miðvikudagur, september 28, 2005


Hvaða teiknimyndavondukall ert ÞÚ?


Aftur var ég mjööög heiðarleg........

fimmtudagur, september 22, 2005

KLUKK

Þórhildur klukkaði mig....

1. Ég var uppnefnd "kyssudúkka" í leikskóla því ég elti stráka og reyndi að kyssa þá. Þeir voru skíthræddir við mig og hlupu alltaf í burtu.
2. Þegar ég var 10 ára hélt ég að ég stjórnaði veðrinu. Í dag held ég að ég hafi áhrif á veðrið.
3. Stóra táin mín er minni/lægri en táin við hliðiná. Eins og á grískri gyðju.
4. Ef ég byrja á bók sem mér finnst áberandi leiðinleg, þá hætti ég að lesa og eyðilegg bókina. Ef bókin er alltílagi, þá er ég búin að steingleyma henni næsta dag. Ef hún er góð, þá man ég alltaf eftir henni myndrænt í huganum.
5. Ég vildi ekki leika mér með dúkkum þegar ég var lítil því þær voru kaldar, harðar og engin viðbrögð í þeim. Það fannst mér ómerkilegt og eiginlega svolítið ógeðslegt líka.

Nú klukka ég Rebekku og Evu Maríu!!!



Jæja, núna er hr.Strætó bs. hættur að svara mér, en ég fékk þó afsökunarbeiðni og umræðan fór í Talstöðina og þar talaði útvarpsstjarnan Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir við aðstoðarframkvæmdarstjóra Strætó bs. og spurði hann hver bæri nú ábyrgð. Hann gat náttúrulega ekkert svarað því almennilega en notaði tímann til að hæla Strætó bs. fyrir að vera nú samt með ágætis leiðir og blabla. Jú, jú, það er nottla bara smekksatriði hvort manni líkar vel við Strætó bs, en annað mál er samt hvort að þeir geri ekki ákveðnar breytingar í fyrirtækinu sem snúa að þjónustunni við okkur viðskiptavinina (sem erum alveg að gefast upp á þeim).

Ekki meir í bili!

miðvikudagur, september 21, 2005

ja herna

Komdu sæl Ingveldur.
Hef ítrekað reynt að ná til móður þinnar símleiðis en
ekki tekist, mun senda henni skriflega afsökun í dag.
Kveðja ÞH.


Sæll Þórhallur,
takk kærlega fyrir það. Og takk fyrir að svara mér í öll skiptin svona snögglega.
Ég skil samt ekki hversvegna ég fæ ekki svar við spurningu minni um ábyrgðina. Ég veit fyrir víst að það eru ofboðslega margir óánægðir með Strætó bs.=hvernig það er brotið gegn þeim sem greiðum fyrir miðann, og það er mjög leiðinlegt hvernig við öll erum bara látin standa úti í kuldanum.
Það er bara eins og við eigum að kyngja þessu óréttlæti og vona það besta næst!
Það er bara ekki nógu gott, því miður.
Þú getur sagt það við alla sem eru þarna að vinna með þér.
Svo þætti mér gott ef þú gætir bent mér á þann sem getur svarað spurningunni minni.

Kveðja Ingveldur

þriðjudagur, september 20, 2005

...og þetta heldur afram...la..la..la

Þórhallur hjá Strætó bs. er voða duglegur að SVARA mér...eða þannig. HVER SETTI ÞETTA Á B2?

Sæl Ingveldur.
Mánaðarkortin sem verða ólæsileg einhverra hluta vegna eru
endurnýjuð fyrir viðskiptavini okkar.
Ef ég tek veðmáli þínu þá ert þú búin að tapa
því, þar sem ég ferðast nokkuð oft með Strætó.
Kveðja ÞH.


Sæll aftur Þórhallur,
Takk fyrir að svara ekki kjarna málsins....(!)
Þó að ég fari smá útúrdúr í hita leiksins er óþarfi fyrir þig að gera það. Ég tók bara nokkur aukadæmi og þú fannst þar góða ástæðu til að rengja mig enda hafði ég rangt fyrir mér í sambandi við pappírskortin(það væri gáfulegra að hafa þau rafræn eins og í flestum öðrum vestrænum löndum...).
En ég tek því þá þannig að ÖLL HIN DÆMIN sem ég tók eru þá á gráa svæðinu því af einhverri ástæðu sérðu þér ekki fært að svara mér almennilega. Sérstaklega þar sem ég lít út fyrir að hafa rétt fyrir mér.
Ég sé að ég þarf að hætta að taka fleiri dæmi (þessi 1000 fleiri dæmi, um hræðilegann rekstur á einu fyrirtæki, sem eru í hausnum á mér núna) heldur vinsamlegast biðja þig um að svara mér almennilega, rétt og skýrt þessari einu spurningu:

1. Hver ber þá ábyrgðina fyrir því að strætóinn brunar framhjá farþegum sem bíða með greiddann miða í hendi?
A. Strætó bs.?
B. Farþeginn?
C. Enginn?
D. Reykjavíkurborg?
E. Vagnstjórinn?
F. Annað_______________?

Mér finnst leiðinlegt að þér skuli yfirleitt hafa dottið í hug að aðalmálið séu þessar 2100 krónur, þegar svooooo margt annað eins og t.d. skrifleg afsökunarbeiðni eða eitthvað þvíumlíkt til móður minnar hefði kæft vandamálið við fæðingu.
Því þetta er án efa vandamál sem vindur upp á sig.
Ég vonast til að ég fái svar við þessari einu, einföldu, spurningu sem er hér fyrir ofan.
Til hamingju með veðmálið
Með fyrirfram þökk,
Ingveldur.
P.S. ég myndi líka ferðast nokkuð oft með strætó ef ég fengi farið á sama og ókeypis... þá yrði misheppnuð strætóferð HUGSANLEGA þess virði...

mánudagur, september 19, 2005

STRIÐ við Stræto bs!

ég fékk strax svar frá Strætó bs. og það sauð í mér. SAUÐ!:

Komdu sæl Ingveldur Gyða og þakka þér bréfið.
Mér þykir leitt hvernig fór með Strætóferð mömmu
þinnar og er að vinna í því að fá skýringar frá
vagnstjóra um þetta atvik.
Strætó bs.telur sig ekki bera ábyrgð þó ferðir misfarist
og greiðir þar af leiðandi ekki fyrir leigubifreið sem ók
ykkur mæðgum til leikhússins.
Kveðja ÞH.

(GUÐ HVAÐ ÞETTA ER MIKIÐ RUGL!!!!!!þessi maður lét þetta hljóma eins og ég væri bara að reyna að kreista út úr þeim pening fyrir dýrum leigubíl og varð þessvegna að skrifa þeim aftur, nú er stríð...)

Sæll Þórhallur,
Strætó bs. telur sig ekki bera ábyrgð þó ferðir misfarist...hvað þýðir það?
Það getur (eins og þú veist) þýtt hvað sem er.
Þetta var ekki hvað sem er.
ÞETTA var ekki bilun í vagni, slys né verkfall.
Þetta var 100% á ykkar ábyrgð, sérstaklega þegar starfsmaður ykkar keyrir blákallt framhjá VIÐSKIPTAVINI YKKAR sem var BÚINN að BORGA fyrir farið!!!!!!
Ég þori að veðja að þið berið heldur ekki ábyrgð fyrir því þegar drasl mánaðarpappírskortin sem þið seljið 1.útjaskist þannig að ekki er hægt að lesa á þau áður en þau renna út , 2. þeim sé stolið, 3. þeim er týnt. Þó að það sé búið að greiða fyrir þau. Þetta er nákvæmlega engin þjónusta.
Þið berið ekki ábyrgð fyrir því ef strætó kemur alltof seint, fer alltof snemma eða kemur bara alls ekki.
Þið berið semsagt ekki ábyrgð á neinu.
Af hverju er ég þá að borga fykkur langt fram í tímann til þess eins að láta svindla svona illa á mér og öllum í kringum mig sem asnast til að taka strætó.
Í morgun lenti ég á bílstjóra sem fór strax og hann var búinn að reykja(3 mínútum of snemma) frá Hlemmi og var komin á Lækjartorg þegar hann átti að fara frá Hlemmi, hann hélt áfram að bruna þangað til að hann stoppaði í Hamraborg og gat því tekið sér 6 mínútna reykingapásu. Þú getur rétt ímyndað þér hversu margir "misstu af honum" frá Hlemmi að Hamraborg þrátt fyrir að hafa komið á réttum tíma á stoppustöðina. Á meðan sátum við inní vagninum og biðum eftir því að vagnstjórinn var búinn að fá skammtinn sinn.
Ég þori að veðja þessum 2100 krónum að þú tekur ekki strætó (enda ekkert skrítið.)
Ég tek ekki mark á svari eins og "ber ekki ábyrgð þó ferðir misfarist". Það er nú bara þannig að einhver ber ábyrgð og í þessu tilviki ber móðir mín alls ekki ábyrgð. Því kemur aðeins Strætó bs. til greina að bera ábyrgðina, það sér hver heilvita maður. Ég ætlast í alvörunni til þess að móðir mín fái bætur fyrir þessu augljósu mistök ykkar sem þið berið augljóslega ábyrgð á.
Þið eruð snögglega búin að missa tvo viðskiptavini og megið örugglega ekki við fleirum.
Það er svo ykkar að ákveða hvernig þið náið þessum tveim fyrrverandi viðskiptavinum aftur, því óánægður viðskiptavinur smitar hratt út frá sér=það er viðskiptafræði 101 og ég vona fyrir hönd ykkar í Strætó bs. að einhver þar sé menntaður á því sviði.
Hlakka til að heyra í þér aftur.
Kær kveðja Ingveldur.

Ohh shit ég er svo mikil b****

föstudagur, september 16, 2005

Gerir aldurinn þetta?

Komst í kvörtunargírinn og sendi Strætó BS kvörtunarbréf, ooooohhh, það hefði samt getað verið svo miklu lengra. Hvernig væri að stofna stuðningshóp fyrir þá sem hafa orðið fyrir ókurteisi, óvirðingu og óstundvísi strætóbílstjóra?


Góðann daginn,
ég er mjög hrifin af nýja kerfinu ykkar, sérstaklega það að geta skrifað inn heimilisföngin og fengið strax niðurstöður um hvaða leiðir væru bestar að nota. Það er algjör snilld!
Hinsvegar mætti ítreka það við strætóbílstjóranna ykkar að undirstaða vinnu þeirra eru farþegarnir sem borga fyrir farið og þessvegna væri æskilegt að stoppa fyrir fólki sem stendur og bíður á strætóstoppustöðvum Strætó BS á Reykjavíkurvæðinu.
SORGLEGT en satt dæmi um Strætó þessa daganna:
Mamma og ég fórum í Borgarleikhúsið 8.sept 2005 kl.20:00. Hvorug okkar á bíl. Mamma segir "hei, tökum strætó!" ég segi "frábær hugmynd, þá getum við jafnvel fengið okkur rauðvínsglas í hléinu!"
Hún fer fínt klædd út á Eiðsgranda að bíða eftir leið 13. Ég ætlaði svo útá Hlemm að og taka sama strætó og hún. Voða sniðugt. Þessvegna hringdi ég í hana og spurði hvort hún væri komin inn í vagninn. "Nei er að bíða, bíddu, þarna sé ég hann koma, bless"(það er mikið og gott útsýni bæði til hægri og vinstri á Eiðisgranda=engir felustaðir) Leið 13 kom á hárréttum tíma 19:31 og viti menn HANN BRUNAÐI FRAMHJÁ MÖMMU. Hún hringir svo í mig, segir mér skömmustulega að hann hafi bara brunað framhjá henni! Ég náttúrulega saka hana um að standa á vitlausri stoppustöð eða vera of ósýnileg, þrátt fyrir að ég viti betur, hef lent í þessu sjálf. Hún afsakaði fyrir hönd strætóbílstjórans og sagði að "hann hafi verið eitthvað utan við sig og hafi beygt sig eitthvað niður og þessvegna ekki séð hana".....
Hmmmmm.....hvað gerum við...strætó kemur á hálftíma fresti og hann brunar framhjá manni þar sem maður stendur og bíður...við höfum ekki tíma til að bíða eftir næsta vagni. Mamma hringir á leigubíl. Ég bíð á Hlemmi eftir leigubílnum og mömmu. Á meðan ég bíð eftir RÁNDÝRUM leigubíl Á HLEMMI kemur sama leið 13 og brunaði framhjá mömmu minni, þar beið hann í tómum vagni dágóða stund(líklega vegna þess að hann keyrði framhjá öllu fólkinu sem hefði annars fyllt hann).
Leigubíllinn kostaði 2100kr vegna þess að hann þurfti að fara svo margar krókaleiðir til að ná í mig og vegna framkvæmda í kringum Kringluna.
Strætó BS skuldar móður minni 2100 kr.
Það er hvorki henni að kenna né mér að þið skulið vera með óhæft starfsfólk í ykkar fyrirtæki.
Ég mun ekki róast vitund fyrr en Strætó BS greiði móður minni fyrrnefnda upphæð.
Nafnið hennar er Ásthildur Magnúsdóttir
Búseta hennar er Bárugrandi 3, 107 Reykjavík
Ég sem tryggur viðskiptavinur ykkar ætlast til þess að hún heyri frá ykkur mjög fljótlega.
Virðingarfyllst, Ingveldur Gyða Gísladóttir.

mánudagur, september 12, 2005

Afmælisbarnið


Jú fallegri verður maður með árunum...

fimmtudagur, september 01, 2005

Blekking aldarinnar


eins og þið sjáið dömur mínar og herrar, þá erum við blekkt daglega. Jújú, auðvitað vissi maður svosem af þessu photoshopi...en maður gleymir því einhvernveginn fljótt meðan maður veltir auglýsingum, plakötum og tískublöðum fyrir sér. Frekar á maður það til að gagnrýna sjálfa sig ef maður lítur ekki nákvæmlega út eins og "fyrirsætan" þegar maður ætti að hugsa til þess að fyrirsætan er líka ósköp venjuleg kona=svona það sem maður sér daglega í sundlaugunum.

(Klikkið á myndina til að stækka hana. Það er alveg ótrúlegt að sjá hvað þeir geta breytt!)