður á skilið að verða afskírður og vonandi gerist það áður en hann deyr, eða fer til sameinuðu þjóðanna eins og hann kallar það :D Mér finnst það alveg sjálfsagt að fólk fái að afskíra sig, fyrst að það var skírt óafvitandi sem ungabörn, ekki spurning. Það ætti að afnema skírn ungbarna og láta það síðan ráða sjálft hvort það vilji láta skíra sig eða ekki þegar það hefur vit fyrir sjálfu sér, semsagt komið á fullorðinsaldur.
Hann kallar Biblíuna "ævisögu draugsins". "það er bara einn draugur(guð)en samt er hann þrenning, faðir, sonur og heilagur andi" og svo hló hann dátt. Ohhh ég skil hann svo vel, hef oft pælt í þessu sjálf. Mér finnst hann nákvæmlega ekki neitt geðveikur, hann hefur svo gífurlega sterka siðferðiskennd. Ég hélt ég myndi míga í mig þegar hann útskýrði hvað R.Í.Ó stendur fyrir, Ríkisvald Íslenskra Óþokka, og að þeir beri ábyrgðina á því að íslendingar styðji Bandaríkin í morðferðum sínum. Svo kallar hann lögregluþjóna "þræla" og Jesú(Ésú) "krosslafa". Ég ætla að fara í Íslendingabók og athuga hvort ég sé ekki náskyld honum Helga Hósearson.

Þetta er búið að vera mjög skemmtileg vika,svooo margt gerst. Vikan hófst á skemmtilegu flugfreyjuinntökuprófi. 'Eg horfði í kringum mig og sá 700 potential flugfreyjur og þjóna, þau voru fædd í starfið, hárið uppsett, snyrtileg í fari og í háhæluðum skóm(kannski ekki strákarnir). Prófið sjálft var athyglisvert, spurt um allskonar hluti sem ég bjóst engan vegin við, eins og tildæmis "hvað heitir ríkissáttarsemjarinn?", en öllu var svarað með bestu getu. En ég veit að starfið felur að mestu í sér "kaffi"?, "te?", "góðann daginn" og bros á vör.
Svo hafa þær Janet Jackson og Ruth Reginalds nauðgað fjölmiðlunum, eins ómerkilegar fréttir sem þetta eru, ekki einusinni þess virði að fjalla um. Það kemur manni ekkert á óvart lengur, bandaríkjamenn hafa alltaf fundist brjóst skammarleg og syndsamleg g þessvegna finnst mér það sama um þá. Og Ruth Reginalds hefur greinilega mjög erfitt og hefur lítið sjálfsöryggi. Hún sagði í beinni útsendingu einhvern morguninn að til að öðlast betri sjálfsvirðingu þyrfti hún fallegra bros, nei Ruth þú þarft sálfræðing. Greyið líkið á Neskaupsstað fékk enga athygli í tvo daga út af þessu fári.
Annars er ég þunn í dag, var á árshátíð tannlæknanema í gærnótt, heppnaðist líka svona ofboðslega vel. Svov keypti ég mér íbúð á föstudaginn 13. þetta getur bara ekki verið annað en happatala. Ég ætla að lofa beturumbætur á þessa síðu mína, það gengur ekki lengur að hafa hana svona... já svona eins og hún er. Hingað og ekki lengra, nei ómögulega takk þetta er alveg passlegt.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

það var svo ekkert svindlað á mér (...ekki í þetta skiptið allavega...) ég hef bara fengið svona lítið útborgað af því að ég vinn of lítið, getur það verið?
Mamma er að baka vínarbrauð, ég veit ekkert betra en að fá nýbakað vínarbrauð eftir matinn, með helling af súkkulaði ofan á (svona gamaldags vínabrauð, namm).
Ég er svo mikið í skólanum að ég er orðin steikt í hausnum, ég finn að heilinn er bókstaflega að hitna inní höfuðkúpunni og það er ekki þægilegt, til að lifa þessa önn af verð ég líklega bara að fara til útlanda í frí...hmmm...þar kom góð hugmynd.
Ég er í tilvistarkreppu, ég ætla bara að láta það flakka hér, já í tilvistarkreppu. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég er, hver ég er, hvað mig langar til að verða, hvernig ég get orðið það sem mig myndi svo langa til að verða, hvað mig langar til að gera og ekki gera, er ég að velja rétt...blablabla....bla....
Ég verð þá bara að láta mig nægja að borða vínarbrauð í bili. Verði mér að góðu.

já og svo er slökkt á gemsanum mínum út þessa viku.

mánudagur, febrúar 02, 2004

12386 dagar. Samkvæmt útreikningum á ég það marga daga eftir af lífinu. Mér finnst þetta ekkert virka mikið! 12 þúsund dagar, shit ég þarf að flýta mér enn meira.
Má ekkert vera að þessu!!!

Ég þarf að berjast til að fá rétt útborgað um mánaðarmótin, SAMT vinn ég hjá stóru fyrirtæki og SAMT er ég í Verzlunarfélagi Reykjavíkur, en ekki í einhverri vafasamri svartri vinnu "einhversstaðar". Ef ég verð veik og læt að sjálfsögðu vita, þá fæ ég það "úps óvart" ekki borgað, ef ég verð að vinna lengur en mínar 9 klst þegar það er brjálað að gera, þá er það líka "úps óvart" leiðrétt eftirá niður í mínar venjulegu 9 klst eða helst bara 8 klst fyrst þau eru nú byrjuð að rugla í stimpilklukkunni. Það versta er að þau komast upp með þetta, því við litlu starfsmennirnir fáum launaseðilinn heim en ekki stimpilklukkublaðið sem þau eru að krukka í fyrir mánaðarmótin, og þar sést ALLT. Ég er hinsvegar ein af fáum sem vil endilega fá að skoða þetta blað, sem er alveg sjálfsagt hefði ég haldið, en NEI, þá er það bara heljarinnar vesen og bið og bull. Yfirmennirnir leyfa sér að segja "ég kann ekki að prenta þetta út", " ég má ekki prenta það út, bara XXXXX má það", "XXXXX er í fríi núna, verður að bíða" svo næ ég í skottið á XXXXX og hann segir "talaðu við mig á morgun"!!!!!
En í dag hlaut ég sigur, ég náði XXXXX inná skrifstofu og bað um að fá síðustu 3 mánuði prentaða út, þá var litið grunsamlega á mig, svona eins og ég ætlaði nú að fara að skoða tímana mína...hummmm