Djöfull er ég reið núna!
Ég er búin að þjást síðan ég var sautján.
Er búin að fara til þriggja mismunandi sérfræðinga í kvensjúkdómum.
Tveir sögðu að ég væri eðlileg (eðlilegt að vera með innvortis blæðingu...)
Einn náði að minnsta kosti að nefna þetta ástand mitt "legslímuflakk", og það væri bara þannig.....æ..æ..æ...
Þessum læknum borgaði ég mörg tugi þúsunda, fyrir þessar skitnu upplýsingar.
Svo kemur bara í kvöldfréttum á RÚV að þetta sé alvarlegur sjúkdómur sem hrjáir 1000 konur(eða 3000, man það ekki)bara á ÍSLANDI! Sem veldur óbærilegum sársauka og ófrjósemi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Það er meiraaðsegja verið að stofna stuðningshóp fyrir fólk með þetta! Afhverju í andskotanum var mér ekki sagt þetta fyrr!?!?!?!
OG ÞAÐ ER TIL MEÐFERÐ Á ÞESSU!!! Af hverju var mér heldur ekki sagt það?
Kjánalegu skíta læknar.
Mín kenning er náttúrulega sú, af því að nú skrifa ég í reiðiskasti, að þeim(læknum) finnst þetta voða eðlilegt og "þetta er bara svona" "bíttu á jaxlinn"´=af því að þetta er legið.
Ef að t.d. heilinn myndi blæða innvortis þá er það vert að meðhöndla strax.
Ef að maginn blæðir innvortis er það vert að kanna.
Ef að ristill blæðir innvortis er það vert að kanna og rannsaka samstundis.
En NEINEI ekki ef það blæðir innvortis í kringum legið, yfir alltsaman sem þar er...má ég nefna þvagblöðru, eggjastokka og fleira. NEINEI. Við skulum ekkert rannsaka það neitt. Við skulum ekkert vita almennilega um þetta árið 2000 og fokking 6!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
ATH. þetta er skrifað í miklu æðiskasti og þó einhverjar "fullyrðingar" hér eru persónuleg skoðanir er mér ANDSKOTANS sama!