miðvikudagur, október 25, 2006

:D

HÆ :D jæja, nú ætla ég að vera aðeins á léttari nótunum. Spá í að fara í bíó kannski...ekki að sjá Mýrina reyndar, því að ég ætla að spara peninginn fyrir Foreldra. Þó að margir hafa séð Mýrinu og segja að þetta er önnur íslenska kvikmyndin í röð þar sem maður fær ekki þennan landskunna kjánahroll sem maður fær ALLTAF með því að horfa á íslenskar myndir, þá treysti ég þeim ekki. Ég ætla bíða eftir að Mýrín komi út á vídeó. Ég sá The Queen, ekkert spes, en áhugaverð, eiginlega bara vídeómynd.
Hvað ætti annars ég að fara að sjá????

fimmtudagur, október 19, 2006

ég er brjáluð!

Djöfull er ég reið núna!
Ég er búin að þjást síðan ég var sautján.
Er búin að fara til þriggja mismunandi sérfræðinga í kvensjúkdómum.
Tveir sögðu að ég væri eðlileg (eðlilegt að vera með innvortis blæðingu...)
Einn náði að minnsta kosti að nefna þetta ástand mitt "legslímuflakk", og það væri bara þannig.....æ..æ..æ...
Þessum læknum borgaði ég mörg tugi þúsunda, fyrir þessar skitnu upplýsingar.
Svo kemur bara í kvöldfréttum á RÚV að þetta sé alvarlegur sjúkdómur sem hrjáir 1000 konur(eða 3000, man það ekki)bara á ÍSLANDI! Sem veldur óbærilegum sársauka og ófrjósemi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Það er meiraaðsegja verið að stofna stuðningshóp fyrir fólk með þetta! Afhverju í andskotanum var mér ekki sagt þetta fyrr!?!?!?!
OG ÞAÐ ER TIL MEÐFERÐ Á ÞESSU!!! Af hverju var mér heldur ekki sagt það?
Kjánalegu skíta læknar.

Mín kenning er náttúrulega sú, af því að nú skrifa ég í reiðiskasti, að þeim(læknum) finnst þetta voða eðlilegt og "þetta er bara svona" "bíttu á jaxlinn"´=af því að þetta er legið.
Ef að t.d. heilinn myndi blæða innvortis þá er það vert að meðhöndla strax.
Ef að maginn blæðir innvortis er það vert að kanna.
Ef að ristill blæðir innvortis er það vert að kanna og rannsaka samstundis.
En NEINEI ekki ef það blæðir innvortis í kringum legið, yfir alltsaman sem þar er...má ég nefna þvagblöðru, eggjastokka og fleira. NEINEI. Við skulum ekkert rannsaka það neitt. Við skulum ekkert vita almennilega um þetta árið 2000 og fokking 6!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

ATH. þetta er skrifað í miklu æðiskasti og þó einhverjar "fullyrðingar" hér eru persónuleg skoðanir er mér ANDSKOTANS sama!

miðvikudagur, október 11, 2006

Draugasaga

Þórhildur sagði frá draugaganginum heima hjá sér og þá datt mér í hug að segja frá einu alvöru draugasögunni í mínu lífi. Hún er pínu löng, en alveg sönn.
Þetta var árið 2003, þegar tannsmiðaskólinn fór í skólaferðalag til Akureyrar, við vorum 5 stelpur sem leigðum saman pínulitla íbúð í "einum af lundunum" rétt hjá Jóni Spretti. Þar voru 2 svefnherbergi og tvær sváfu í hvoru og ég svaf inní stofu fyrstu nóttina. Það var voða indælt. (Fyrr um kvöldið var maður reyndar alltaf að kíkja fram á gang, það var bara eins og einhver væri þar, en ekkert meira en það). Svo næsta dag biður ein stelpan mig (Linda) að skipta við sig "það gengi nú ekki að ég svæfi á sófanum báðar næturnar" ég þakkaði fyrir það og ég svaf inní einu herberginu þá nótt. Þar svaf ég órólega.
Svo morgunin eftir þrifum við og pökkuðum dótinu niður, skildum við íbúðina hreinni og fínni og ég labba síðust út. Nema þegar ég geng framhjá svefnherberginu þá situr þar ungur strákur ca 19-20 ára, dökkhærður í ljósgráum/silfurlituðum jakka, horfir niður á gólf og hvílir hendurnar á kinnunum. Og mér brá svo mikið að ég labba bara út úr íbúðinni náföl í framan eins og ég hafi séð draug. Ég fór inn í bílinn og stelpurnar spyrja mig afhverju ég sé svona skrítin. Mér leið hálf kjánalega en sagði að ég hafi séð einhvern inní svefnherberginu. Þær náttúrulega "ha? Hvar? Hver?", nema ein (hún Linda) segir "var það dökkhærður strákur, svona á okkar aldri?" GÚLP! þá hafði hún lent í því, þegar hún svaf inní herberginu, að hann hafi staðið í dyragættinni og reynt að ná sambandi við hana um nóttina, en hún vildi ekki tala við hann og hún var ekki viss um hvort hún hafi verið vakandi eða hvort henni hafi dreymt þetta. Henni fannst það svo óþægilegt að hún vildi ekki sofa aftur í svefnherberginu næstu nótt þannig að hún skipti við mig. Svo spurði ég hvort að hún hefði séð í hverju hann var og þá sagði hún "svona gráum íþróttajakka"!!!!!
Ég man ennþá voða vel hvernig hann leit út, nema ég sá aldrei beint framan í hann, og það gerði Linda víst heldur ekki. En það leit út fyrir að hann hafi reynt að ná sambandi við okkur en ekki tekist það og svo var hann búinn að gefast upp á okkur og sat þessvegna svona uppgefinn á rúmstokknum. Ég hugsa ennþá til hans en hugsa ekki hvort þetta hafi verið ímyndun, því það var það ekki fyrst við vorum tvær sem sáum hann vel, heldur finnst mér leiðinlegt að hann skuli ekki hafa náð sambandi við okkur fyrst honum langaði svo mikið til þess. :(

fimmtudagur, október 05, 2006

Nyja vinnan min

Jú það er GGGGEEEEÐÐÐÐVVEEIIIIKT gaman í nýju vinnunni :D
Yfirmaðurinn minn (Óskar, by the way) hefur ekkert spurt nánar út í atvikið sem átti sér stað á mánudaginn, hann spurði bara "ertu hress?" þegar ég kom daginn eftir. Og já, hann höndlaði þetta mjög vel þegar þetta gerðist, hann keyrði mig tafarlaust heim (líklega af því að ég stóð ekki í lappirnar og svaraði honum ekki þegar hann talaði við mig) og Chiwawa hundurinn hans stóð ofan á mér á leiðinni, hann er hrikalega sætur og er oftast hjá okkur í vinnunni,hann gerir vinnustaðinn svo miklu heimilislegri :)

Núna finnst mér ég loksins vera á almennilegri uppleið í þessum tannsmíðaheimi. Þá er það bara að bjalla í mig ef ykkur vantar að hvíta tennurnar !!!!

mánudagur, október 02, 2006

Legslimuflakk

Já, mig er farið að gruna ýmislegt eftir tvær helgar í röð...þar sem vantaði meira en helming sauMA stelpnanna í mínu afmæli OG í Fanneyar afmæli, tel ég það víst að a.m.k. ein af sauMA stelpunum er orðin ólétt. Líkurnar eru gríðarlegar. Spurning bara hver þeirra...spennó...

Jæja, ég er semsagt strax komin með aðra vinnu og er nú þegar byrjuð! Það er alltaf gaman að byrja í nýrri vinnu... eða ekki.... a.m.k. ekki hjá mér.
Ég er nefnilega svo heppin..eða ekki...
Eðlilegt fólk mætir sinn fyrsta dag í vinnuna, gefur gott first impression og fer heim að loknum vinnudegi...eða ekki...a.m.k. ekki ég.
Mér tókst að mæta í vinnuna hress og skemmtileg, vinna nokkur handtök, ganga svo dösuð að nýja yfirmanni mínum og sagt "ég held að það sé að líða yfir mig", hann segir hálfskelkaður "hvað er að?" , ég segi "ég er með legslímuflakk". Hver segir LEGSLÍMUFLAKK við mann sem var að ráða mann í vinnu og liggja svo hálfmeðvitundarlaus í stól slefandi og svitnandi???????

Já, fyrir ykkur þarna úti sem ekki vita um hvað ég er að tala, þá er legslímuflakk til. Það er viðbjóðslega sársaukafullt ferli á meðan blæðingum stendur hjá örfáum óheppnum stúlkum eins og mér. Í rauninni er þetta innvortis blæðingar og konur sem þekkja til hafa líst þessu sem "vondar hríðir nema ekkert barn kemur út". Og ef þetta gerist (sem betur fer ekki alltaf!!!) þá er ég með öllu óvinnufær, ósjálfbjarga og í svo miklum kvölum að fyrst þegar ég lenti í þessu hélt ég að ég væri að deyja og ég fékk áfallahjálp eftir það. Ég ætla ekki að koma með frekari útskýringar því þær eru bannaðar innan 18. Mér finnst bara leiðinlegt að þetta skuli hafa gerst á FYRSTA vinnudeginum mínum.

Jæja, þá er það bara að mæta hress og skemmtileg í vinnuna á morgun !!!! :D