miðvikudagur, mars 29, 2006

101 Reykjavik

Núna í þessum töluðu orðum er Baltasar í garðinum mínum að taka upp Mýrina. Þeir settu upp "gerfi" tungl beint fyrir framan gluggann minn sem lýsir sterku ljósi og eru líka með ljóskastara út um allt. Loksins fæ ég að fylgjast með kvikmyndagerð eins og mig hefur alltaf langað til að gera ! Ég bíð bara eftir að Ágústa Eva komi og leiki dópista í sóðalega garðinum mínum (hann er nefnilega svo sóðalegur, drast útum allt, tilvalið fyrir góða dópistasenu). Annars er klukkan orðin alltof margt, kannski verða þau hér í alla nótt og halda mig vakandi. Issss, hvað fórnar maður svosem ekki fyrir að fá að búa í miðbænum? Þetta er svo menningarlegt. Það er ekkert skrítið að íbúðaverð sé langhæst hér í 101, þetta er eins og að búa í lifandi leikhúsi.

þriðjudagur, mars 28, 2006

homoseksuell

jájá, ég er semsagt loooksins byrjuð að læra fyrir sveinsprófið mitt sem er eftir 3 vikur og fer því á Bókhlöðuna að lesa moggan, það kemur sér afskaplega vel í prófunum. Ég fann moggan frá 11. september 1981, þar sá ég Friðrik Sóphusson sem ungann mann og rak augun í grein sem fjallaði um getnaðarvarnarpilluna. Greinin fjallaði um konu sem hafði kært lyfjafyrirtæki út af aukaverkunum sem hún fékk af pillunni. Aukaverkanirnar voru semsagt að þær að röddin dýpkaði, hún fékk meiri hárvöxt og varð þar afleiðandi "hómóseksúell" og neyddist til að yfirgefa heimili sitt, mann og börn.
Áhugaverð grein.........en merkilegasta við þetta er samt að orðið "samkynhneigður" var ekki notað þegar ég fæddist!!!!
Ég er orðin gömul. Margt hefur breyst.

mánudagur, mars 27, 2006

Jæja


árshátíð sauMA 2006 komin í mynd...... klikkið bara á nýja albúmið

þriðjudagur, mars 21, 2006

ísafjörður

nennir EINHVER að útskýra fyrir mér hvað í andsk. er að gerast vestur á Ísafirði????!!!????
Fyrst EITTHVAÐ milli skólastjóra og kennara!?!?!
Núna EITTHVAÐ milli blaðamanns og bæjarstjórans!?!?!
Og ENGINN segir hvað amar að!!!!!



Svo ætla ég að skella einni mynd á netið af systkynunum Sverri og Birtu Berndsen.

þau eru svooooo sæææææt!! :)

sunnudagur, mars 19, 2006

flensa

oh ég á það svoooo bágt. ég vorkenni sjálfri mér svooo mikið! ooohhhhhh! óó. skæl. flensa og aftur flensa. ohhhhhhh!!!! vá ég held ekki vatni yfir því hvað ég á mikið bágt. Ég er bara ekki að ná mér. ég hélt að allt myndi skána með því að væla hérna á blogginu yfir þessum eymdarleika. ó. hvað skal gera, hvað skal gera? aumingjaskapur.
Ætli langamma mín heitin (sem hét: Ingveldur Gísladóttir) hefði einhverntíma árið 1928 þegar hún var 24 ára með 3 börn og 7 á leiðinni, karlinn úti á sjó, ekkert rafmagn, ekkert heitt vatn, með moldargólf í kofa, útá eyju í Breiðarfirði með takmarkaðann eldivið, hugsað svona!!!!!!!!
Vá, ég er að gera eitthvað vitlaust í lífinu. Það er eitthvað mikið að.

fimmtudagur, mars 09, 2006

Sjon er sögunni rikari

AHA! Ég vissi það! Ég fór semsagt í bakarí og gömul kona var í röðinni fyrir framan mig að kaupa eitthvað og ég stóð fyrir aftan hana. Svo þegar ég hallaði mér til hægri til að lesa á auglýsingu, kemur skyndilega maður sem nemur staðar bakvið konuna og alveg ofan í mér þar sem ég stóð (eins og ég væri ósýnileg). Hann ætlaði að vera næstur á eftir þeirri gömlu! "Þvílík frekja", hugsaði ég og var náttúrulega staðráðin í að segja "er ekki í lagi með þig?" ef hann ætlaði að troðast fram fyrir mig (eins og leit út fyrir að vera að fara að gerast). Svo fattaði ég að það væri nú svolítið dónalegt að vaða svona beint í fólk og ætlaði fyrst að segja blíðlega "fyrirgefðu, en ég er víst næst", og svo ef hann hefði ekki hlustað á það, þá ætlaði ég að segja "er ekki í lagi með þig?". Já, gott plan! Ég ætla ekki að vera manneskjan sem hugsar "ó, ,ég er nú svosem ekkert að flýta mér neitt sérstaklega", "hmmm...hann hefur bara misskilið röðina eitthvað eða hreinlega ekki séð mig" ! NEi, nei, nei, ekki ég. Ekki eftir bloggið sem ég skrifaði um ísbúðina.
OG HVER VAR SVO ÞESSI MAÐUR SEM REYNDI AÐ TROÐAST FRAM FYRIR MIG; EINS OG ÉG HAFI EKKI VERIÐ ÞARNA?!?!?!?!?
Enginn annar en Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, mættur á svæðið til að troðast í röð, eftir að hafa svindlað milljónum ísl.kr beint úr vösum almennings! Svona menn geta ekki einusinni skammast sín!
Over and out!!!!

þriðjudagur, mars 07, 2006

Vaka Sigríður litla frænka mín er sögð vera lík mér. Ég vona það svo sannarlega, án þess að vera of sjálfselsk þó. Hún er grallari. Síðast þegar ég hitti hana setti hún hjólahjálm á hausinn á mér og barði svo allskonar hörðum hlutum í mig. Svona á að gera þetta! Skemmta sér án þess þó að meiða aðra. Þetta kann hún þrátt fyrir að vera pínulítil. Jahér.

föstudagur, mars 03, 2006

Ísland er isbuð..ja og öll önnur lönd lika!

af hverju er alltaf einn trúður í bekknum, einn tossi, einn leiðtogi, eitt aðalfórnarlamb. Af hverju er alltaf einn í vinahópnum ekki alveg "in" eins og hinir og afhverju er alltaf einn svartur sauður í fjölskyldum. Hver ákveður hvort ein manneskja er meira virði en önnur? Afhverju í samböndum þarf einn að víkja fyrir hinum. Afhverju heldur stjórnarformaður að hann sé ómissanlegri í vinnunni en allir undirmenn hans? Er það af því að það er bara einn af honum en þúsundir undirmanna? Getur hvaða undirmaður sem er ekki gert það sama og hann? Af hverju heldur fólk áfram og áfram og áfram, bara af því að það kemst upp með það. Af hverju stoppar það ekki fyrr en það er stöðvað?
Eru sumir einfaldlega merkilegri en aðrir? Betri og sterkari? Ákveðnari og sjálfstæðari? Eru sumir verri en aðrir? Heimskari og aumingjalegri? Hallærislegri og óheppnari?

Einn daginn gekk ég framhjá Hlemmi og nam staðar því mér fannst ég heyra í þekktum alþingismönnum vera að spjalla saman um samfélagið og skipulagsmál borgarinnar. En svo voru þetta ekki þekktir alþingismenn heldur tveir sauðdrukknir rónar og sá þriðji greip margsinnis fram í þeim til að vera með í umræðunni. Þá sá ég það! Þessir menn voru ekkert öðruvísi en alþingismennirnir sem stjórna þessu landi! Þeir töluðu eins, notuðu sömu frasana í nákvæmlega sömu tónhæð, voru með svipaðar skoðanir,þeir litu meira að segja svipað út og voru á sama aldri. Ég gat ekki annað en ímyndað mér að ef þessir rónar hefðu VALDIÐ og fengu 800.000 þús á mánuði+ráðherrabíl+kokteilboð+opnanir+frumsýningar+utanlandsferðir í boði ríkisins+hótelherbergi+fjölbreytta ábyrgða vinnu myndu þeir pottþétt áorka jafn mikið og okkar núverandi alþingismenn.
Og að sjálfsögðu öfugt! Ef Halldór, Geir, Valgerður og fleiri hefðu ekkert nema Hlemm og smáaur þá....já...þið skiljið.
En það geta ekki allir verið við stjórn þó að ég haldi því fram að allir hafi hæfileikann til þess.
Hvaða fólk er þetta samt eiginlega sem er við stjórn? Hvernig virkar kerfið? Hver nær frama? Þessi spurning hefur ollið miklu heilabroti en ég hef komist að einni niðurstöðu, án þess að þekkja hvorki alþingismann né róna. En eini greinilegi munurinn sem ég sé þar er að (í þessu ákveðna tilviki) alþingisfólkið hlýtur að vera frekara, framapots þykistuþekkjarar, falskir, ráðríkir, uppátroðarar sem hefur líklega fengið gríðarlega mikinn stuðning frá maka, fjölskyldu og vinum til að ná svona stöðu.
Ég meina samfélagið er bara eins og einföld röð í ísbúðinni. Það er alltaf einhver fremst og alltaf einhver aftast. Það þarf einhver að selja ísinn og svo er hann borðaður af þeim sem komast að. Svo reynir alltaf einhver að pota sér fram, með allskonar afsökunum, og ég tala nú ekki um ef ef vinir og vandamenn væru með að hjálpa til við að ýta hinum frá...
og svo eru það þeir sem eru auðtrúa og feimnir sem hleypa þeim fram fyrir sig og röðin haggast ekki fyrir þá.
En það fólk er ekkert heimskara eða óheppnara þó það fái ekki ís! ! !
Hinsvegar eru þeir sem troða sér framfyrir og þeir sem hjálpa því við það sjálhverfar frekjur og dónar.
Samfélagið býður upp á að svoleiðis fólk stjórni landinu! Ekki bara Íslandi, heldur öllum löndum.